SCANDINAVIAN-CANADIAN STUDIES/ÉTUDES SCANDINAVES AU CANADA
Vol. 30 (2023) pp.1-56.
DOI: 10.29173/scancan249
Copyright © The Author(s), first right of publishing Scan-Can, licensed under CC-BY-NC-ND 4.0.

Title: “An Icelandic Driver”: J. Magnús Bjarnason’s Story as a History of Immigrant Hierarchy, Erasure, and Antisemitism in Nineteenth-Century Halifax: A Translation

Author:
Jay L. Lalonde
Statement of responsibility:
Journal Editor/Rédactrice du journal:
Natalie Van Deusen, University of Alberta
Statement of responsibility:
Book Review Editor/Rédactrice des comptes rendus:
Katelin Parsons, University of Iceland
Statement of responsibility:
Production Editor/Directrice de la production:
Holly Pickering, University of Alberta
Statement of responsibility:
Translator/Traductrice:
Héloïse Torck, University of Alberta

   Marked up to be included in the Scandinavian-Canadian Studies Journal.
Source(s): Lalonde, Jay L. 2023. “An Icelandic Driver”: J. Magnús Bjarnason’s Story as a History of Immigrant Hierarchy, Erasure, and Antisemitism in Nineteenth-Century Halifax: A Translation. Scandinavian-Canadian Studies Journal / Études scandinaves au Canada 30: 1-56.
Keywords:
  • Icelandic-Canadian literature
  • J. M. Bjarnason
  • antisemitism
  • immigration
  • Nova Scotia
  • HP: started markup March 26, 2023

“An Icelandic Driver”: J. Magnús Bjarnason’s Story as a History of Immigrant Hierarchy, Erasure, and Antisemitism in Nineteenth-Century Halifax: A Translation

Jay L. Lalonde

ABSTRACT: “An Icelandic Driver” is the first English translation of the short story (or novella) “Íslenzkur ökumaður” by the Icelandic-Canadian writer Jóhann Magnús Bjarnason. The three-part story, first published in 1910, offers a unique point of view on turn-of-the-century Halifax, Nova Scotia, as seen through the eyes of a recent Icelandic immigrant. While most texts by Icelandic immigrant authors—including the majority of Bjarnason’s own works—narrowly focus on the experience of their compatriots in isolated rural Icelandic settlements, without acknowledging the wider contexts of contemporary immigration policy and settler colonial agenda, this story provides a much richer and more complex portrayal of urban—rather than rural—life. It is inhabited by various immigrants, foreigners, and outsiders, who shape the protagonist’s understanding of his new home. While this portrayal allows for a much more nuanced view, it also reveals a rigid immigrant hierarchy, xenophobia, and antisemitism—all omnipresent and to a large extent internalized by the protagonist.
RÉSUMÉ: „An Icelandic Driver“ est la première traduction en anglais de la nouvelle „Íslenzkur ökumaður” de l’écrivain islandais-canadien Jóhan Magnús Bjarnason. L´histoire en trois parties, qui fut publiée pour la première fois en 1910, offre un point de vue unique sur Halifax, en Nouvelle-écosse, au tournant du siècle, a travers les yeux d’un nouvel immigré islandais. Alors que la plupart des textes écrits par des immigrés islandais- y compris la majorité des œuvres de Bjarnason- ciblent strictement l'expérience de leurs compatriotes dans les colonies islandaises rurales isolées, sans reconnaître les contextes plus vastes de la politique d’immigration contemporaine et de l’agenda colonialiste, cette histoire offre un portrait bien plus riche et complexe de la vie urbaine- plutôt que rurale. Bien que cette représentation permette une vision plus nuancée, elle révèle également une hiérarchie de l’immigration rigide, de la xénophobie et de l’antisémitisme, tous omniprésents et dans une large mesure intériorisés par le protagoniste.

Íslenzkur ökumaður

An Icelandic Driver

I. Gyðingurinn gangandi

I. The Wandering Jew

1.
Víst hefir enginn maður með Vestur-Íslendingum ratað í fleiri né kynlegri æfintýri en Hrólfur Sveinsson, sem lengi var ökumaður í borginni Halifax í Nýja Skotlandi. — Eftir að hann kom til Ameríku, og einkum eftir að hann gjörðist ökumaður, var eins og hann gæti ekki hreyft sig, án þess að eitthvað sérlegt og óvenjulegt kæmi fyrir hann. Það var rétt eins og einhver ósýnileg, yfirnáttúrleg vera stýrði honum og leiddi hann sér við hönd úr einu æfintýrinu í annað, væri að færa hann fram og aftur, eins og taflmaðurinn peðið og knattleikarinn knöttinn. Svo undarlegt og torskilið var æfintýralíf þessa einkennilega Íslendings. Og þó var langt frá því, að hann væri hneigður til, eða hefði minnstu löngun til, að rata í æfintýri, því að hann var að eðlisfari sérlega gætinn og ekki framgjarn, var meira að segja fremur þunglyndur strax á unga aldri og laus við alla glaðværð. En eina sterka þrá hafði hann, og hún var sú, að safna auð og eiga góða daga í ellinni. Það var þungamiðja allra hugsana hans og aðalástæðan til þess, að hann fluttist einn síns liðs til Ameríku árið 1878, þá rúmlega tvítugur.
No Icelandic immigrant seems to have encountered more or stranger adventures than Hrólfur Sveinsson, a long-time carriage driver in Halifax, Nova Scotia. After he came to America, and especially after he became a driver, it seemed like he could not go anywhere without something extraordinary happening to him. It was as if some invisible, supernatural being steered him and led him by the hand from one adventure to another, moving him to and fro like a chess player a pawn or a soccer player a ball. So odd and unbelievable were the adventures of this remarkable Icelander. But he did not have the slightest inclination nor longing for adventure because he was of an exceptionally cautious disposition and was not at all ambitious. Even as a child he was melancholic and serious. But he did have one strong desire, and that was to save his money and enjoy his old age. This was the focus of all his thoughts and the main reason that he moved alone to America in 1878, when he was just a little over twenty years old.
2.
Hrólfur var meðalmaður á hæð og grannvaxinn, en vel limaður. Hann bar það með sér, að hann var af norrænu bergi brotinn, því að hann var bjartur yfirlitum, glóhærður og með blágrá augu. Hann var ekki verulega fríður sýnum og ekki upplitsdjarfur, en þó bauð hann af sér góðan þokka og laðaði menn ósjálfrátt að sér, einkum kvenfólk, og öllum var vel til hans.
Hrólfur was of average height and slim, but well-built. It was clear that he was of Nordic heritage because he was blond with blue-grey eyes and a light complexion. He was not particularly handsome and lacked confidence, yet he had a certain charm that people were instinctively attracted to—especially women—and everyone liked him.
3.
Fyrstu tvö árin, sem hann var í Nýja Skotlandi, vann hann algenga vinnu hjá bændum í grennd við Halifax. En kaupið var svo lágt, að hann hafði lítið afgangs fötum og fæði þau árin. Á hinn bóginn lærði hann ýmislegt þarflegt, komst vel niður í enskri tungu, og kynntist háttum og siðvenjum þarlendra alþýðumanna.
For his first two years in Nova Scotia he worked as a farmhand near Halifax. But the pay was so low that he barely had enough to feed and clothe himself. On the other hand, he also learned many useful things, picked up English, and got to know the local customs and traditions.
4.
Árið 1881 fluttust flestir Íslendingar, sem tekið höfðu sér bólfestu í Nýja Skotlandi vestur í Rauðárdalinn, því að þar þóttu landkostir betri og landrými meira en austur við hafið. Hrólf langaði þá líka til að fara vestur með löndum sínum, en skorti fé til fararinnar. Hætti hann þá við bændavinnu og fór til Halifaxborgar í því skyni, að fá sér þar vinnu sem daglaunamaður og safna fé til fararinnar. Hann kom til borgarinnar vorið 1881, og átti þá aðeins fimmtán dali í peningum. Það ár var vinnuekla mikil þar í borginni, og veitti Hrólfi í fyrstu mjög erfitt að fá nokkuð að starfa, og hefði hann að líkindum orðið brátt að fara aftur út í sveitina til bænda, hefði ekki óvænt atvik komið fyrir, sem dró til þess, að hann varð ökumaður í Halifax og settist þar fyrir fullt og allt.
In 1881, the majority of Icelanders who had previously settled in Nova Scotia moved west to the Red River Valley where the soil was thought to be more fertile and settlers were given more land than on the East Coast. Hrólfur also wanted to go west with his fellow countrymen, but he could not afford the fare. So, he quit working as a farmhand and went to Halifax to find work as a day labourer and save up for his fare out west. He came to the city in the spring of 1881 with only fifteen dollars to his name. Unemployment in the city was high that year, and Hrólfur struggled to find any work at first. He would probably have had to go back to the country and to the farmers soon if it had not been for the unexpected turn of events that led to Hrólfur becoming a driver in Halifax and settling there for good.
5.
Í fyrstu hafði Hrólfur hugsað sér að fá fæði og húsnæði, meðan hann dveldi í Halifax, hjá íslenzkri fjölskyldu, sem hann vissi að var nýflutt þangað til borgarinnar, en bæði var þar, að hann hafði aldrei séð þetta fólk og vissi ekki undir hvaða nafni það gekk meðal þarlendra manna, og eins hitt, að hann hafði ekki hugmynd um, í hvaða götu það bjó, og þess vegna var honum ómögulegt að finna það, þrátt fyrir margar tilraunir. Hann varð því að sætta sig við að koma sér fyrir í gistihúsi nokkru, sunnarlega í Vatnsgötu hinni efri, þó að dýrt væri að vera þar fyrir svo félítinn mann sem hann var.
In Halifax, Hrólfur first planned to board with an Icelandic family that he knew had just moved to the city. But even though he tried many times, he could not find them because he had never seen them, nor did he know what name the family used among the locals—not even which street they lived on. He had to settle for a boarding house on the south end of Upper Water Street, even though staying there was expensive for someone as short on funds as he was.
6.
Fyrstu vikuna, sem hann var í Halifax, gekk hann á hverjum degi frá morgni til kvölds um alla borgina til að leita sér atvinnu. En það var til einskis. Hann kom æfinlega jafnnær heim að kvöldi, því að þótt einhversstaðar væri byrjað á nýju verki, voru þar hundrað menn fyrir einn til að bjóða sig fram, og hann varð alltaf útundan.
During his first week in Halifax he walked every day, from morning till night, all over the city, looking for work. But there was none to be found. He came home every night and was no better off. Even when work began at some place, a hundred men were applying for one spot, and he was always passed over.
7.
Það var einn morgun snemma, að Hrólf bar þar að, sem verið var að byrja að reisa stórbyggingu á götuhorni einu ofarlega á hólnum, sem borgin stendur á. Hann bað þar um vinnu, en fékk ekki. Samt beið hann þar nokkra stund á götuhorninu og horfði á verkamennina, sem þegar voru teknir til starfa. Klukkan var nýfarin að ganga átta, aðeins stöku smábúð var opnuð, og það var enn fámennt á götunum, sem nú voru blautar og sleipar, því að það hafði rignt mikið um nóttina. Hrólfur hafði ekki lengi beðið á götuhorninu, þegar hann gætti að því, að unglingsstúlka, fremur fátæklega til fara, kom út úr búð hinum megin á götunni og stefndi yfir um til hans. Hún hafði hvítt sjal yfir sér og hélt á fullri mjólkurkönnu í hendinni, og fór hún mjög hægt og gætilega, svo að hún hrasaði ekki á hinu sleipa, steinlagða stræti. En þegar hún var rétt komin út á miðja götuna, komu tveir ólmir hestar á brunandi ferð fyrir strætishornið og stefndu á hana. Þeir gengu fyrir stórum og þungum vagni, sem var tómur og mannlaus, og drógu taumana. Hestarnir höfðu auðsjáanlega fælzt.
Early one morning Hrólfur saw that construction had begun on a tall building on a street corner up on the hill that the city is built on. He asked for work there but did not get it. He waited on the corner for a while anyway and watched the workers who had been hired. It was just after eight o’clock, only a handful of small stores were open, and a few people were in the streets which were wet and slippery because it had rained a lot during the night. Hrólfur had not been waiting on the corner for long when he noticed a young girl, rather humbly dressed, who walked out of a store on the opposite side of the street and headed toward him. She was wearing a white shawl and holding a jug full of milk. She was walking very slowly and carefully so she would not stumble on the slippery paved street. But just as she was in the middle of the street, two wild horses came charging around the corner right at her. They were pulling a large and heavy carriage, which was empty, and dragging their reins after them. The horses had clearly bolted.
8.
Í sömu andránni kom aldraður maður út úr lítilli búð, þeim megin í strætinu, sem Hrólfur var. Hann hrópaði á stúlkuna og sagði henni að snúa aftur, svo að hún yrði ekki fyrir hestunum. Hún leit við, sá hestana koma og varð hrædd, og ætlaði að snúa aftur hið bráðasta, en af fátinu, sem á hana kom, skruppu henni fætur á hinum sleipu hellum, og datt hún um leið áfram og braut könnuna. Hestarnir voru aðeins örfáa faðma frá, þegar stúlkan datt. Þeir stefndu beint á hana, og allt útlit var fyrir, að þeir myndu troða hana undir fótum á næsta augnabliki og vagninn renna yfir hana. Gamli maðurinn æpti og orgaði og fórnaði höndunum, en það var eins og fætur hans væru límdir við gangstéttina, því að hann stóð alltaf í sömu sporum. Og allir, sem nærstaddir voru, gættu nú allt í einu að hinni miklu hættu, sem stúlkan var stödd í, en það var eins og enginn gæti hreyft sig, eins og allir stæðu á öndinni af ógn og skelfingu.
At the same time, an elderly man came out of a little store on the side of the street Hrólfur was standing on. The man shouted at the girl to turn back so she would not get run over by the horses. She looked up to see the horses coming, and, frightened, wanted to step back as quickly as she could, but she panicked. Her feet slipped on the wet paving stones, she fell, and the jug broke. The horses were only a few fathoms away when the girl fell. They were running directly at her and it looked like they would trample her at any moment and the carriage would run her over. The old man was shouting and screaming and throwing his hands up in despair, but it was like his feet were glued to the sidewalk and he was unable to move. All the bystanders suddenly realized the imminent danger the girl was in, but it was as if no one could move, as if everyone were out of breath, frozen in fear and shock.
9.
En rétt í því, að hófar hinna ólmu, trylltu hesta voru í þann veginn að snerta stúlkuna, hljóp maður fram á götuna, náði í aðra hönd hennar og kippti henni úr vegi með svo miklu snarræði, og furðu gegndi. Og þessi maður var Hrólfur Sveinsson. — Hann tók stúlkuna í fang sér, því að hún var nær dauða en lífi af hræðslu, og bar hana til gamla mannsins, sem stóð á gangstéttinni fyrir framan litlu búðina. Hann þóttist vita, að það væri faðir hennar.
But right at that moment, when the hooves of the wild, frenzied horses were about to strike the girl, a man ran into the street, reached for her hand, and, to everyone’s astonishment, quickly pulled her out of the way. This man was Hrólfur Sveinsson. He took the girl, who was frightened to death, in his arms, and carried her to the old man who was standing on the sidewalk in front of the little store. Hrólfur was certain that the man was her father.
10.
Fólkið, sem hafði horft á þetta snarræði Hrólfs, rak nú upp fagnaðaróp mikið og sló hring utan um þau þrjú: stúlkuna, gamla manninn og Hrólf.
The people, who had watched how quickly Hrólfur acted, now cheered for him and created a circle around the three people: the girl, the old man, and Hrólfur.
11.
„Launaðu nú, Gyðingur!“ sagði einn maðurinn í hópnum, „launaðu nú eins og ærlegur maður, drengilega hjálp!“
“Pay up, Jew!” shouted one of the bystanders, “Be an honest man and pay up for the generous help!”
12.
En gamli maðurinn svaraði ekki. Hann leiddi dóttur sína inn í búðina og bað Hrólf að koma með sér.
But the old man did not respond. He led his daughter inside the store and beckoned Hrólfur to follow him.
13.
Þegar þau voru komin inn fyrir dyrnar, læsti gamli maðurinn hurðinni, lét dóttur sína setjast á stól, og gekk svo inn fyrir búðarborðið. — Í búðinni var allmikið af gömlum fatnaði og ýmsu glingri, og var því öllu ósmekklega niður raðað.
When they had come through the door, the old man locked it, helped his daughter sit down in a chair, and went to stand behind the counter. The store was packed full of old clothes as well as all kinds of knick-knacks, and everything was arranged in poor taste.
14.
„Slysalega tókst þetta til fyrir þér, Ester litla, að þú skyldir missa niður mjólkina og brjóta könnuna,“ sagði gamli maðurinn og horfði á dóttur sína. „Við höfum orðið fyrir þrjátíu centa skaða, því að kannan kostaði tuttugu og fimm cents og mjólkin fimm cents. Nú verðum við að komast af með eina mörk af mjólk á dag í næstu tíu daga, í staðinn fyrir heilan pott að undanförnu. Með því eina móti getum við bætt þetta tjón. En farðu nú heim til móður þinnar, þegar þú ert búin að jafna þig ofurlítið. Ég skal koma með nýja könnu og mörk af mjólk um hádegið.“
“What a misfortune, little Esther, that you spilled the milk and broke the jug,” said the old man, and looked at his daughter. “We’ve suffered the loss of thirty cents, as the jug cost twenty-five cents and the milk five cents. Now we’ll have to get by on a cup of milk a day for the next ten days, instead of two pints. That’s the only way we can make good the loss. But go home to your mother, now that you’ve recovered a bit. I’ll bring a cup of milk in a new jug at noon.”
15.
„En faðir minn,“ sagði Ester í bænarróm, „mundu það, að þessi maður þarna hefur bjargað lífi mínu.“
“But, father,” said Esther pleadingly, “remember that this man here saved my life.”
16.
Og Hrólfur tók nú eftir því, að stúlkan var sérlega fríð sýnum og falleg í vexti, og á að gizka átján vetra gömul. Henni svipaði lítið til gamla mannsins. Hann var stórskorinn í andliti, með innsognar kinnar, lotinn í herðum og óliðlega vaxinn. Á vöngum hans og höku var gisið og ósélegt, svart skegg. Augun voru langt inni í höfðinu, en þau voru lítil, hörð og tindrandi. Á höfði hans var lítil skyggnislaus flauelshúfa, og stóð hárið sítt og lýjulegt út undan henni á alla vegu, nema á enninu, sem var bæði hátt og breitt.
Hrólfur now noticed that the girl was particularly good-looking and, he guessed, about eighteen years old. She and the old man did not look much alike. His face had craggy features, with hollow cheeks, and he was round-shouldered and stiff. A sparse and unkempt black beard covered his cheeks and chin. He had deep-set eyes that were small, sharp, and twinkling. He was wearing a little brimless velvet cap, and long straggly hair was sticking out under it everywhere except on his forehead, which was both high and wide.
17.
„Þú gjörir alltof mikið úr þessu, Ester litla,“ sagði Gyðingurinn, „þú varst í engri verulegri hættu. Hestarnir hefðu aldrei stigið ofan á þig, þeir hefðu vikið til hliðar. Samt á þessi ungi maður þakkir skilið fyrir að rétta þér hjálparhönd. En ég vona, að hann ætlist ekki til stórra launa, og að hann verði vægur í kröfum við mig, bláfátækan manninn.“
“You’re exaggerating, little Esther,” said the Jew, “you were in no real danger. The horses wouldn’t tread on you, they’d swerve to the side. But this young man still deserves my thanks for lending you a helping hand. But I hope he’s not expecting a large reward and that he’ll be generous in his claims toward me, a destitute man.”
18.
„En faðir minn góður!“ sagði Ester, og augu hennar flutu á tárum. „Faðir minn góður!“
“But father!” sobbed Esther and her eyes filled with tears. “Father!”
19.
„Já, já, barn!“ sagði faðir hennar, „láttu mig eiga við þennan unga mann og komast að samningum við hann.“
“There, there, child!” said her father, “Let me deal with this young man and reach an agreement with him.”
20.
„Þú þarft ekki að komast að neinum samningum við mig,“ sagði Hrólfur, „ég hafi til engra launa unnið, og á ekkert hjá þér.“
“You don’t have to reach any agreement with me,” said Hrólfur, “I haven’t done any work to deserve pay, and you don’t owe me anything.”
21.
„Heyrir þú, Ester litla?“ sagði Gyðingurinn, „hann segist ekkert eiga hjá mér, hann ætlast ekki til launa, hann er sannur mannvinur, heyrir þú það?“ Og það brá gleðibjarma á hið stórskorna, alvarlega andlit hans. „En þú átt gott af mér skilið, ungi maður,“ sagði hann eftir stundarþögn og horfði á Hrólf. „Ég skal ekki gleyma því, að þú hefir gjört mér greiða. Þegar þú þarft að kaupa þér fatnað, þá komdu til mín, og ég skal selja þér hann við góðu verði. Á annan hátt get ég ekki launað þér, því að ég er blásnauður maður.“
“Hear that, little Esther?” said the Jew. “He’s saying that I don’t owe him anything, he doesn’t want any pay; he is a true philanthropist, do you hear it?” And then his craggy, serious face lit up with a smile. “But I do owe you, young man,” he said after a short silence and looked at Hrólfur. “I won’t forget that you did me a favour. When you need to buy clothes, come to me and I’ll sell them to you for a good price. I can’t reward you in any other way as I’m a destitute man.”
22.
„Þó að þú værir stórauðugur og byðir mér gull og silfur, þá tæki ég ekki við því,“ sagði Hrólfur, „því að ég hefi til engra launa unnið.“
“If you were the wealthiest man in the world and offered me gold and silver, I wouldn’t take any of it,” said Hrólfur, “because I haven’t done anything to deserve it.”
23.
„Og tækirðu ekki við gulli og silfri, ef þér byðist það?“ sagði Gyðingurinn og horfði undrandi á Hrólf. „Þú ert annaðhvort Tyrki eða heiðingi, en ekki kristinn maður, því að enginn kristinn maður hafnar gulli og silfri. Kristnir menn fá sig aldrei sadda á þeim dýrmætu málmum, allir teygja þeir fram fingurna eftir gulli, rauðu og glóandi gulli, — og jafnvel sjálfir prestarnir líka. — Nei, þú ert Tyrki eða heiðingi, ungi maður, fyrst þú hafnar gulli og silfri. En hér eru föt, sem ég skal selja þér, þau kosta sjö dali, en ég gaf sex dali fyrir þau, og fyrir sex dali sklatu fá þau. Þetta er verulegt kostaboð, því að fötin eru úr skozku vaðmáli og lítið slitin. Þau eru af ungum manni á þínu reki og munu fara þér vel.“ Og Gyðingurinn tók gráa treyju á borðinu og rétti að Hrólfi.
“So you wouldn’t take gold and silver if someone offered it to you?” asked the Jew with astonishment. “You’re either a Turk or a heathen, but not a Christian man, because no Christian refuses gold or silver. Christians are insatiable when it comes to those precious metals, they’re all always reaching out for gold, red and glittering gold—and even their priests, too. No, you’re a Turk or a heathen, young man, since you refuse gold and silver. But here are the clothes I’ll sell you: they cost seven dollars, but I paid six dollars for them and for six dollars you’ll get them. This is a real bargain because the clothes are made of Scottish wool and little worn. They’re from a young man of your age and will fit you well.” And the Jew took a grey jacket from the counter and handed it to Hrólfur.
24.
„Nei, þakka þér fyrir,“ sagði Hrólfur, „ég kaupi ekki fatnað í dag, því að bæði er það, að ég hefi allan þann fatnað, sem ég þarfnast nú í svipinn, og svo er hitt, að ég er næstum peningalaus. Ég er nýkominn til borgarinnar í því skyni að leita mér atvinnu, en ég fæ hvergi neitt að gjöra, og hefi þegar eytt fyrir fæði og húsnæði þeim fáu dölum, sem ég kom með.“
“No, thank you,” said Hrólfur, “I’m not buying clothes today, both because I have all the clothes I need at the moment, and because I have almost no money. I’ve just arrived in the city to look for work but haven’t found work anywhere, and I’ve already spent the few dollars I had on room and board.”
25.
„Áttu hér engan að, sem gæti liðsinnt þér?“ spurði Gyðingurinn.
“Don’t you have anyone here who could assist you?” asked the Jew.
26.
„Nei, ég þekki hér engan. Ég er Íslendingur, og hefi verið tæp tvö ár í þessu landi, og allan þann tíma hefi ég unnið hjá bændum fyrir mjög lágu kaupi.“
“No, I don’t know anyone here. I’m an Icelander and have barely lived in this country for two years, and I worked for farmers for very low pay all that time.”
27.
„Svo að þú ert Íslendingur,“ sagði Gyðingurinn. „Það lá að, að þú værir ekki Ameríkumaður, fyrst þú hafnar gulli og silfri. Og þú ert hér einn þíns liðs — útlendingur fjarri fósturjörð þinni? Og þú ert atvinnulaus?“
“So you’re an Icelander,” said the Jew. “It was clear that you weren’t an American since you refused gold and silver. And you’re here all alone—a foreigner away from your native soil? And you are jobless?”
28.
„Já, og hefi enga von um fá neitt að starfa.“
“Yes, and have no prospects of finding any work.”
29.
„Og þú ert alveg peningalaus?“ sagði Gyðingurinn.
“And you’re completely penniless?” asked the Jew.
30.
„Já, svo má það heita.“
“Essentially, yes.”
31.
„Ég er líka alveg peningalaus,“ sagði Gyðingurinn raunalega, „en samt er mikill munur á högum okkar, því að þú ert enn ungur og einhleypur, en ég er gamall og hefi fyrir konu og dóttur að sjá. Og þú átt þér föðurland, en ég ekki, því að ég er Gyðingur, — Gyðingurinn gangandi, sem hvergi á höfði sínu að halla, og einskis manns hylli hefir. Ég geng um borgina fimm stundir á hverjum virkum degi, ber varning minn á bakinu, og geng fyrir hvers manns dyr eins og beiningamaður. Ég er hvergi kærkominn gestur. Ég verð að þola skop og glens gárunganna og hroka hinna dramblátu. Menn halda hurðum í hálfa gátt, meðan þeir tala við mig, og hafa sterkar gætur á mér, þangað til ég er aftur kominn út á strætið, eins og ég væri þjófur. Ég verð fyrir hnippingum í mannþrönginni og má aldrei um frjálst höfuð strjúka. Flestir vilja féfletta mig, og allir hafa ímugust á mér, af því að ég er Gyðingur, — Gyðingurinn gangandi.“
“I’m also completely penniless,” said the Jew unhappily, “but at the same time there’s a great difference between our circumstances, because you’re young and single while I’m old and have a wife and a daughter to provide for. And you have a motherland, but I do not, because I’m a Jew—the Wandering Jew, who has nowhere to rest his head, and is in no one’s good graces. I walk around the city for five hours every day, carry my wares on my back, and go from door to door like a beggar. I am never a welcome guest. I have to bear the ridicule and banter of jokers, and the arrogance of the proud. People hardly even open their doors while they talk to me, and they are always on their guard until I’m back on the street, as if I were a thief. I get pushed in the crowds, and I’m never free. Most want to fleece me, and all dislike me, because I’m a Jew—the Wandering Jew.”
32.
„En faðir minn góður,“ sagði Ester, „gætir þú ekki útvegað honum eitthvað að starfa?“
“But, father,” said Esther, “couldn’t you find him some work?”
33.
„Hvaða býsn eru að heyra til þín, barn?“ sagði Gyðingurinn. „Gæti ég útvegað þessum Íslending eitthvað að starfa? Hvaða áhrif hefir Gyðingur í þessu landi? Jú, ef ég væri auðugur eins og Rothchild, eða hefði ég völd eins og Beaconsfield lávarður, þá gæti ég liðsinnt þessum unga manni. En ég er bara Gyðingurinn gangandi.“
“What in the world are you saying, child?” said the Jew. “Could I find this Icelander some work? What influence does a Jew have in this country? Yes, if I were rich like Rothschild or had power like Lord Beaconsfield, then I could help this young man. But I am only the Wandering Jew.”
34.
„Ég ætlast ekki til að þú liðsinnir mér neitt,“ sagði Hrólfur, „og ef þú heldur, að ég ætlist til launa fyrir það, sem ég gjörði áðan úti á strætinu, þá misskilur þú mig herfilega og gjörir mér rangt til. — Verið þið sæl!“ Hann lyfti hattinum og ætlaði út.
“I don’t expect you to assist me in any way,” said Hrólfur, “And if you think I expect a reward for what I did earlier out there in the street, you misunderstand me horribly and do me an injustice. Goodbye!” He lifted his hat and was about to leave.
35.
Ester stóð nú upp og gekk til fóðurs síns.
Esther stood up and walked to her father.
36.
„Nei, bíddu ögn við, ungi maður,“ sagði Gyðingurinn, „hurðin er læst, og ég þarf að tala dálítið meira við þig. Þú segist vera að leita þér atvinnu. Hvað kanntu að starfa?“
“No, wait a minute, young man,” said the Jew, “the door is locked, and I need to talk with you a bit more. You say you’re looking for a job. What kind of work can you do?”
37.
„Ég hefi ekkert handverk lært,“ sagði Hrólfur, „en ég get unnið algenga vinnu og kann að fara með hesta.“
“I haven’t learned any trade,” said Hrólfur, “but I can do common work and can work with horses.”
38.
„Treystirðu þér þá til að keyra fjöruga hesta um stræti borgarinnar?“
“Do you trust yourself to drive frisky horses in the city streets?”
39.
„Já, ef hestarnir eru dável tamdir og engir sérlegir gallagripir.“
“Yes, if the horses are reasonably tame and not up to any tricks.”
40.
„En þú ert hér ókunnugur og veizt ekki nöfnin á strætunum,“ sagði Gyðingurinn.
“But you’re new here and unfamiliar with the street names,” said the Jew.
41.
„Já, það er satt, en ég yrði ekki svo lengi að læra að rata um borgina, ef á þyrfti að halda.“
“Yes, that’s right, but it wouldn’t take so long to learn to find my way if I had to.”
42.
„Jæja, ungi maður, viltu að ég, Gyðingurinn, reyni til að útvega þér eitthvert starf?“
“All right then, young man, do you want me, the Jew, to try and find you some employment?”
43.
„Já, ég skal vera þér þakklátur fyrir það,“ sagði Hrólfur.
“Yes, I’d be grateful to you if you did,” said Hrólfur.
44.
„Komdu þá hingað á morgun, þegar klukkan er fjögur. Hver veit nema ég verði þá búinn að detta ofan á eitthvað handa þér að gjöra. Samt skaltu ekki gjöra þér neinar glæsilegar vonir um það, og fáir þú eitthvað að starfa annars staðar, þá slepptu ekki því tækifæri. — En hvað heitir þú?“
“Come here tomorrow then, at four o’clock. Who knows, maybe I’ll have already stumbled upon something for you to do. But you shouldn’t have any high hopes, and if you find some work elsewhere, don’t pass up that opportunity. But, what’s your name?”
45.
„Hrólfur Sveinsson.“
“Hrólfur Sveinsson.”
46.
„Gefðu mér það skrifað á miða, svo að ég muni það.“
“Write it on a piece of paper for me so I remember it.”
47.
Hrólfur skrifaði nú nafn sitt á blað og rétti honum. Gyðingurinn stakk blaðinu í vestivasa sinn, án þess að líta á það, og opnaði dyrnar á búðinni. Því næst kvaddi Hrólfur þau og gekk út. En þegar hann var kominn út fyrir dyrnar, kallaði Gyðingurinn á eftir honum:
Hrólfur wrote his name on a note and handed it to him. The Jew slipped it into his vest pocket without looking at it, and opened the door of the store. Then Hrólfur said goodbye to them and walked out. But when he was out in the street, the Jew called after him:
48.
„Veiztu, hvað ég heiti?“ sagði hann.
“Do you know my name?” he asked.
49.
„Nei,“ sagði Hrólfur.
“No,” replied Hrólfur.
50.
„Ég heiti Goldenstein, — Sebúlon Goldenstein.“
“My name is Goldenstein. Sebulon Goldenstein.”
51.
Hrólfi kom ekki til hugar að treysta því, að Gyðingur þessi gæti útvegað honum atvinnu, — allra sízt þægilega og vel launaða atvinnu. Hann hafði aldrei heyrt öðruvísi talað um nútíðar Gyðinga en sem prangara, nirfla, og yfirleitt viðsjárverða menn, — menn, sem kristið fólk vildi sem minnst eiga saman við að sælda og hafði ímugust á. En þetta var í fyrsta sinni, sem Hrólfur hafði séð Gyðinga, og honum þótti stúlkan fríð og góðleg, og gamli maðurinn ekki neitt illmannlegur, — jafnvel greindarlegur, þó að hann væri næsta stórskorinn í andliti og óliðlegur í vexti. Samt fannst honum hann ekki geta borið neitt traust til þeirra, — fannst þau hljóta að vera verur á lægra stigi en hann sjálfur, — og var feginn að sleppa frá þeim, því að hann hélt að það væri allt rétt og satt, sem hann hafði heyrt um Gyðinga, og að þeir væru allir með sama markinu brenndir.
It never occurred to Hrólfur to rely on the Jew to get him a job—least of all a comfortable and well-paid job. He had never heard present-day Jews mentioned save as shady dealers, misers, and generally treacherous people: people whom Christians disliked and wanted to have as little to do with as possible. This was the first time that Hrólfur had seen a Jew, and the girl seemed pretty and kind, and the old man not at all evil—even intelligent-looking—though he had a bony face and was stiff in stature. But he still felt like he could not have any confidence in them at all, like they had to be lesser beings than himself. He was relieved to get away from them because he was convinced that everything that he had heard about Jews was true, and they were all cut from the same cloth.
52.
Svo leið þessi dagur að kvöldi, og Hrólfur fékk ekkert að starfa. Og daginn eftir, þegar klukkan var fjögur, hafði hann ekki minnstu von um vinnu. Honum varð þá reikað að búð Gyðingsins. Búðin var opin, og sá hann að Gyðingurinn var þar ekki inni. En öldruð kona sat þar á stól og var að sauma. Hrólfur hætti nú við að ganga inn í búðina, þegar hann sá, að Gyðingurinn kom þar sunnan götuna og fór mjög hægt.
Evening drew near, and Hrólfur had found no work. The next day, by four o’clock, he did not have even the slightest prospect of finding a job. So he made his way to the Jew’s store. The store was open, but he saw that the Jew was not inside. An elderly woman sat there in a chair, sewing. Hrólfur decided not to go into the store when he saw that the Jew was coming from the south end of the street, walking very slowly.
53.
Gyðingurinn bar nú dálítla tösku á bakinu og lítinn svartan kistil í fyrir. Hann hafði litlu skyggnislausu flauelshúfuna á höfðinu, eins og daginn fyrir, var í nokkuð síðri, svartri léreftstreyju, sem flaksaðist frá honum, og í hvítu vesti, en buxurnar voru úr bláu klæði og höfðu auðsjáanlega í fyrstu verið sniðnar á miklu stærri mann en hann var. Þessi búningur gjörði hann mjög sérkennilegan og frábrugðin öðrum mönnum, og hlaut að draga athyli fólks að honum, þegar hann gekk um strætin. — Hann kom fljótt auga á Hrólf, kastaði á hann kveðju og brosti einkennilega.
The Jew now carried a bag on his back and a small chest on his front. He had a little brimless velvet cap on his head, just like the previous day, and was wearing a fairly long, black linen coat that flapped behind him, along with a white vest. His pants were made of blue cloth and had clearly originally been cut for a much larger man. This outfit made him look very peculiar and different from others, and was bound to attract people’s attention when he walked through the streets. He soon caught sight of Hrólfur, greeted him, and smiled curiously.
54.
„Nokkuð að gjöra enn þá?“ sagði hann.
“Found anything to do yet?” he asked.
55.
„Ekkert enn,“ sagði Hrólfur.
“Nothing so far,” said Hrólfur.
56.
„Komdu þá með mér inn í búðina.“
“Come with me to the store, then.”
57.
Þegar þeir voru komnir inn í búðina, lét Gyðingurinn aftur hurðina, lagði frá sér töskuna og kassann og bað Hrólf að setjast.
When they were inside the store, the Jew closed the door, put down the bag and the box, and asked Hrólfur to take a seat.
58.
„Ég hefi verið lengur í burtu en ég ætlaði,“ sagði Gyðingurinn blíðlega við gömlu konuna, „ég veit, að þér hefir verið farið að leiðast, því að ég lofaði að vera kominn heim aftur klukkan þrjú, en það er margt, sem tefur gamlan mann, eins og mig. — Þú mátt nú fara, Rakel.“
“I’ve been away for longer than I planned,” said the Jew gently to the old woman; “I know that you must’ve already started to feel bored because I promised I’d be home again at three, but there are many things that delay an old man like me. You can go now, Rachel.”
59.
„En hvað á ég að segja henni Ester?“ sagði konan.
“But what should I tell Esther?” asked the woman.
60.
„Segðu henni að draumurinn hennar rætist.“
“Tell her that her dream will come true.”
61.
Konan leit sem snöggvast til Hrólfs, og lýsti augnaráð hennar viðkvæmni og blíðu. Svo opnaði hún bakdyrnar á búðinni og gekk út. — Þó að hún væri fremur fátæklega til fara, þá bar hún það með sér, að hún hefði einhvern tíma átt góða daga og verið fríð og blómleg á yngri árum. Hún var enn fyrirmannleg í framgöngu og svipurinn hreinn og bjartur.
The woman glanced toward Hrólfur, and her eyes looked soft and sensitive. Then she opened the back door and left the store. Even though she was rather humbly dressed, it was clear that she had once lived a good life and had been pretty and blooming when she was younger. Her bearing was still aristocratic, and she looked bright and cheerful.
62.
„Og þú hefir enn enga von um vinnu?“ sagði Gyðingurinn, þegar konan var farin.
“So you still have no prospects of getting work?” said the Jew, when the woman was gone.
63.
„Alls enga,“ sagði Hrólfur.
“None at all,” said Hrólfur.
64.
„Og hefirðu reynt allt, sem þú hefir getað?“
“And you’ve tried everything that you possibly could?”
65.
„Já, ég hefi gengið um borgina frá morgni til kvölds í næstum tvær vikur, og alls staðar beðið um vinnu, en fengið afsvar alls staðar.“
“Yes, I walked all over the city from morning till night for almost two weeks and asked for work everywhere, but have been refused everywhere.”
66.
„Þarna eru þeir kristnu vinnuveitendur lifandi komnir!“ sagði Gyðingurinn og hristi höfuðið, „þeir veita ekki atvinnu, nema þegar þeir geta ekki hjá því komizt, — ekki nema þeir sjái sér stóran ávinning í því. Og þó að prestarnir þeirra hafi kófsveittir prédikað kærleikann á stólnum árið út og árið inn, í meira en 18 aldir, þá er mannúðin hjá þeim enn eins og vatnsbóla, sem hjaðnar, þegar á hana er blásið. Nei, treystu heldur á vatnsbóluna en mannúð og kærleika kristinna vinnuveitenda. — En látum okkur nú sjá, hvað ég, — Gyðingurinn, — get gjört fyrir þig.“
“See? So much for those Christian employers!” said the Jew and shook his head, “they don’t give work unless they can’t avoid it—not unless they see a large profit in it. And even though their priests have preached love at the altar for years, for more than eighteen centuries, their compassion is just like a water bubble that disappears as soon as you blow on it. No, rely rather on the water bubble than the compassion and love of Christian employers. But now let’s see what I—the Jew—can do for you.”
67.
Og Gyðingurinn settist á kassa, sem stóð þar í einu horninu, og horfði um stund þegjandi á Hrólf.
And the Jew sat down on a box, which stood in one corner, and silently looked at Hrólfur for a short while.
68.
„Það eru til ótal atvinnuvegir í þessu landi,“ sagði Gyðingurinn, „og ungur og hraustur maður, eins og þú, ætti að geta orðið hér vellauðugur á fám árum.“
“There are numerous industries in this country,” said the Jew, “and a young and healthy man like you should be able to get wealthy here within a few years.”
69.
Hrólfur brosti og hristi höfuðið ofurlítið.
Hrólfur smiled and shook his head in disbelief.
70.
„Og það bezta, sem þú gætir tekið fyrir, er það, að gjörast ökumaður hér í borginni, fyrstu þú á annað borð kannt að fara með hesta. En þú þarft að eiga hestana sjálfur, — tvo góða hesta, til að byrja með, og fallegan, luktan vagn. Ökumenn fá alltaf nóg að gjöra, og þeim er jafnan vel borgað.“
“And the best thing you could do is to become a driver here in the city, so long as you can handle horses. But you have to own the horses yourself: two good horses, to begin with, and a beautiful, closed carriage. Drivers always get plenty of work, and they are usually paid well.”
71.
„En vandræðin eru, að ég get ekki keypt hesta og vagn, vegna þess að ég er alveg peningalaus,“ sagði Hrólfur.
“But the trouble is that I can’t buy horses and a carriage because I’m completely penniless,” said Hrólfur.
72.
„Já,“ sagði Gyðingurinn, „þú þarft endilega að hafa peninga til að geta fest kaup á tveimur góðum hestum og vagni, — að minnsta kosti frá hundrað til hundrað og fimmtíu dali, — hitt yrði þér lánað. Jú, endilega verðurðu að hafa peninga til að byrja með.“
“Yes,” said the Jew, “of course you need money to buy two good horses and a carriage—at least a hundred to a hundred and fifty dollars—the rest you can borrow. Yes, you have to have money to get started.”
73.
„Hvar á ég að fá þá peninga?“ sagði Hrólfur. „Ég á tæplega þrjá dali í buddunni, og fæ hvergi neitt að starfa.“
“Where should I get that money?” said Hrólfur. “I have barely three dollars in my wallet and no work anywhere.”
74.
„Já, hvar áttu að fá hundrað eða hundrað og fimmtíu dali?“ sagði Gyðingurinn og neri saman lófunum. „Já, hvar og hvernig áttu að fá þá? Það er spurning, sem ég hefi verið að velta fyrir mér í allan dag. Auðvitað er hægt að fá þá með ýmsu móti. Já, ótal vegir eru til þess, en misjafnlega auðveldir samt. Maður þarf bara að hugsa og útreikna fljótfarnasta og auðveldasta veginn, og . . . “
“Yes, where do you get a hundred or a hundred and fifty dollars?” said the Jew and rubbed his hands together. “Yes, where and how are you to get them? That’s the question that I’ve been considering all day. It’s of course possible to get them in various ways. Yes, there are numerous ways to do that, but at the same time some are easier than others. One just needs to think and figure out the fastest and easiest way and ...”
75.
„Heiðarlegasta veginn,“ bætti Hrólfur við.
“The most honourable way,” added Hrólfur.
76.
„Jú, sjálfsagt heiðarlegan veg,“ sagði Gyðingurinn og brosti, „um annað er ekki að tala en það, sem í alla staði er heiðarlegt.“
“Yes, of course, the most honourable way,” said the Jew and smiled, “we’re not talking about anything that isn’t honourable through and through.”
77.
„Hefir þér þá hugsast nokkurt ráð til þess, að ég geti á heiðarlegan hátt náð saman hundrað dölum á fám dögum?“
“Do you have a solution in mind, then? How could I secure, in an honourable way, a hundred dollars in a few days?”
78.
„Já, hugsast hefir mér ráð til þess,“ sagði Gyðingurinn.
“Yes, I do have a solution in mind,” said the Jew.
79.
„Og hvernig er það?“
“And what is it?”
80.
„Áður en ég svara, vil ég liggja fyrir þig eina stutta spurningu, og hún er þessi: Ertu fljótur á fæti og úthaldsgóður göngumaður?“
“Before I answer, I want to ask you one quick question, which is this: Are you a fast runner and do you have good endurance walking?”
81.
Hrólfur varð alveg hissa á þessari spurningu, og horfði agndofa á Gyðinginn. Hvernig í ósköpunum gat það komið þessu máli við, hvort hann var góður göngumaður eða ekki?
Hrólfur was completely taken aback by this question and stared at the Jew in amazement. How could that possibly play a role in this, whether he was a good runner or not?
82.
„Það er mikið undir því komið, hvort þú ert úthaldsgóður göngumaður,“ sagði Gyðingurinn, þegar hann sá undrunarsvipinn á Hrólfi. „Öll þín tímanlega velferð getur verið undir því komin.“
“It plays a big role, whether you’re a good runner or not,” said the Jew when he saw Hrólfur’s astonished expression. “All of your well-being could soon depend on it.”
83.
Hrólfur varð enn meira hissa.
Hrólfur was even more surprised.
84.
„Ég veit sjálfur ekki, hversu úthaldsgóður göngumaður ég er,“ sagði hann loksins, „því að það hefir adrei reynt á það.“
“I don’t know how good a runner I am,” he said in the end, “because I’ve never tested it.”
85.
„Hefirðu þá aldrei gengið frá tuttugu til þrjátíu mílur enskar, án hvíldar?“
“Have you never walked twenty to thirty miles, without rest?”
86.
„Jú, oft gjörði ég það á Íslandi, og stundum um vegleysur.“
“Yes, I did that often in Iceland, and sometimes over rough ground.”
87.
„Og tókstu það nærri þér? Varstu fljótt uppgefinn?“
“And did it exhaust you? Were you soon fatigued?”
88.
„Stundum varð ég mjög þreyttur. En maður átti göngu lagi að venjast á Íslandi.“
“Sometimes I was very tired. But one had to get used to walking in Iceland.”
89.
„Mig grunaði það,“ sagði Gyðingurinn, og það hýrnaði yfir honum. „Mig grunaði það, að þú hefðir vanist göngulagi á Íslandi. Og þú ert eflaust þolbetri göngumaður en hér gjörist almennt. Þú átt meiri krafta og hæfileika en þú hefir sjálfur hugmynd um. Gamla hjóstruga Ísland hefir búið þig út með gott veganesti, sem þú hefir aldrei notað, síðan þú komst til þessa lands, — það hefir gefið þér dýrmætan fjársjóð, sem þú hefir aldrei kunnað að meta. En þessi huldu öfl vil ég nú vekja hjá þér, þetta veganesti og þenna fjársjóð verðurðu nú að nota, í hvert sinn og tækifæri gefst. Og nú vill svo vel til, að tækifærið býðst, einmitt þegar þér liggur sem mest á.“
“I thought as much,” said the Jew, and cheered up. “I thought you would’ve gotten used to walking in Iceland. And you surely have better endurance than most here. You have more strength and ability than you think. Old barren Iceland equipped you with good provisions that you’ve never used since you came to this country; it’s given you a valuable gift that you’ve never appreciated. This hidden force I now want to awaken in you, these provisions and this gift you must now use at every opportunity. And it just so happens that the opportunity arises exactly when you’re in the greatest need.”
90.
„Ég skil þig ekki almennilega,“ sagði Hrólfur.
“I don’t quite understand what you mean,” said Hrólfur.
91.
„Þá skal ég útskýra þetta betur fyrir þér,“ sagði Gyðingurinn. „Þannig stendur á, að innan hálfs mánaðar verður hér háð kapphlaup, og verða verðlaunin veitt þeim þremur mönnum, sem fljótastir verða. Vegalengdin er allmikill, — rúmar tuttugu og sex mílur enskar, — en til mikils er að vinna, því að fyrstu verðlaunin eru tvö hundruð dalir, hin næstu hundrað og fimmtíu dalir, og hundrað dalir hin lægstu. Allir þeir, sem þreyta kapphlaup þetta, sem kennt er við Maraþon, verða að vera komnir yfir tvítugsaldur og fæddir og uppaldir í Norðurálfunni, en ekki mega þar reyna sig fleiri en tveir menn af hverjum þjóðflokki. — Nú hefir mér dottið í hug, að þarna væri tækifæri fyrir þig til þess að vinna þér fé og frama. Að minnsta kosti er litlu tapað, þó að þú gefir þig fram og reynir að ná lægstu verðlaununum. Hundrað dalir eru mikil upphæð, sem gæti, ef vel væri á haldið, rutt þér braut til velmegunar og ef til vill auðlegðar. — En auðvitað verður sérhver sá, sem þreytir þetta kapphlaup, að borga tíu dali fyrirfram til að fá að reyna sig. Þessa dali skal ég nú borga fyrir þig, þó að ég fátækur sé. En þú verður að borga mér þá síðar, hvort sem þú vinnur eða tapar í kapphlaupinu.“
“I’ll explain it better to you, then,” said the Jew. “It so happens that in two weeks a running race is going to be held, and the three fastest men will receive prizes. The distance is substantial—more than twenty-six miles—but there’s good money to be had, because the first prize is two hundred dollars, the next one hundred and fifty dollars, and the third one hundred dollars. All those who compete in the race, which is named after Marathon, must be over twenty years old and born and raised in Europe, but no more than two men from each nation are allowed to participate. So it occurred to me that this would be an excellent opportunity for you to earn money and fame. At least you have little to lose even if you take part and try to win the lowest prize. One hundred dollars is a large amount which could, if you manage it wisely, put you on a path to prosperity and perhaps even wealth. But, of course, everyone who takes part in this race must pay ten dollars in advance to be able to compete. I’ll pay these ten dollars for you now even though I’m poor. But you have to pay me back later, whether or not you succeed.”
92.
„En mundi ég fá að reyna mig í þessu kapphlaupi, þar sem ég er hér öllum ókunnugur?“
“But would I get to compete in this race when no one knows me here?”
93.
„Engin hætta er á öðru,“ sagði Gyðingurinn, „því að þú ert eini Íslendingurinn, sem mun gefa sig fram í þetta sinn, og svo hefirðu öll þau skilyrði, sem útheimtist til þess. Láttu mig sjá um það. En viltu reyna þetta?“
“There’s no chance you wouldn’t,” said the Jew, “because you’re the only Icelander who will compete this time, and you fulfil all the requirements. Let me take care of it. So, do you want to try?”
94.
Hrólfur var tregur til að gefa kost á sér, því að honum fannst hann ekki vera maður til þess að þreyta kapphlaup við menn, sem að öllum líkindum voru afbragðs íþróttamenn, valdir úr mörgum þúsundum, og þaulæfðir. En að lokum lét hann tilleiðast, því að Gyðingurinn sótti þetta mál fast, og hét að styðja hann og styrkja eins og framast væri unnt. Og það gjörði hann líka trúlega. Hann kom því til leiðar daginn eftir, að Hrólfur var tekinn í tölu þeirra, sem áttu að reyna kapphlaupið, borgaði strax aðgönguféð, sem heimtað var, útvegaði honum hentugan klæðnað og skó, borgaði fæði hans fram að þeim tíma, sem kapphlaupið átti fram að fara, og lét hann iðka hlaup á hverjum degi.
Hrólfur was reluctant to participate, because he didn’t feel like someone fit to compete with men who were in all likelihood outstanding athletes, selected from many thousands, and extremely well trained. But in the end, he let himself be convinced because the Jew worked hard to persuade him and promised to support and assist him as much as possible. And he really did support Hrólfur. The next day he made sure that Hrólfur was registered for the race, and he also paid the required entrance fee, provided him with suitable clothing and shoes, paid for his board until the race, and made him practice running every single day.
95.
„En alla þessa fyrirhöfn, og allan þennan kostnað, verður þú að borga mér síðar meir,“ sagði Gyðingurinn við Hrólf oft og mörgum sinnum. Það var eins og hann vildi, að Hrólfur hefði ljósa hugmynd um það, framar öllu öðru, eins og öll hans velferð væri undir því komin, að það gleymdist ekki.
“But all this effort and all these expenses you must repay me later on,” said the Jew to Hrólfur often and many times. It was as if he wanted Hrólfur to have a clear understanding of this, more than anything, as if his entire well-being depended on it not being forgotten.
96.
Sjálfur sá Gyðingurinn um æfingar þær, sem Hrólfur hafði daglega. Hann lét Hrólf fara á hverjum degi um tíu mílur enskar norður fyrir borgina og hlaupa báðar leiðir, en sjálfur ók hann í tvíhjóluðum léttivagni, og sagðist hann verða að borga daglega tvo dali fyrir lánið. Hann vildi ekki, að Hrólfur héldi til í gistihúsinu, sem hann hafði haldið til í, heldur kom hann honum fyrir hjá gömlum hjónum, af Gyðingaættum, sem áttu heima í útjaðri borgarinnar. — Ýmsar lífsreglur lagði hann Hrólfi, meðan á þessu stóð, þar á meðal var það, að Hrólfur varð að sofa í hörðu rúmi, baða sig í ísköldu vatni á hverjum morgni, borða mestmegnis egg, sauðakjöt og rúgbrauð, drekka aldrei kaffi né tevatn, og neyta aldrei víns né tóbaks, en vatnsblandaða mjólk mátti hann drekka og eins límonaði.
The Jew himself took care of Hrólfur’s daily training. Every day, he made Hrólfur run about ten miles north of the city and back, while he himself rode along in a two-wheeled carriage, and he said he had to pay two dollars a day to rent it. He did not want Hrólfur to stay in the boarding house where he had been staying, and instead arranged for him to stay with an old Jewish couple who lived on the outskirts of the city. He prescribed Hrólfur strict rules regarding his life while he was preparing for the race, including that Hrólfur had to sleep on a hard bed, bathe in ice-cold water every morning, eat for the most part eggs, mutton, and rye bread, never drink coffee or tea, and never consume alcohol or tobacco, but he could drink milk mixed with water, as well as lemonade.
97.
Gyðingurinn var alltaf ræðinn þessa daga, og Hrólfur fann brátt, að hann var vel hygginn og fróður um margt, en gjörði mjög lítið úr sjálfum sér. Kvaðst hann vera aumari en Job og snauðari en Lazarus, og harmaði það mjög, hvað Gyðingar hefðu verið hraktir og hrjáðir af kristnum mönnum um margar aldir.
The Jew was always talkative in those days, and Hrólfur soon found that he was wise and knowledgeable about a lot, but always downplayed how much he knew. He said he was more miserable than Job and more destitute than Lazarus, and he often lamented that Jews had been driven away and tormented by Christians for centuries.
98.
„Með enga þjóð hefur verið farið eins hörmulega sem okkur Gyðingana,“ sagði hann einu sinni, „og samt eigum við svo merkar og göfugar bókmenntir frá fornöldum, að öll Norðurálfan og Vesturheimur hafa tekið þær langt fram yfir bókmenntir annarra þjóða, og byggt trúarbrögð sín á þeim. Við höfum aldrei verið látnir njóta þess, að þessar frægu og háleitu bókmenntir urðu til hjá okkur Gyðingum, heldur þvert á móti hefur þeim verið beitt sem vopni gegn okkur í meira en átján aldir. Við höfum í átján aldir orðið að líða fyrir illverk fárra manna. — Grikkir dæmdu Sókrates til lífláts, en afkomendur þeirra hafa ekki verið látnir gjalda þess, af því að þeir gáfu heiminum rit Hómers, Æskýlosar og Sofoklesar. Rómverjar myrtu Cæsar og brenndur og krossfestu kristna menn á dögum Nerós og Caligúlu, en enginn erfir það við þá nú á dögum, vegna þeirra Virgilíusar, Horatíusar og Cicerós. Á miðöldunum eyddu norrænir víkingar byggðum manna, brenndu kirkjur og myrtu saklaust fólk, en þeim hefur verið fyrirgefið það, vegna þess að afkomendur þeirra rituðu Eddurnar og fornsögur Norðurlanda. En okkar bókmenntir, sem öllum bókmenntum eru háleitari í augum kristinna þjóða, hafa orðið okkur til falls. Aldrei nokkurn tíma höfum við verið látnir njóta Mósesar og spámannanna.“
“No nation has been treated so deplorably as us Jews,” he said once, “and yet we have such great and distinguished literature from antiquity that all of Europe and the New World have favoured it over the literatures of other nations, and they built their religion on it. We’ve never profited from this, that this renowned and elevated literature was written by Jews. On the contrary, this literature has been used as a weapon against us for more than eighteen centuries. For eighteen centuries we’ve been suffering for the wrongdoings of a few. The Greeks sentenced Socrates to death but their descendants weren’t made to pay for it because they gave the world the writings of Homer, Aeschylus, and Sophocles. The Romans murdered Caesar, and crucified and burned alive Christians in the days of Nero and Caligula, but no one blames them now because of Virgil, Horace, and Cicero. In the Middle Ages Norse Vikings destroyed villages, burnt down churches, and murdered innocent people, but they’ve been forgiven because their descendants wrote the Eddas and the Nordic sagas. But our literature, which is superior to all other literatures in the eyes of Christians, has caused our downfall. We’ve never been able to benefit from Moses and the prophets.”
99.
Þannig talaði hann oft við Hrólf þessa daga. En aldrei bauð hann honum heim til sín og enn vissi Hrólfur ekki, hvar hann átti heima. Gamla konan var á hverjum degi í búðinni, en Ester sást þar aldrei.
He talked with Hrólfur like this often in those days. But he never invited him to his home, and so Hrólfur did not know where he lived. The old woman was in the store every day, but he never saw Esther there.

II. Kapphlaupið

II. The Running Race

100.
Seint í júnímánuði átti að þreyta þetta mikla og einkennilega kapphlaup. Hinn tiltekni dagur rann upp fagur og hreinn, og margar þúsundir manna biðu úrslitanna með mikilli óþreyju. Hver og einn óskaði og vonaði, að sinn samlandi bæri sigur úr býtum, því að hér átti að sýna, hver af þjóðum Norðurálfunnar væri þrautseigust og þolnust á skeiðvellinum.
This great and peculiar running race was to take place at the end of June. The designated day came and it was beautiful and clear, and many thousands of people were waiting impatiently for the results. Every single one of them wished and hoped that their fellow countryman would gain victory, because that was supposed to show which European nation had the most perseverance and stamina on the racetrack.
101.
Kapphlaupamennirnir voru í fyrstu alls tuttugu og einn, af þrettán þjóðflokkum Norðurálfunnar. Þeir höfðu verið fluttir daginn áður til smáþorps nokkurs, sem er rúmar tuttugu og sex mílur enskar fyrir norðan Halifax. Frá þessu þorpi áttu þeir að hlaupa í einum spretti til borgarinnar. Og þeir þrír, sem fyrstir yrðu til að renna skeiðið, áttu að fá verðlaun, svo framt að það tæki þá ekki lengur en fjórar klukkustundir. — Vegurinn var fremur torsóttur, að undan skildum fimm síðustu mílunum; hann var með köflum krókóttur og lá víða upp og ofan brattar brekkur, í gegnum skógarbelti, yfir ár og læki, yfir hóla og lautir. Á leiðinni voru mörg bændabýli og smáþorp, og alltaf urðu húsin þéttari meðfram veginum, eftir því sem nær dró borginni.
There were initially twenty-one runners from thirteen European nations. The day before the race, they were moved to a small village about twenty-six miles north of Halifax. They had to run from this village to the city in one go, and the first three to cover the distance would get prizes, as long as it did not take longer than four hours. The road was rather difficult, except for the last five miles; it was winding in places, and led up and down over steep slopes far and wide, through woods, over rivers and brooks, over hills and hollows. There were many farms and small villages on the way, and the closer it was to the city, the more houses lined the road.
102.
Á meðal göngugarpanna voru tveir menn, sem líklegastir þóttu til að vinna hærri verðlaunin. Annar þeirra var franskur maður, Leblanc að nafni, ungur, þreklega vaxinn og fríður sýnum. Hann hafði þrisvar þreytt kapphlaup í París á Frakklandi og hlotið verðlaun í hvert skiptið. Hinn var írskur og hét Flanigan, meðalmaður á hæð, þéttur um herðar og kraftalegur, rauðbirkinn og harðgjör að sjá. Hann var tæplega þrítugur að aldri, en hafði víða farið og oft þreytt kapphlaup og nokkrum sinnum hlotið hæstu verðlaun. Margir héldur, að hann mundi verða hlutskarpastur í þessu kapphlaupi, og Leblanc verða næstur honum. En aftur voru deildari skoðanir um hver hljóta mundi þriðju verðlaunin. Sumir spáðu, að það yrði skozkur maður, sem hét Campbell, á að gizka tuttugu og fimm ára gamall, hár og grannur og framúrskarandi einbeittlegur á svip, en að mestu óreyndur í þessari íþrótt.
Among the competitors were two men who were considered the most likely to win the higher prizes: one of them was a Frenchman, by the name of Leblanc, who was young, powerfully built, and handsome. He had competed three times in races in Paris, France, and won a prize each time. The other was Irish and was called Flanigan; he was a man of average height, burly and broad-shouldered, hardy-looking and ruddy. He was not yet thirty years old but had travelled far and wide, often competing in races, and had won first prize a couple of times. Many thought that he would win this race, and that Leblanc would be second. But again, opinions on who would win the third prize were divided. Some thought it would be a Scottish man called Campbell, who was about twenty-five years old, tall and slim, and had an exceptionally focused expression, but who was mostly inexperienced in this sport.
103.
Fyrst framan af virtist enginn taka eftir Hrólfi. En fáum stundum áður en kapphlaupið byrjaði, fóru sumir að veita honum ofurlitla eftirtekt, því að hann þótti nokkuð einkennilegur. Bæði var það, að hann dró sig alltaf út úr hópnum, meðan ekki var lagt af stað, og talaði lítið við aðra en Gyðinginn, sem farið hafði með honum norður til þorpsins kvöldið áður, og svo var hitt, að búningur hans, stuttbuxurnar og ermalausa skyrtan, var fagurblár, og á brjóstinu bar hann hvíta léreftsræmu, og stóð á henni með bláum skrifuðum stöfum orðið: „Icelander“ (Íslendingur). En allir hinir kapphlaupamennirnir voru í ljósleitum búningi, og bar hver þeirra á brjósti sér dálítið flagg, sem sýndi hverrar þjóðar maður hann var. Hrólfur vildi ekki bera danska flaggið, af því að hann vildi vinna eða tapa sem Íslendingur, en hann vissi, að íslenzka flaggið (hvítur fálki á bláum grunni) var enn ekki búið að ná viðurkenningu hjá öðrum þjóðum, og því gagnslaust að bera það hér. — Gyðingurinn hafði ráðið því, hvernig búningur hans skyldi vera.
No one seemed to notice Hrólfur to begin with. But a few moments before the race started, some began to pay a little bit of attention to him, because they considered him to be odd. This was both because he kept to himself before the start—barely speaking to anyone except the Jew, who had gone with him north to the village the night before—and also because his outfit—shorts and a sleeveless shirt—was sky blue, and bore a linen stripe across his chest with large blue letters that read “Icelander.” All the other runners were dressed in light colours, and each of them had only a little flag on his chest that showed to which nation he belonged. Hrólfur did not want to wear the Danish flag as he wanted to win or lose as an Icelander, but he knew that the Icelandic flag (a white falcon on a blue background) had not yet received recognition from other nations, and so it would be futile to wear it. The Jew had advised him as to what his outfit should be.
104.
„Nafnið ‚Icelander‘ auðkennir þig betur en nokkurt flagg mundi gjöra,“ sagði Gyðingurinn, „og blái liturinn á búning þínum er góður, því að blái liturinn örvar, en hvíti liturinn þreytir, og rauði liturinn hefir deyfandi áhrif á allt, nema nautgripi og vitfirringa.“
“The name ‘Icelander’ defines you better than any flag,” said the Jew, “and the blue colour of your outfit is good, because blue stimulates while white makes one tired, and red has a numbing effect on everything except cattle and madmen.”
105.
Þegar menn komust að því, að Hrólfur var Íslendingur, var farið að veita honum ofurlitla eftirtekt. En engum, nema Gyðingnum, datt til hugar, að hann mundi endast að hlaupa tuttugu og sex mílur í einum spretti, og það í brenanndi sólarhita, hvað þá heldur að hann mundi ná verðlaunum. Og jafnvel sumir kenndu í brjósti um hann fyrir að vera svo fávís að gefa sig í aðra eins eldraun.
When the men in the race found out that Hrólfur was an Icelander, they started to pay a little attention to him. But no one except the Jew thought that Hrólfur would last for twenty-six miles in one go under the scorching sun, let alone that he would get a prize. Some even pitied him for being so foolish as to go through such an ordeal.
106.
„Heldurðu að það sé til nokkurs fyrir þig að reyna þetta?“ sagði Leblanc hinn franski við Hrólf nokkru áður en byrjað var.
“Do you think there’s any point in you trying this?” the Frenchman Leblanc asked Hrólfur just before the race started.
107.
„Ég býst við, að það verði til lítils,“ sagði Hrólfur, enda hafði hann litla von um að vinna.
“I don’t expect there’s much point to it," said Hrólfur, as he held little hope of winning.
108.
„Það er skömm að því, að honum skuli hafa verið komið til þess,“ sagði Englendingur, sem stóð þar nærri. „Og hann hefir engan haft til að æfa sig, nema eldgamlan Gyðing, sem ekkert skyn ber á slíkar æfingar. Það er skömm að því, segi ég, að fara svona með grænan útlending!“
“It’s a shame that he doesn’t stand a chance,” said an Englishman who was standing nearby. “And he had no one to train him, except for an ancient Jew who has no clue about such training. It’s a shame, I say, to treat a green foreigner like this!”
109.
„Látum þennan útlending vera,“ sagði Flanigan, írski göngugarpurinn. „Hann á tvo laglega fótleggi og hefir fullan rétt til að reyna þá. Hver veit, hvað hann kann að geta pjakkað með þeim?“
“Leave this foreigner be,” said Flanigan, the Irish champion. “He has two good legs and every right to try. Who knows how far he can stumble?”
110.
„Já, en það er skömm að því, að enginn, sem vit hefir á, skuli hafa sýnt honum grundvallarreglurnar í almennu kapphlaupi. Það er hrein og bein skömm að því. Hver veit, hvað hann hefði annars getað?“
“Yes, but it’s a shame that no one who knows anything about it showed him the basic rules of competitive running. It’s just a shame. Who knows what he might’ve achieved otherwise?”
111.
„Mér sýnist þessi Íslendingur alveg eins líklegur til að verða fyrstur til borgarinnar sem nokkur annar í þessum hóp,“ sagði herra Campbell hinn skozki. Hann hafði um stund horft á Hrólf og virt hann fyrir sér með mikilli gaumgæfni. „Mín spá er sú, að einhverjum okkar þyki hann vera nógu vel að sér í íþróttinni áður en lýkur.“
“This Icelander has just as good a chance to be the first one back to the city as anyone else in this crowd, methinks,” said the Scot, Mr. Campbell. He had been observing Hrólfur for a while and looking at him with great interest. “My prediction is that by the end of the race, some of us will think he’s doing well enough.”
112.
Leblanc hló.
Leblanc laughed.
113.
„En það er skömm að því, þrátt fyrir allt,“ sagði Englendingurinn og gekk snúðugt í burtu.
“It’s still a shame, nonetheless,” said the Englishman, and walked away haughtily.
114.
„Vertu öruggur, Íslendingur, hvað sem á gengur,“ sagði herra Campbell og brosti, „og taktu í dag á öllu, sem þú átt til, því að hér er enginn annars bróðir.“
“Rest assured, Icelander, whatever happens,” said Mr. Campbell and smiled, “and do your best today, because here, it’s every man for himself.”
115.
Hrólfur leit framan í hann, og sá að hann átti þar vin, sem herra Campbell var. Og eftir það var hann vonbetri, því að hingað til hafði hann verið hálfkvíðinn og talið sér ósigurinn vísan, þrátt fyrir fortölur Gyðingsins, sem alltaf reyndi að fullvissa hann um, að hann ynni þriðju verðlaunin.
Hrólfur looked at his face and saw that he had a friend in Mr. Campbell. After that he was more hopeful. Until then he had been a bit nervous and considered his defeat inevitable, despite the Jew, who always tried to reassure him that he would win the third prize.
116.
Hálfri stundu áður en lagt var af stað, skoðaði Gyðingurinn Hrólf í krók og kring, lagaði skyrtuna á honum, gætti að því, hvort buxurnar væru vel rúmar um mittið og mjaðmirnar, hvort skórnir væru mátulega reimaðir og þrengdu hvergi um of að fótunum, bar smyrsl á kálfana á honum og hnjáliðina, sem voru berir, því að buxurnar náðu tæplega ofan á hnén, og sokkarnir aðeins upp á öklaliðina. Hann bar líka smyrsl á handleggina og axlaliðina, af því að skyrtan var ermalaus og hálsmálið vítt, svo að hálsinn var ber, og eins efri hluti bringunnar.
Half an hour before the race started, the Jew examined Hrólfur from all sides, straightened up his shirt, and made sure his shorts were loose enough around his waist and hips and that his shoes were well laced up but not too tight anywhere on his feet. The Jew then applied ointment to his calves and knees, which were bare because his shorts barely covered the tops of his knees and his socks only came up to his ankles. He also applied the ointment to Hrólfur’s arms and shoulders, because the shirt was sleeveless and had a wide neck so his throat was bare as was the upper part of his chest.
117.
„Þessi smyrsl halda liðamótunum liðugum og mýkja vöðvana,“ sagði Gyðingurinn. „Og eins verja þau þig fyrir sólbrúna. En smyrslin þau arna kosta peninga, drengur minn. Allt kostar það ærna peninga, sem verða að borgast á sínum tíma.“
“These ointments keep the joints strong and soften the muscles,” said the Jew. “And also protect you against sunburn. But these ointments here cost money, my boy. All this costs a considerable amount of money, which must be paid back when the time comes.”
118.
Svo fékk hann Hrólfi tvö lítil, sívöl glös.
He also gave Hrólfur two small, cylindrical bottles.
119.
„Á þessum glösum skaltu halda sínu í hvorri hendi,“ sagði hann, „það er léttara, eða viðkunnanlegra, að kreppa fingurna utan um eitthvað, þegar maður er á göngu. Glös þessi eru ekki brothætt, og þau eru sívöl og létt og þyngja ekki. Í þeim er tært uppsprettuvatn og nokkrir dropar af sítrónusafa. Þú skalt því dreypa á glösunum og væta varirnar við og við, þegar þú ferð að verða þyrstur, og varir þínar taka að skrælna. Og þó að lítið sé í glösunum, geturðu samt treint þér það lengi, sem í þeim er, ef þú aðeins vætir varirnar og tunguna í hvert sinn. Með öðrum orðum: dreyptu á oft og lítið í senn.“
“You’ll hold these bottles, one in each hand,” he said, “it’s easier, or more pleasant, to clench your fingers around something when you’re running. These bottles aren’t going to break, and they’re rounded and light and will not weigh you down. There’s clear spring water and a few drops of lemon juice in them. Sip the water and wet your lips every once in a while, when you start to get thirsty and your lips dry out. And even though there is just a little in the bottles you can still make it last for a long time, if you only wet your lips and tongue each time. In other words: sip often, and only a little at a time.”
120.
Hann bað Hrólf að hlaupa ekki mjög hratt í fyrstu, og hlaupa aldrei eins hratt og hann gæti, fyrr en undir það síðasta, og umfram allt, að gefast aldrei upp, nema aldrei staðar, lina aldrei á sprettinum, fyrr en hann væri kominn alla leið.
He asked Hrólfur not to run too fast at first, and never to run as fast as he could, not until the last moment, and, above all, to never give up, never stop, never ease up in his sprint, before he had reached the finish line.
121.
„Þú vinnur,“ sagði Gyðingurinn að síðustu. „Þú vinnur þriðju verðlaun, eins sannarlega og ég er Gyðingurinn Sebúlon Goldenstein. Í kvöld áttu hundrað dali í vasanum. Hafðu það í huganum alla leiðina. Hundrað dalir! Það er mikið fé. Í dag byrjar þú þinn auðnuferil. Þú verður gæfumaður!“
“You’re going to win,” said the Jew at last. “You’re going to win the third prize, for I am the Jew Sebulon Goldenstein. Tonight you’ll have a hundred dollars in your pocket. Keep that in mind all the way. A hundred dollars! That’s a lot of money. Today you begin your path to fortune. You’ll become a blessed man!”
122.
Hrólfur lofaði að fylgja ráðum hans og bregða ekki út af í neinu, en kvaðst þó efa það, að sér tækist að vinna verðlaun í þessu kapphlaupi.
Hrólfur promised to follow his advice and not change anything, but he said he doubted that he could succeed and win a prize in this race.
123.
Gyðingurinn tók nú við fötum þeim, sem Hrólfur hafði verið í norður til þorpsins. Steig hann því næst upp í léttivagn sinn og hélt af stað, og gat þess um leið, að Hrólfur mundi verða var við sig af og til á leiðinni. Hann ætlaði að fara á undan og bíða í þorpi einu, sem var um tíu mílur í burtu. En leið kapphlaupamannanna lá í gegnum það þorp.
The Jew went north to the village and took with him the clothes that Hrólfur had been wearing. He then climbed into his carriage and drove away, mentioning that he would make Hrólfur’s presence known wherever he stopped on his way. The Jew was going to go ahead and wait in a village that was about ten miles away. The route of the race went through that village.
124.
Nokkru áður en kapphlaupið byrjaði vildi það slys til, að Englendingurinn, herra Smith, sem áður er nefndur, rasaði í stiga í hótelinu, sem hann hafði haldið til í, og meiddist hann í hægra fæti. Og þó að meiðslið væri ekki mikið, var það nóg til þess, að ómögulegt var að hann gæti tekið þátt í kapphlaupinu, og þótti öllum það illa farið, því að hann var áreiðanlega einn með þeim allra frískustu í þessum hóp og drengur hinn bezti, og þar að auki eini Englendingurinn, sem ætlaði að reyna sig þann dag. Honum þótti mjög fyrir því, að svona tókst til, og hefði að líkindum lagt af stað, þrátt fyrir þetta slys, ef vinir hans hefðu ekki aftrað honum frá því, eins og rétt var, því að töluverðar þroti var í fætinum um öklann. Hann sat því eftir og þótti mikið um það, eins og vonlegt var.
A short while before the race began, an accident happened: the Englishman, Mr. Smith, who was mentioned before, stumbled on the stairs in the hotel where he was staying, and hurt his right foot. And even though the injury was not serious, it was enough to make it impossible for him to run the race, and it seemed unfortunate to everyone because he was without a doubt one of the very healthiest in this group and a good sport, and, moreover, the only Englishman who was going to compete that day. He felt very sorry about what happened and would in all likelihood have set off despite the accident if his friends had not prevented him, as was right, because there was significant inflammation in the foot around the ankle. So he stayed behind and felt sorry about it, as was understandable.
125.
Og nú voru þeir því aðeins tuttugu, mennirnir, sem áttu að þreyta þetta kapphlaup.
And now there were only twenty men in the race.
126.
Fimm mínútum áður en klukkan var tvö eftir hádegið, var mönnunum raðað í tvær fylkingar, kippkorn fyrir sunnan þorpið. Að baki þeim voru átta ríðandi menn, sem áttu að fylgja þeim alla leið og sjá um, að öllum reglum væri hlýtt. Og þar fyrir aftan voru nokkrir ökumenn, með hesta og léttivagna, sem áttu að liðsinna þeim, sem kynnu að gefast upp á leiðinni fyrir þreytu sakir eða annarra óhappa.
Five minutes before the clock struck two in the afternoon, the men were divided into two rows a short distance south of the village. Behind them were eight men on horseback who were to follow them all the way and make sure that all rules were obeyed. And there at the back were a few drivers, with horses and carriages, who were to aid those who might give up during the race due to exhaustion or other misfortunes.
127.
Hrólfur var í miðri aftari fylkingunni. Það var dálítill óstyrkur á taugum hans í fyrstu, á meðan hann stóð þar hreyfingarlaus. En sá óstyrkur hvarf von bráðara.
Hrólfur was in the middle of the second row. He was feeling somewhat nervous at first, while he was standing still. But this nervousness disappeared quickly.
128.
Þegar klukkan var tvö, gekk aldraður maður fram fyrir hópinn og las upphátt og snjallt reglugjörð þá, sem snerti kapphlaupið. Að því búnu var skotið af skammbyssu, og í sama vetfangi þeystust þessir tuttugu fóthvötu menn fram á veginn í áttina til borgarinnar.
At two o’clock, an old man walked to the front of the group and read out the rules of the race. Then, a shot was fired from a pistol, and at the same moment the twenty fleet-footed men darted off in the direction of the city.
129.
Kapphlaupið var byrjað en ekki endað.
The race was started, but it was far from over.
130.
Fyrstu fimm mílurnar voru fljótfarnar, því að mennirnir voru enn óþreyttir og sá hluti leiðarinnar tiltölulega sléttur og greiður yfirferðar. En aftur á móti var sólarhitinn brennandi, ekkert ský á lofti, ekki minnsti vindblær, og hvergi bar skugga á veginn, þó að hann lægi víða í gegnum breið og þykk skógarbelti, því að sólin var enn svo hátt á lofti.
The first five miles went quickly, as the men were not yet tired and that part of the route was relatively flat and easily passable. But it was scorching hot, without a single cloud in the sky, nor the slightest breeze. The sun was still so high in the sky that it cast no shadows on the road, not even where it ran through long stretches of dense woods.
131.
Hitinn var átakanlegastur fyrir Hrólf, því að hann var honum lítt vanur. Hann var búinn að vera tæp 2 ár í landinu. Hann stóð því verr að vígi en keppinautar hans, sem allir voru fæddir og uppaldir í þeim löndum, þar sem hitinn er meiri en á Íslandi. Og sumir þeirra höfðu dvalið um hríð bæði í Indía og í Ástralíu. Enda fann Hrólfur það þegar í byrjun, að hann mundi örmagnast á leiðinni, ef ekki kæmi vindblær, eða ský drægi fyrir sól.
The heat was the biggest shock for Hrólfur, as he was little used to it. He had not even been in the country for two years. Because of that, he was playing with a handicap against his fellow competitors, who had all been born and raised in warmer countries than Iceland. Some of them had even stayed for a while in both India and Australia. At the beginning, Hrólfur even felt as though he would faint from exhaustion if a breeze did not come or a cloud did not cover the sun.
132.
Við enda fimmtu mílunnar var ítalskur maður fremstur og hljóp léttilega. Kippkorn á eftir honum var Lebanc [sic] hinn franski, Flanigan (Írlendingurinn) var hinn þriðji í röðinni, og Campbell sá fimmti. Á milli hans og Flanigans var stórvaxinn Svíi, sem að sönnu hljóp vel og hvatlega, en var auðsjáanlega alltof þungur maður til að endast til lengdar á svona hröðu hlaupi. Á eftir Campbell komu hinir í smáhópum, — tveir og þrír saman, — og hlupu hlið við hlið, eða hver á eftir öðrum. En Hrólfur var aftastur, og var fullur fjórðungur mílu í milli hans og þess, sem fremstur var. Hann vildi ekki strax í byrjun hlaupa eins hratt og hann gat, — hann fylgdi í því sem öðru ráðum Gyðingsins, — og að líkindum hafa hinir ekki heldur farið eins geyst af stað og þeir gátu, en samt fóru þeir svo hratt, að Hrólfur þóttist verða að hafa sig næstum allan við, til þess að vera ekki lengra en sem svaraði faðms lengd á eftir nítjánda manninum í röðinni.
At the end of the fifth mile, an Italian man was in the lead and running lightly. A stone’s throw behind him was the Frenchman Leblanc, while Flanigan (the Irishman) was third and Campbell fifth. Between him and Flanigan was a tall Swede who was running well and vigorously, but he was obviously too heavy to last a long time at that pace. After Campbell came others in small groups—two and three together—who ran abreast or one after the other. But Hrólfur was last, and there was a full quarter of a mile between him and the first runner. He did not want to run as fast as he could right away; he followed this as well as the other advice from the Jew. In all likelihood the others had not started out as fast as they could either, though they still ran so fast that Hrólfur felt like he had to use almost all of his strength in order to keep no more than a fathom behind the nineteenth man.
133.
Á sjöttu mílunni fann Hrólfur til verkjar undir vinstri síðunni, og hélt hann, að þá væri þegar úti um sig. En litlu síðar svitnaði hans töluvert, og um leið hvarf verkurinn algjörlega. Nokkru síðar hljóp hann um stund samsíða ungum Svisslending. En Svisslendingurinn komst aftur fram fyrir hann og tvo þá næstu, svo að Hrólfur varð enn sá aftasti. — Það var á síðari hluta sjöundu mílunnar.
At the seventh mile Hrólfur felt a pain in his left side, and he thought that the race was already over for him. But a moment later he sweated considerably, and at the same time the pain disappeared entirely. A little later he ran for a while next to a young Swiss. But the Swiss got ahead of him again and ahead of the next two runners, so that Hrólfur became the last one again. This was in the latter part of the seventh mile.
134.
Á níundu mílunni hrasaði maðurinn, sem var næstur á undan honum. Um leið komst Hrólfur fram fyrir hann en varð aftur sá aftasti eftir fáar mínútur. Það var eins og allir hefðu komið sér saman um það, að láta hann alltaf vera aftastan.
At the ninth mile the man who was directly ahead of him stumbled. Hrólfur got ahead of him then, but was again the last one after a few minutes. It was as if everyone had agreed on making him always be the last.
135.
Á tíundu mílunni var farið í gegnum þorpið, þar sem Gyðingurinn beið. Þar var fyrir fjöldi fólks, og stóðu menn og konur í þéttum röðum báðum megin við veginn, og margir hrópuðu og kölluðu og töluðu hughreystingarorðum til ýmissa af kapphlaupamönnunum, einkum til þeirra Lebanc [sic], Flanigans og Campbells.
At the tenth mile the race went through the village where the Jew was waiting. There were crowds of people, and men and women were lined up close along both sides of the road, and many shouted and called and said words of encouragement to various runners, especially Leblanc, Flanigan, and Campbell.
136.
„Hertu þig, Lebanc! [sic]“ sögðu nokkrir.
“Get a move on, Leblanc!” called some.
137.
„Þú kemst bráðum á undan, Campbell minn góður!“ sögðu margir, því að þar var fjöldi af Skotum.
“You’ll soon get ahead of him, Campbell!” called others, because there were many Scots.
138.
„Mundu eftir gamla Írlandi, Flanigan!“ hrópuðu enn aðrir. „Þú ert maðurinn! Þú ert sannur Íri! Húrra! Þrefalt húrra fyrir gamla Írlandi!“
“Remember old Ireland, Flanigan!” shouted yet others. “You’re the man to do it! You’re a true Irishman! Hooray! Three cheers for old Ireland!”
139.
„Húrra fyrir England!“
“Hooray for England!”
140.
„Húrra fyrir Skotland!“
“Hooray for Scotland!”
141.
„Húrra fyrir Þýzkaland!“
“Hooray for Germany!”
142.
„Húrra fyrir Frakkland!“
“Hooray for France!”
143.
„Húrra, húrra, húrra!“ var hrópað úr öllum áttum. Allir hrópuðu húrra, nema Gyðingurinn. Fyrir flestum löndum Norðurálfunnar var hrópað þrefalt húrra, nema Íslandi. Það var enginn, sem óskaði syni þess frægðar og frama, nema Gyðingurinn, en hann lét það ekki í ljósi. Það var enginn, sem talaði til Hrólfs uppörvunarorðum, nema þessi gamli Gyðingur, en hann lét engan heyra þau orð nema Hrólf.
“Hooray, hooray, hooray!” was shouted from all directions. Everyone shouted hooray, except the Jew. Hooray was shouted three times for most European countries, except for Iceland. There was no one who wished its son fame and glory except the Jew, but he did not show it. There was no one who would offer Hrólfur words of encouragement, except the old Jew, but he did not let anyone except Hrólfur hear those words.
144.
„Þú kemst bráðum fram fyrir þá,“ sagði Gyðingurinn við Hrólf og hljóp nokkur skref við hlið hans. „Flestir hinna gefast upp innan skamms. Þeir hafa ekki kunnað sér hóf, — fóru alltof geyst af stað. Farðu aldrei hraðara en þetta, fyrr en allra síðast, ef þú mátt þá til og hefir krafta til þess. Haltu höfðinu ögn hærra, og mundu það að anda aldrei um munninn, heldur eingöngu um nefið. Krepptu handleggina dálítið meira, og haltu þeim ekki alveg svona langt frá síðunum. — Já, svona. — Þú vinnur, drengur minn, þú vinnur þriðju verðlaunin!“
“You’ll get ahead of them soon,” said the Jew to Hrólfur, and ran beside him for a few steps. “Most of the others will give up before long. They have no self-control—they started off much too fast. Never run faster than this, not until the very end, if you have to and if you have the strength for it. Hold your head a bit higher, and remember to never breathe through your mouth but instead only through your nose. Bend your arms a little more, and don’t hold them quite so far from your sides—yes, like this. You’re going to win, my boy, you’re going to win the third prize!”
145.
Að því mæltu hljóp Gyðingurinn aftur inn í mannþröngina.
Having said that, the Jew ran back into the crowd.
146.
Enn var Ítalinn á undan, Leblanc næstur honum, Flanigan þar næstur, Svíin sá fjórði og Campbell fimmti maðurinn í röðinni. En Hrólfur var aftastur eins og áður, og nú var þriðjungur mílu í milli hans og Ítalans. Svisslendingurinn var óðum að herða sig, og Norðmaður, sem áður var með þeim öftustu, var nú kominn á hælana á Campbell og sótti fast fram. — Enginn var orðinn mjög þreyttur enn, svo að sjáanlegt væri, en af mörgum rann og bogaði svitinn, og margir hertu sig óþarflega mikið, á meðan þeir voru að fara í gegnum þorpið. Hróp og hugreystingarorð fólksins verkaði á marga eins og áfengur drykkur, og lét þá í svipinn taka á öllu því, sem þeir höfðu til, lét þá gleyma því, að þeir áttu eftir það erfiðasta af skeiðinu. Þess vegna gáfust sumir upp fyrr en ella.
The Italian was still in the lead, with Leblanc after him, Flanigan next, the Swede fourth, and Campbell fifth. But Hrólfur was last like before, and now there was a third of a mile between him and the Italian. The Swiss was gaining on the others fast, and the Norwegian, who had earlier been among the last ones, was now on Campbell’s heels and advancing. No one looked too tired yet, but many were dripping with sweat, and many were tiring themselves out unnecessarily while they were running through the village. The shouting and encouragement from the spectators had much the same effect on many of the runners as alcohol might: it made them use all the strength they had and made them forget that the most difficult part was still ahead. Because of that, some gave up sooner rather than later.
147.
„Hver er þessi í bláu fötunum, sem aftastur er?“ sagði einn af þorpsbúunum, „og hvað er þetta, sem skrifað stendur á brjóstinu á honum?“
“Who’s this one in blue, the one furthest back?” asked one of the villagers, “And what is that written on his chest?”
148.
„Ég veit það ekki,“ sagði annar, „en það verðist vera orð, sem byrjar á ís. Annaðhvort er þessi maður Íslendingur, eða þá ís-sali, — maður, sem selur ís, en hvortveggja er þó næsta ólíklegt.“
“I don’t know,” said another, “but it seems to be a word that starts with ‘Ice.’ This guy’s either an Icelander or an ice seller—a man who sells ice—but both seem pretty unlikely.”
149.
„Hann gefst bráðum upp, þessi þarna á bláu buxunum,“ sagði stór og illúðlegur maður í mannþrönginni. Hann var gamall hestaprangari frá Trúró.
“He’s going to give up soon, this one here in the blue shorts,” said a large and belligerent-looking man in the crowd. He was an old horse trader from Truro.
150.
„Hver gefst bráðum upp?“ sagði Gyðingurinn, sem stóð þar skammt frá og þekkti prangarann.
“Who’s going to give up soon?” asked the Jew, who was standing nearby and knew the trader.
151.
„Nú, mannræfillinn, sem aftastur er,“ sagði hestakaupmaðurinn. „Hann kann ekki að hlaupa.“
“Well, that poor fellow in last place,” said the horse trader. “He can’t run.”
152.
„Heldurðu að hann gefist bráðum upp?“
“Do you think he’s going to give up soon?”
153.
„Já, ég skal veðja hundrað dölum á móti tíu, að hann nær ekki neinum af verðlaununum í þessu kapphlaupi,“ sagði hestakaupmaðurinn þóttalega.
“Yeah, I’ll bet a hundred dollars against ten that he won’t get any of the prizes in this race,” said the horse trader haughtily.
154.
„Ég skal leggja fram þessa tíu dali á móti þínum hundrað,“ sagði Gyðingurinn og tók tíu-dala seðil úr vasa sínum.
“I’ll see these ten dollars against your hundred,” said the Jew and took a ten-dollar bill out of his pocket.
155.
„Vel og gott!“ sagði kaupmaðurinn, „ég stend við orð mín. Við skulum strax fela úrsmiðnum þarna peningana til geymslu. En þú sérð aldrei þenna tíu-dala seðil þinn aftur!“
“Alright!” said the trader. “I’m a man of my word. Let’s give the money to the watchmaker for safekeeping right away. But you’ll never see this ten-dollar bill of yours again!”
156.
„Ég hefi þá einhvern tíma áður tapað öðru eins,“ sagði Gyðingurinn.
“Wouldn’t be the end of the world,” said the Jew.
157.
Þegar þeir voru búnir að slá þessu föstu, og úrsmiður þorpsins hafði tekið við fénu til geymslu, steig Gyðingurinn upp í vagn sinn og ók til næsta þorps, sem var á leið kapphlaupamannanna, en fór styttri leið en þeir.
When they had struck the deal and the town’s watchmaker had taken the money for safekeeping, the Jew climbed into his carriage and drove to the next village, which was on the route of the runners, but he took a shorter way there than they did.
158.
Og kapphlaupamennirnir héldu áfram viðstöðulaust.
And the runners carried on without stopping.
159.
Á elleftu mílunni dróst Hrólfur lengra aftur úr en áður, og kom það til af því, að flestir hinna höfðu greikkað sporið, meðan þeir fóru í gegnum þorpið, en Hrólfur ekki. — Í byrjun tólftu mílunnar fóru að koma brekkur hvað eftir annað, og sumar allbrattar, því að leiðin lá nú um land, sem var mjög hólótt. Og nú fór Hrólfur brátt að draga þá uppi, sem aftastir voru, þó að hann færi ekki hraðara en áður.
At the eleventh mile, Hrólfur was lagging behind even more than before because most of the others had stepped up the pace while they were running through the village, but Hrólfur had not. At the beginning of the twelfth mile, hills started to appear from time to time, and some of them were very steep, because the route now wound through rolling hills. And now Hrólfur started catching up with the ones in the back even though he was not running faster than before.
160.
Á þrettándu mílunni voru fimm af keppinautum hans orðnir spölkorn á eftir honum, og hafði hann komizt fram hjá þeim öllum í fyrstu brekkunum. Og hann fór nú brátt að taka eftir því, að honum veitti léttara en flestum hinna að hlaupa upp brekkurnar. — Á fjórtándu mílunni var alltaf stöðugt að smástyttast milli hans og hinna fremstu, og fleiri og fleiri að verða á eftir honum.
At the thirteenth mile, five of his fellow runners were already a short distance behind him, and he passed them all in the first hills. He had quickly realized that it was easier for him than most others to run up the hills. At the fourteenth mile, the gap between him and the first few runners was steadily closing, and more and more of them were behind him.
161.
Við enda fimmtándu mílunnar var sú breyting komin á að Leblanc var kominn á undan, en Flanigan næstur á eftir honum, og Campbell sá þriðji í röðinni, og hlupu þeir allir rösklega og léttilega eins og þeir væru rétt að byrja. Norðmaðurinn var enn á hælunum á Campbell, og Svíinn fáa faðma á eftir. En Ítalinn var dottinn úr sögunni. Hann hafði farið of geyst í fyrstu, fengið blóðnasir og orðið að gefast upp.
At the end of the fifteenth mile the order changed, so that Leblanc was leading, Flanigan was next, and Campbell third. They were all running briskly and lightly, as if they were just getting started. The Norwegian was still on Campbell’s heels and the Swede a few fathoms behind them. The Italian, though, was out. He had run too fast at first, started bleeding from his nose, and was forced to give up.
162.
Hrólfur hljóp alltaf með sama hraða. En hitinn þvingaði hann ákaflega, og þorsti tók að sækja á hann, og fór hann nú við og við að dreypa á glösunum til að væta tunguna ofurlítið, því að hún vildi fara að límast við góminn. Hann fór nú að kvíða því, að hann mundi þá og þegar örmagnast af hita og þorsta. Þar við bættist líka, að iljar hans fóru að verða sárar, og hann kenndi sárt til í hvert sinn, er hann steig á smáköggul eða steinmola. Honum fannst úr þessu, að hann hlaupa ósjálfrátt — en þó með harmkvælum — eins og fæturnir hreyfðust eingöngu af krampateygjum, sem væru í öllum vöðvunum í fótleggjum hans, — hreyfðust stjórnlaust eins og útlimir manns, er fengið hefir kölduflog, eða tekið hefir inn of stóran skammt af strychnin.
Hrólfur had run the whole race at the same speed. But the heat was exhausting him, and thirst started to get to him, so he began sipping from the bottles from time to time, to wet his tongue a little, as it was starting to stick to his palate. He now started to worry that he would faint from heat and thirst at any moment. On top of that, the soles of his feet started to hurt, and he felt pain any time he stepped on a little clod of dirt or a pebble. This made him feel as if he were running mechanically, and yet with great difficulty, as if his feet were only moving because of the muscle spasms he was feeling all over, and his limbs moved uncontrollably like someone shaking with fever or an overdose of strychnine.
163.
Á sautjándu mílunni kallaði einhver til Hrólfs og sagði honum, að hann væri nú sjötti maðurinn í röðinni, og að hann væri tæpan þriðjung mílu á eftir þeim, sem fremstur færi. Þetta var í fyrsta skipti á leiðinni, að hann hafði verið ávarpaður af öðrum en Gyðingnum, og það hughreysti hann ofurlítið. Nokkru síðar sá hann Gyðinginn á ný. Hann sat nú á hestbaki og reið utan við veginn, kallaði við og við til Hrólfs, og hafði alltaf gætur á honum úr þessu.
At the seventeenth mile someone shouted at Hrólfur and told him that he was now in sixth place, and that he was less than a third of a mile behind the leaders. This was the first time that he had been addressed by someone other than the Jew, and it comforted him a little. Soon after that, he saw the Jew again. He was now on horseback and rode along the road, calling out to Hrólfur from time to time and keeping an eye on him that way.
164.
Gyðingurinn hafði komið við í hverju þorpi, sem var á leiðinni, og hafði á laun veðjað við ýmsa um það, að maðurinn á bláu buxunum hlyti þriðju verðlaunin. Fyrst veðjaði hann tíu dölum á móti hundrað, svo fimmtíu á móti hundrað, þar næst hundrað á móti hundrað, og síðast hundrað á móti tíu.
The Jew had come to every village along the route, and had secretly placed bets with several people that the man in the blue shorts would win the third prize. First, he bet ten dollars against a hundred, then fifty against a hundred, next hundred against a hundred, and, finally, a hundred against ten.
165.
Á átjándu mílunni kallaði hann til Hrólfs.
At the eighteenth mile he called out to Hrólfur.
166.
„Þú hleypur vel og fallega, drengur minn,“ sagði hann. „Þú kemst bráðum fram fyrir spjátrunginn, sem er næstur á undan þér. Þú berð þig bezt af þeim öllum og ert ennþá rjóður í kinnum, en hinir eru fölir sem lík og eru orðnir teknir mjög til augnanna. — Og þarna úr vestrinu kemur sá, sem hressir þig og gefur þér nýjan þrótt.“
“You’re running well and beautifully, my boy,” he said. “You’re soon going to pass the dandy, who’s next ahead of you. You’re doing the best of everyone and your cheeks are still ruddy, but the others have sunken eyes and are pale as death. And over there, from the west, comes the one who refreshes you and gives you new strength.”
167.
Hrólfur leit til vesturs og skildi, hvað Gyðingurinn átti við. — Í vestrinu dró upp þykka skýjabólstra. Úti við sjóndeildarhringinn brá fyrir leiftrum, og ofurlítill andvari kom úr þeirri átt. — Þrumuveður var í nánd.
Hrólfur looked toward the west and understood what the Jew meant. A heavy cloud bank was rolling in from the west. Lighting flashed on the horizon, and a slight breeze came from that direction. A thunderstorm was coming.
168.
Við enda tuttugustu mílunnar var Írinn kominn á undan, og Campbell var kominn á hælana á Leblanc. Hrólfur var nú sá fjórði í röðinni og um hundrað föðmum á eftir Campbell. En á hælum Hrólfs voru þeir Svíinn og Norðmaðurinn og hlupu samsíða.
By the end of the twentieth mile, the Irishman was leading, and Campbell was now hot on Leblanc’s heels. Hrólfur was now in fourth and about a hundred fathoms behind Campbell. But at Hrólfur’s heels were the Swede and the Norwegian, running side by side.
169.
Á tuttugustu og annarri mílunni hljóp Campbell fram fyrir Leblanc, og sótti fast á eftir Flanigan. Litlu síðar gáfust upp tveir menn. Var annar Rússi, en hinn Spánverji.
At the twenty-second mile Campbell passed Leblanc and was quickly gaining on Flanigan. A little later two men gave up. One was a Russian and the other a Spaniard.
170.
Í byrjun tuttugustu og þriðju mílunnar var Hrólfur aðeins örfáa faðma á eftir Leblanc, sem nú hafði ásett sér að láta engan framar komast fram fyrir sig. Og nú byrjaði stríðið milli hans og Hrólfs fyrir fullt og allt. Skammt fram undan var brekka allhá. Þar hugði Hrólfur að reyna að komast fram fyrir hann, og það tókst honum að vísu, en þó með mestu herkjum. Ekki voru þeir fyrr komnir upp á brekkubrúnina, en Leblanc hljóp aftur fram fyrir hann. Við næstu brekku fór á sömu leið. Hrólfur komst þar á undan honum, en þegar upp á brúnina kom, hljóp Leblanc á ný fram fyrir Hrólf. Þannig gekk það um hríð, að Hrólfur var ýmist á undan eða eftir Leblanc, en þó oftar á eftir. — En á meðan þeir áttust þannig við, komst Campbell fram fyrir Flanigan.
At the beginning of the twenty-third mile, Hrólfur was only a few fathoms behind Leblanc, who had now decided not to let anyone pass him anymore. And now the battle between him and Hrólfur began in earnest. A short way ahead was quite a large hill. There, Hrólfur planned to try and pass him, which he did manage to do, albeit with great difficulty. But they had not even come up to the hill-top when Leblanc passed him again. The same thing happened on the next hill. Hrólfur passed him there, but when they reached the top, Leblanc passed Hrólfur again. It went like this for a while, so that Hrólfur was either in front of Leblanc or behind him, although, more often than not, Hrólfur was trailing behind. While they were jostling for position like this, Campbell got ahead of Flanigan.
171.
Og nú byrjaði tuttugasta og fjórða mílan. Borgin blasti við fram undan, þar sem þúsundir manna biðu með óþreyju. Og nú voru aðeins rúmar þrjár mílur eftir. Það var sárt að verða að gefast upp nú, og vera kominn svona langt. En margir urðu að sætta sig við það, og þar á meðal vesalings Leblanc, því að þegar baráttan á milli hans og Hrólfs stóð sem hæst, skall þrumuveðrið á. Vatnið helltist úr loftinu, svo að undrum sætti, og gjörði mennina holdvota á fáum augnablikum. Og regninu fylgdi ofsastormur, sem allt ætlaði um koll að keyra.
And now the twenty-fourth mile began. The city was clearly visible ahead, and thousands of people were eagerly waiting there. With only about three miles left, it would have been painful to have to give up after having come so far. Many were forced to accept defeat, and among them was poor Leblanc, because just when the contest between him and Hrólfur was reaching its peak, the storm broke. Water was pouring down from the sky, so it was no surprise that the men were soaking wet in a few moments. The rain was followed by a violent storm, as if all hell had broken loose.
172.
Um leið var eins og Hrólfur yrði allur annar maður. Nýtt fjör og nýr kraftur færðist allt í einu í lími hans. Hann fylltist von, kjarki og eldlegum móð, sem hann hafði aldrei áður fundið hjá sér þann dag. Hann greikkaði nú sporið og þeysti fram eins og ólmur skeiðhestur. Leblanc varð ekki fyrir sömu áhrifum af regninu sem Hrólfur. Það svalaði honum að sönnu, en það örvaði ekki krafta hans, sem nú voru að þrotum komnir. Hann gjörði nú sína síðustu tilraun, komst sem snöggvast fram fyrir Hrólf, dróst svo strax aftur fyrir hann, komst einu sinni enn á hlið við hann og tók á öllum þeim kröftum, sem eftir voru, og hneig svo allt í einu niður, örmagna af þreytu, við enda tuttugustu og fimmtíu mílunnar. — Hann var svo fluttur í vagni til borgarinnar, hresstist furðu fljótt, bar ósigur sinn karlmannlega og kenndi óveðrinu um.
Then, it was as if Hrólfur turned into a whole different person. He was suddenly energized, with new vitality and new strength. He was hopeful and full of fire and a courage that he had never felt before. He now stepped up the pace and galloped ahead like a fiery racehorse. The rain did not have the same effect on Leblanc as it had on Hrólfur. It cooled him off, to be sure, but it did not revive his strength, which he had now exhausted. He made his one last attempt and passed Hrólfur for a moment, but dropped behind him again right away. Leblanc then caught up with him one final time, mustering every ounce of strength he had left, but then all of a sudden collapsed from exhaustion, at the end of the twenty-fifth mile. He was then brought by carriage to the city, where he recovered surprisingly quickly, took his defeat manly, and blamed the bad weather.
173.
„Nú verðurðu að reyna að komast fram fyrir hann Flanigan,“ sagði Gyðingurinn, þegar hann sá, að Hrólfur var búinn að yfirbuga Leblanc. „Þú ert viss með að ná öðrum verðlaununum með þessu áframhaldi. Þú færð hundrað og fimmtíu dali í gulli eða seðlum. Það er álitleg upphæð, elskurinn minn góður, og þú getur keypt þér dáfallegan hest fyrir það fé. Hugsaðu bara út í það, ljúfurinn minn bezti.“
“Now you have to try to get ahead of Flanigan,” said the Jew when he saw that Hrólfur had defeated Leblanc. “You’re certain to win the second prize at this rate. You’re going to get a hundred and fifty dollars in gold or bills. That’s a handsome sum, my dear boy, and you can buy a splendid horse for that money. Just think of that, dear boy.”
174.
Nú var tuttugasta og sjötta mílan hálfnuð. Campbell var um tuttugu föðmum á undan Flanigan, og Hrólfur fast á hælum hins síðarnefnda. En skammt fyrir aftan þá komu þeir Svíinn og Norðmaðurinn og fóru mikinn, því að regnið hafði haft hressandi áhrif á þá og styrkt taugar þeirra. En allir voru þessir menn orðnir mjög teknir til augnanna og náfölir í andliti. Augun virtust vera langt inni í höfðinu, andardrátturinn var tíður, nasirnar þöndust út, varirnar kipruðust saman, og kraftarnir voru að þrotum komnir. — En áfram héldu þeir viðstöðulaust upp á líf og dauða, að því er virtist.
Now the runners were halfway through the twenty-sixth mile. Campbell was about twenty fathoms ahead of Flanigan, and Hrólfur immediately at the heels of the latter. Shortly behind them were the Swede and the Norwegian, and they were running fast, because the rain had a refreshing effect on them and strengthened their nerves. All these men already had sunken eyes and their faces were deathly pale. Their eyes seemed to be deep in their skulls, their breathing was quick, their nostrils were widening, their lips were sticking together, and they were exhausted. But they kept on going without a break, as though their lives depended on it.
175.
Hrólfur komst nú loksins á hlið við Írann, — það var við enda tuttugustu og sjöttu mílunnar. Þeir hlupu samsíða um stund og neyttu allrar orku. Að lokum dróst Flanigan aftur úr, en gafst þó ekki upp. Hann vonaði að geta unnið þriðju verðlaunin, því að Norðmaðurinn og Svíinn voru enn spölkorn á eftir, en aðeins tvö til þrjú hundruð faðmar eftir að leiðinni. Hann tók því á öllu lífsmagni sínu og hljóp á eftir Hrólfi. Alltaf dundi úr loftinu.
Hrólfur finally caught up with the Irishman. It was at the end of the twenty-sixth mile. They ran side by side for a while and used up all their energy. In the end Flanigan dropped behind again, but he did not give up. He still hoped to come in third, because even though the Norwegian and the Swede were close behind him, there were only two or three hundred fathoms left in the race. So, he used all his strength and ran after Hrólfur. Thunder was still rolling in the sky.
176.
„Sá hlær bezt, sem síðast hlær,“ sagði Gyðingurinn. Hann reið alltaf utan við veginn og hafði nánar gætur á hverri hreyfingu Hrólfs.
“He who laughs last, laughs longest,” said the Jew. He always rode along the road and closely watched Hrólfur’s every move.
177.
Þegar hundrað faðmar voru eftir, var Hrólfur á að gizka þrjá faðma á eftir Campbell. Þeir tóku nú á öllu, sem þeir höfðu til, beittu öllum lífs og sálar kröftum eins og framast var unnt. Mannfjöldinn, sem beið í stóra leikskálanum fram undan, gætti nú að þeim, sem þá þokast nær og nær, og greindi merkin á brjóstum þeirra þriggja, sem á undan sóttu.
When there were only a hundred fathoms left, Hrólfur was roughly three fathoms behind Campbell. They now fought with all their might, putting their hearts and souls into it. The crowds, waiting in the large stadium, were now able to see those who were approaching closer and closer, and to distinguish the labels on the chests of the three who were leading.
178.
Nú laust upp ópi miklu. Sumir hrópuðu á Írann, og enn fleiri á Skotann, og báðu þá að halda uppi heiðri feðranna frægu og ættjarðarinnar. En enginn, nema Gyðingurinn, reyndi að kveða þrek og kjark í Hrólf. Og Hrólfur fann til þess, — fann að hann var einn síns liðs. „framandi maður í framandi landi,“ en var nú að reyna að halda uppi heiðri sinnar litlu, fátæku þjóðar, og lagði fram alla lífs og sálar krafta til þess. Honum fannst nú, að sér mundi aukast þróttur, ef hann heyrði, þótt ekki væri nema eina einustu íslenzka rödd tala til sín hughreystingarorð á móðurmáli sínu. Hann varð þess var, að hróp mannfjöldans hafði frískandi áhrif á Írann og Skotann, en dró þrótt úr honum.
They were met with huge cheers. Some people were shouting at the Irishman, even more at the Scot, and they all shouted at the runners to uphold the glory of their famed ancestors and motherlands. But no one except the Jew cheered for Hrólfur, and Hrólfur knew it. He was acutely aware that he was all alone—“A stranger in a strange land”—but he was now trying to uphold the glory of his poor little nation, and putting his heart and soul into it. He thought that he might find some untapped strength if he heard even a single Icelandic voice speaking words of encouragement to him in his mother tongue. He was aware that the shouting of the crowd had a refreshing effect on the Irishman and the Scot, but it drained him of his strength.
179.
En allt í einu heyrðist honum einhver skammt frá sér hrópa með skærri unglings-rödd:
But all of a sudden he heard someone close to him call out in a clear and youthful voice:
180.
„Eldgamla Ísafold, ástkæra fósturmold!“
“O ancient Iceland strand, heart’s dearest foster-land!”
181.
Var þetta ímyndun hans? Eða var einhver Íslendingur í mannþyrpingunni? Hver gat sagt um það? En það var eins og rafmagnsstraumur færi um hann allan. Hann tók snöggt viðbragð og herti sig allt hvað hann gat. Það styttist alltaf meir og meir í milli hans og Campbells. Þumlung fyrir þumlung þokaðist hann nær honum. Og óðum færðust þeir nær og nær hvítu snúrunni, er lá yfir veginn, þar sem skeiðið endaði. — Einn faðmur varð í milli þeirra, svo ein alin, eitt fet, einn þumlungur. Þeir hlupu samsíða, streittust við, skjögruðu eins og drukknir menn, og sogið í lungum þeirra heyrðist langt frá. Þeir glæddu síðustu fjörneistana, sem til voru í þeim, — neistana, sem þeir höfðu treint sér og geymt til þessarar stundar, — neistann, sem þeir höfðu aldrei þorað að blása á, fyrr en nú. Og nú eyddu þeir honum. Á fáum augnablikkum kólnaði hann út, — og um leið stigu þeir báðir yfir línuna, — báðir á sama augnablikinu. Í sama vetfangi laust upp miklu fagnaðarópi. Menn flykktust utan um þá, báru þá afsíðis og hjúkruðu þeim.
Was this his imagination? Or was there an Icelander in the crowd? Who could tell? But it was as if an electric current flowed through his entire body. He suddenly charged ahead, increasing his speed as much as he could. The distance between him and Campbell was shrinking more and more. He was catching up with him inch by inch. And they were getting closer and closer to the white string across the road that marked the finish line. There was only a fathom between them, then an ell, a foot, an inch. They ran side by side, struggling along, staggering as if they were drunk, and their gasping for breath could be heard from far away. They kindled the last sparks of their energy—the sparks they had been saving, preserving for this moment—the sparks they had never dared to fan to flame, until now. And now their strength was spent. It died in an instant, just as they both crossed the line—both at the same moment. Loud cheers erupted. People swarmed them, carried them to the side, and looked after them.
182.
Og dómnefndinni bar saman um það, að þeir hefðu orðið hnífjafnir, og yrðu annaðhvort að reyna með sér síðar, eða skipta með sér að jöfnu fyrstu og öðrum verðlaununum. Og það kusu þeir heldur. — Þeir höfðu hlaupið alla leiðina á þremur klukkutímum og átta mínútum. Írinn kom tveimur mínútum á eftir þeim, og Norðmaðurinn og Svíinn stuttu síðar, og var Norðmaðurinn lítið eitt á undan. Þóttu þeir hafa sýnt gott úthald.
The judges agreed that they had finished neck and neck, and were either to compete with each other later or divide equally the first and second prizes between them. They chose the latter. They had run the entire race in three hours and eight minutes. The Irishman arrived two minutes behind them, and the Norwegian and the Swede shortly thereafter, with the Norwegian a little ahead. They were all thought to have shown great endurance.
183.
Þannig endaði þetta harðsótta kapphlaup.
This is how this difficult race ended.

III. Konan á tréfætinum

III. The Woman with the Wooden Leg

184.
Það fór eins og Gyðingurinn sagði, að Hrólfur byrjaði sinn auðnuferil þann dag, sem hann þreytti kapphlaupið, því að það fé, sem hann innvann sér í það sinn, gjörði honum mögulegt að festa kaup á tveimur góðum hestum og luktum vagni. Gjörðist hann nú ökumaður í Halifax og fékk nóg að starfa, og var hann búinn að borga hestana og vagninn að fullu innan tíu mánaða eftir að hann byrjaði.
It went like the Jew said, that Hrólfur set out on his path of good fortune the day he competed in the race, because the money he earned made it possible for him to buy two good horses and a closed carriage. He became a driver in Halifax and had enough work, and he paid for the horses and carriage in full within ten months after he started.
185.
Ökumennirnir í Halifax höfðu á þeim árum tvær aðalstöðvar þar í borginni. Önnur var rétt við járnbrautarstöðvarnar, en hin skammt frá lögreglustöðvunum, og hélt Hrólfur sig jafnan nærri hinum síðarnefndu, því að það var við Vatnsgötu hina neðri, þar sem umferð var mest. — Talan á vagni Hrólfs var „64“ og sagði Gyðingurinn, að það væri álitin happatala mikil í Austurlöndum.
Drivers in Halifax at that time had two main stations in the city. One was right by the railway station, and the other was close to the police station, and Hrólfur usually stayed close to the latter, because it was by Lower Water Street where there was the most traffic. The number on Hrólfur’s carriage was “64,” and the Jew said that it was considered a very lucky number in the East.
186.
Hrólfur tók brátt eftir því, að margt af því fólki, sem hann flutti, var á ýmsan hátt mjög einkennilegt og dularfullt, og margt af því var útlent, einkum þjóðverskt og rússneskt. Það var helzt á kvöldin, að þetta útlenda fólk fékk Hrólf til að flytja sig, og iðulega lá leið þess um skuggalegustu göturnar. Og lengi framan af átti hann mjög erfitt með að finna þau hús, sem þetta fólk bað hann um að flytja sig til, því að þau voru oftast í útjöðrum borgarinnar. En hann vandist þessu furðu fljótt og fór að kunna vel við þessi næturferðalög, því að hann hafði mest upp úr þeim. Og þegar fram liðu stundir, gaf hann sig eingöngu við þeim og kom ekki á ökumannastöðvarnar fyrr en um klukkan þrjú og fjögur á daginn. — Um þessar mundir rataði hann í ýmis kynleg og eftirtektarverð æfintýri, og verður hér sagt frá einu þeirra.
Hrólfur soon noticed that many of the people he drove were in various ways very peculiar and mysterious, and many of them foreign—Germans and Russians in particular. It was especially in the evenings when these foreign people got Hrólfur to drive them, and their routes often lay through the most questionable streets. When he first started, Hrólfur struggled to find the houses that people asked him to drive them to because they were usually on the outskirts of the city. But he got used to this surprisingly quickly and started to like these night journeys because he was making the most money on them. As time went by, he began to do only these evening trips, and he did not arrive at the carriage station until three or four o’clock in the afternoon. That is when he encountered various unusual and remarkable adventures, such as the one told here:
187.
Það var einn dag síðla, nokkru eftir að Hrólfur byrjaði þetta starf, að vel búinn maður gekk til hans og heilsaði honum kurteislega.
It was late one day, not long after Hrólfur began this job, when a well-dressed man approached him and greeted him politely.
188.
„Ert þú ekki ökumaðurinn nr. 64?“ spurði maðurinn.
“Aren’t you driver number 64?” asked the man.
189.
„Það er talan á vagninum mínum,“ sagði Hrólfur.
“That’s the number on my carriage,” said Hrólfur.
190.
„Áttu mjög annríkt í kvöld?“ spurði maðurinn.
“Are you very busy tonight?” asked the man.
191.
„Ég er engum störfum bundinn nú sem stendur,“ sagði Hrólfur. „En hvert viltu fara?“
“I don’t have any work arranged so far,” said Hrólfur. “Where do you want to go?”
192.
„Ég þarf ekki á ökumanni að halda fyrir sjálfan mig,“ sagði maðurinn og leit í kring um sig. „Ég kem hingað fyrir unga konu, sem hefir tekið eftir því, að þú ert gætinn ökumaður, og að þú átt stillta hesta. Og hana langar til, að þú flytjir sig í kvöld kippkorn suður fyrir borgina.“
“I don’t need a driver for myself,” said the man and looked around. “I’m here because of a young woman, who has noticed that you’re a careful driver and have calm horses. And she wants you to drive her a short distance in the south end of the city tonight.”
193.
„Hvað heitir konan?“
“What’s the woman’s name?”
194.
„Það má ég ekki segja þér, enda þarftu ekki að vita það. En ég get fullvissað þig um það, að hún borgar þér fyrirhöfn þína vel.“
“I can’t tell you that, and you don’t need to know anyway. But I can assure you that she’s going to pay you well for your trouble.”
195.
„Hvar á hún heima?“
“Where does she live?”
196.
„Það má ég heldur ekki segja þér.“
“I can’t tell you that either.”
197.
„En hvernig á ég þá að geta fundið hana?“
“But then how am I supposed to find her?”
198.
„Hún biður þig að vera til staðar klukkan tíu í kvöld við norðausturhornið á skemmtigarðinum. Hún kemur þangað um það leyti.“
“She’s asking you to be at the north-eastern corner of the park at ten o’clock tonight. She’ll come there around that time.”
199.
„Og hvernig get ég þekkt hana?“
“And how will I recognize her?”
200.
„Hún þekkir vagninn þinn, og mun koma til þín á hinum tiltekna tíma. Hún er auðþekkt á því, að hún gengur á tréfæti.“
“She knows your carriage and will come to you at the arranged time. She’s easily recognizable because she has a wooden leg.”
201.
„Gott og vel,“ sagði Hrólfur, „ég skal vera til taks við norðausturhornið á garðinum, þegar klukkan er tíu í kvöld.“
“Alright,” said Hrólfur, “I’ll be ready at the north-eastern corner of the park at ten o’clock tonight.”
202.
Maðurinn kvaðst vera honum þakklátur, kvaddi hann vingjarnlega og fór sína leið.
The man thanked Hrólfur warmly, said goodbye and went on his way.
203.
Hrólfi fannst ekkert kynlegt við það, þó að maðurinn vildi halda nafni konunnar leyndu. Hann vissi, að ökumenn fluttu daglega menn og konur frá einum stað til annars, án þess að vita nöfn þeirra. Og hann vissi líka, að margur maður og kona vildu fara svo ferða sinna, að sem fæstir vissu af. Það var ekki ökumannsins að grennslast eftir erindi, högum eða nöfnum þeirra manna, sem hann flutti. Allt, sem hann eiginlega varðaði um, var einungis það, hvert ferðinni væri heitið, og að honum væri skilvíslega borguð keyrslulaunin.
Hrólfur did not consider it strange at all, even though the man wanted to keep the name of the woman secret. He knew that drivers drove men and women from one place to another without knowing their names every day. And he also knew that many a man and woman wanted to go where they pleased with as few as possible knowing about it. It was not up to the driver to inquire about the business, circumstances, or names of the people he drove. All that really mattered to him was the destination, and that he was paid what he was owed.
204.
Ökumenn í öllum stórborgum eru yfir höfuð gætnir, þolinmóðir og þagmælskir. Þeir eru þjónar hvers sem vera vill, fara aldrei í manngreinarálit, leggja engar óþarfar spurningar fyrir mann, hnýsast ekki inn í leyndarmál nokkurs manns, eiga vingott við alla, og allir treysta þeim. — Og þó að Hrólfur væri enn lítt reyndur í þessari stöðu, skildi hann þó sína köllun furðu vel, og ávann sér hylli þeirra, sem kynntust honum.
Drivers in all big cities are generally cautious, patient, and discreet. They serve anyone who needs them, never discriminate, do not ask unnecessary questions, do not pry into anyone’s secrets, are on friendly terms with everyone, and are trusted by everyone. And even though Hrólfur was still fairly inexperienced in this position, he understood his calling surprisingly well and earned the favour of those who met him.
205.
Litlu áður en klukkan var tíu um kvöldið var hann til taks við norðausturhornið á skemmtigarðinum. Hann hafði ekki beðið þar margar mínútur, þegar hávaxin kona, með tösku í hendinni, kom þar yfir götuna og nam staðar við vagninn hans. Hún var svartklædd, með barðabreiðan hatt á höfði, og gekk á tréfæti. — Ekki gat Hrólfur séð vel framan í hana, sökum þess að skuggsýnt var orðið og hatturinn skyggði á andlit hennar, en honum virtist hún þó vera fremur ungleg og ekki ófríð sýnum, og allfjörleg í hreyfingum, þrátt fyrir tréfótinn.
A little before the clock struck ten at night, he was ready at the north-eastern corner of the park. He had not been waiting there long when a tall woman with a bag in her hand crossed the road and stopped by his carriage. She was dressed in black, with a wide-brimmed hat on her head, and she had a wooden leg. Hrólfur could not see her face well because it had already grown dark and the hat shaded her face, but she seemed to him rather youthful and not unattractive, and very animated in her movements, in spite of the wooden leg.
206.
„Númer 64, býst ég við?“ sagði hún og steig upp í vagninn.
“Number 64, I assume?” she said and climbed into the carriage.
207.
„Já,“ sagði Hrólfur, „en hvert á ég að flytja þig?“
“Yes,” said Hrólfur, “So, where shall I drive you?”
208.
„Haltu suður þessa götu, þangað til þú kemur suður fyrir hólinn, þá skal ég segja þér, hvert þú átt að fara.“
“Go south through this street, until you come south of the hill, then I’ll tell you where to go next.”
209.
Hrólfur lét aftur vagnhurðina, settist í vagnstjórasætið og ók af stað suður hólinn.
Hrólfur closed the carriage door, settled onto the driver’s bench, and drove off south of the hill.
210.
Neðarlega á hólnum er grjótgarður mikill, og verða húsin smátt og smátt strjálli, þegar kemur suður fyrir hann. Þar búa ríkismenn borgarinnar og heldra fólk í skrautlegum húsum. Strætin eru þar breið, og þéttar raðir af trjám meðfram þeim á báðar hendur.
Near the bottom of the hill is a large stone wall, and the houses get further and further apart south of it. The upper class and the rich people of the city live there in large and ornate houses. The streets are wide and lined by trees on both sides.
211.
Fyrir sunnan grjótgarðinn nam Hrólfur staðar og spurði konuna, hvert hann ætti nú að halda.
South of the stone wall Hrólfur stopped and asked the woman where he should drive next.
212.
„Haltu austur með grjótgarðinum, þangað til þú kemur á Strandgötuna,“ sagði hún, „farðu svo suður þá götu og teldu átta hús til hægri handar. Við níunda húsið skaltu nema staðar.“
“Keep east along the wall until you get to Shore Street,” she said, “then go south on that street and count eight houses on the right-hand side. You’ll stop by the ninth house.”
213.
Hrólfur gjörði nú eins og fyrir hann var lagt. Og þegar hann kom til móts við níunda húsið til hægri handar á Strandgötunni, stöðvaði hann hestana, stökk niður af vagnstjórasætinu og opnaði hliðardyrnar á vagninum.
Hrólfur did as he was told. When he arrived at the ninth house on the right side of Shore Street, he stopped the horses, jumped off the driver’s bench, and opened the door of the carriage.
214.
Þetta hús, sem hann var kominn að, var fremur stórt, en gamalt og af sér gengið, og leit úr fyrir að hafa einu sinni verið skrautlegt heldri manna aðsetur. Það stóð kippkorn frá götunni og langt frá öðrum húsum, og var hér skíðgarður í kring um það. — Frá húsinu ómaði fjörugur hljóðfærasláttur, og ljós var í þeim gluggunum, sem vissu að götunni. Hrólfur þóttist vita, að hér færi fram dansleikur, og að konan, sem hann var að flytja, kæmi hingað til að skemmta sér, — ef til vill á laun, þó að hún sjálf gæti ekki tekið þátt í dansinum.
The house he had arrived at was rather large, but old and run-down, and looked like it had once been an elaborate home, certainly the residence of a gentleman. It stood a short distance from the street and far from other houses, with a stockade fence around it. From the house came lively music, and the windows facing the street were lit up. Hrólfur seemed to know that a dance was going on here, and that the woman came here to enjoy herself, perhaps in secret, even though she could not join in the dance herself.
215.
„Þá erum við komin alla leið,“ sagði konan um leið og hún steig út úr vagninum. „En nú vil ég biðja þig að flytja mig heim aftur í nótt.“
“So, we’ve arrived,” said the woman as she was climbing out of the carriage. “But now I want to ask you to drive me back home tonight.”
216.
„Hvað verðurðu hér lengi?“ sagði Hrólfur.
“How long are you going to stay?” asked Hrólfur.
217.
„Að líkindum þrjá til fjóra klukkutíma,“ sagði hún. „Þér er bezt að fara með hestana og vagninn á bak við húsið, koma svo inn í danssalinn og bíða þar meðan ég stend við. Þá leiðist þér síður.“
“In all likelihood three to four hours,” she said. “It’s best to take the horses and carriage behind the house, come into the ballroom, and wait there for as long as I am here. Then you won’t get bored.”
218.
Svo fór konan inn um hliðið á garðinum og gekk heim að húsinu. En Hrólfur fór með hestana og vagninn aftur fyrir húsið að dálitlu úthýsi, sem þar var, tók hestana frá, batt þá við girðinguna og gaf þeim hafra, sem hann hafði í poka undir vagnstjórasætinu. Að því búnu gekk hann inn í húsið um framdyrnar.
Then the woman went through the garden gate and up to the house. Hrólfur went with the horses and the carriage to the back of the house to a little outbuilding there, where he unhitched the horses, tied them to the fence, and gave them oats that he had in a bag under the driver’s bench. Then he went into the house through the front door.
219.
Stofa sú, er hann fyrst kom inn í, var stór, en mjög hrörleg, sumar rúðurnar í gluggunum voru brotnar og kalkið víða dottið úr veggjunum. Þar voru engin húsgögn — ekki svo mikið sem einn stóll, — en í hverjum glugga voru tvö vaxkerti, og var því allbjart þar inni. Fjórir menn og fjórar konur stigu þar dans, og tveir ungligspiltar spiluðu á fiðlur. Fólk þetta allt bar það með sér, að það var útlent, — ef til vill pólskt eða rússneskt. Það var allt í dökkum búningi, og var sérlega skuggalegt ásýndum.
The room he first entered was large but quite run-down, as some of the windowpanes were broken, and lime had in many places flaked off the walls. There was no furniture—not even a chair—but in each window were two wax candles so it was fairly bright in there. Four men and four women were dancing, and two boys were playing fiddles. All of these people were clearly foreign, perhaps Polish or Russian. They were all dressed in dark clothing and looked particularly shady.
220.
Ekkert af fólki þessu virtist gefa Hrólfi minnstu gætur. Það var eins og það hefði ekki orðið þess vart, að hann kom inn í danssalinn, eða öllu heldur, eins og það forðaðist að líta þangað, sem hann hallaðist upp á veggnum. En fólkið herti alltaf dansinn meir og meir og lét eins og hamstola væri, — eins og heilsan og lífið væri eingöngu undir því komið, að fæturnar hreyfðust sem tíðast, og að hver snúningur væri sem snarastur. Og fiðlubogarnir gengu svo ótt og títt yfir strengina, að ekki mátti auga á festa.
None of these people seemed to pay Hrólfur the slightest bit of attention. It was as if they were not aware that he was in the ballroom, or, rather, as if they avoided looking there where he was leaning against the wall. The people danced faster and faster and acted like they were in a frenzy, as though their lives depended upon their feet moving as fast as they could and upon every turn being as swift as possible. And the bows of the fiddles moved so fast and furiously across the strings that the eye could not follow them.
221.
En þrátt fyrir hinn fjöruga og hvella hljóðfæraslátt og hið ákafa fótaskapp í dansfólkinu, heyrðist Hrólfi hann við og við heyra þungar stunur og jafnvel hringl í járnhlekkjum innar í húsinu.
But despite the loud and lively music and the frenzied steps of the dancers, Hrólfur felt like he heard heavy groans and even the rattling of iron chains inside the house from time to time.
222.
Fyrst þegar Hrólfur kom inn í danssalinn, sá hann þar hvergi konuna, sem hann hafði flutt þangað, en vonum bráðar kom hún inn um hliðardyr og gekk rakleitt til hans. Hún var enn ekki búin að taka af sér hattinn, og hélt ennþá á töskunni.
When Hrólfur first came into the ballroom, he did not see the woman he had driven there anywhere, but she soon came in through the side door and walked straight to him. She had not taken her hat off yet and was still holding her bag.
223.
„Hér er ekkert sæti handa þér,“ sagði hún, „það er því bezt fyrir þig að koma upp á loftið. Þar fer betur um þig.“
“There’s no chair for you here,” she said, “so it’s best for you to come upstairs. You’ll be more comfortable.”
224.
Hrólfur sagði henni, að það færi vel um sig þar sem hann væri. En hann fór þó á eftir henni út úr stofunni og upp stiga, sem lá upp á loftið. Þegar þangað kom, opnaði hún fyrstu herbergisdyrnar, sem þau koma að, og vísaði honum þar inn, en fór sjálf strax ofan aftur.
Hrólfur told her that he was fine where he was, but he still followed her out of the room and up the stairs. When she got upstairs, she opened the door to the first room that they came to and ushered him in, but she herself went back downstairs right away.
225.
Herbergi það, sem Hrólfur var nú staddur í, var fremur lítið, en ekki eins af sér gengið og stofan niðri. Á litlu borði, sem stóð á miðju gólfi, logaði á mjóu vaxkerti, er bar mjög daufa birtu. Gamall legubekkur var þar skammt frá borðinu, og stór og fornfálegur hægindastóll, sem maður sat í. — Maður þsesi [sic] var að sjá hniginn mjög á efra aldur. Hann var gríðarlega stór vexti, með breiða, sterklega kjálka, sem nýlega voru rakaðir, og mikið silfurgrátt yfirvararskegg. Hann var nokkuð þungur á brún, en leit ekki illmannlega út, og bar það með sér, að hafa verið fremur höfðinglegur sýnum á yngri árum.
The room Hrólfur was now standing in was rather small, but not as run-down as the one downstairs. On a little table in the middle of the floor, a thin wax candle was burning and gave only a dim light. An old sofa stood near the table as well as a large, worn-out, and equally old armchair; a man was sitting in it. He looked quite elderly. He was enormously tall even when seated, with wide, strong jaws, which had been recently shaved, and a large, silver-grey moustache. He wore a somewhat gloomy expression but did not look evil, and he showed clear signs of having been rather aristocratic-looking in his younger years.
226.
Hrólfur kastaði á hann kveðju.
Hrólfur greeted him.
227.
„Settu þig niður á legubekkinn þarna,“ sagði gamli maðurinn. Rödd hans var lág og dimm eins og hljómur í líkklukku í fjarlægð. „Þú ert vafalaust ökumaðurinn nr. 64.“
“Sit down on that sofa,” said the old man. His voice was low and dark like the sound of a funeral bell in the distance. “You’re undoubtedly driver number 64.”
228.
Hrólfur kvað það vera, og settist á legubekkinn.
Hrólfur agreed, and sat down on the sofa.
229.
„Ég átti von á því, að ég yrði ekki látinn hýrast hér einn í alla nótt,“ sagði karlinn, „en þér að segja, er mér þó lítið gefið um ókunnuga menn.“
“I didn’t dare hope I’d be left in peace all night,” said the old man, “But just so you know, I don’t much care for strangers.”
230.
„Ég skal fara út, ef þú vilt það heldur,“ sagði Hrólfur og ætlaði að standa upp.
“I’ll leave if you’d prefer,” said Hrólfur and was about to stand up.
231.
„Nei, nei, sittu grafkyrr,“ sagði karlinn og bandaði til hans með hendinni, „þú ert mér kærkominn gestur, og ég finn, að ég get haft ánægju af að tala við þig. Þú ert Norðurálfumaður, eða er ekki svo?“
“No, no, sit still,” said the old man and waved him down, “you’re my welcome guest, and I feel that I could enjoy talking with you. You are a European, isn’t that so?”
232.
„Jú, og Íslendingur í tilbót.“
“Yes, and an Icelander on top of that.”
233.
„Íslendingar eru vissulega ekki á hverri þúfu í þessu landi. Þú ert sá fyrsti íslenzkur karlmaður, sem ég hefi séð. En ég er Pólverji, — sjötíu ára gamall í kvöld.“
“Icelanders are certainly few and far between in this country. You’re the first Icelandic man that I’ve seen. And I’m a Pole—seventy years old tonight.”
234.
„Það er mikill aldur, — og þó enn svona ern.“
“That’s a great age—and you seem so spry.”
235.
„Ég er að vísu furðu heilsugóður ennþá,“ sagði karlinn og glotti, „en mitt fyrra fjör og þrek er löngu horfið. Ég hefi alla mína æfi verið æfintýramaður, farið land úr landi og alltaf verið að leita gæfunnar, en aldrei fundið hana. Á hinn bóginn hefi ég stöðugt rekið mig á það, — eins og Salómon, — að allt er hégómi. — En má ég ekki bjóða þér einn vindil?“
“I’m indeed still in surprisingly good health,” said the old man with a smirk, “but my former strength and vitality are long gone. I’ve been an adventurer my entire life, going from country to country, and always seeking my fortune but never finding it. On the contrary, I’ve constantly had to admit—like Solomon—that everything is vanity. Won’t you have a cigar?”
236.
„Þakka þér fyrir, en ég reyki ekki,“ sagði Hrólfur.
“Thank you, but I don’t smoke,” said Hrólfur.
237.
„Hófsemdarmaður, býst ég við,“ sagði karlinn og kveikti í vindli. „En eins og ég tók fram áðan, þá hefi ég rekið mig á það alla mína æfi, að allt, sem til er undir sólinni, er tómur hégómi, allt nema eitt, og það er það, sem hann Agúr bað um: — ekki fátækt, ekki auðæfi, heldur nægilegt brauð til næsta máls. — En þú neitar mér ekki um að drekka með mér eitt lítið staup af víni á sjötugasta afmælinu mínu.“
“A man of moderation, I suppose,” said the old man, and lit his cigar. “But as I said before, all my life I’ve had to concede that everything under the sun is sheer vanity, everything except one thing, and that is what Agur prayed for: not poverty, not riches, but rather enough bread till the next meal. But you wouldn’t turn down one small glass of liquor with me on my seventieth birthday.”
238.
„Ég drekk aldrei áfengt vín,“ sagði Hrólfur.
“I never drink hard liquor,” said Hrólfur.
239.
„Það er í alla staði mjög lofsvert,“ sagði karlinn og brosti, „og mér dettur heldur ekki til hugar að bjóða þér áfengt vín, heldur drykk, sem við Pólverjar búum til úr hreinum og meinlausum aldinsafa.“
“That’s certainly commendable,” said the man with a smile, “and it also wouldn’t occur to me to offer you hard liquor, but rather a drink that we Poles make from pure and harmless fruit juice.”
240.
Um leið og hann sagði þetta, dró hann úr borðskúffuna, setti tvö staup á borðið, og hellti í þau úr lítilli flösku, sem hann tók úr kápuvasa sínum.
As he was saying that, he opened the table drawer, got out two small glasses, put them on the table, and filled them from a little flask that he took out of his coat pocket.
241.
„Vittu hvort þér líkar ekki bragðið að því,“ sagði hann og rétti Hrólfi annað staupið.
“Try some and see if you don’t like the taste of it,” he said and handed Hrólfur one of the glasses.
242.
Hrólfur tæmdi staupið á svipstundu og gat þess, að sér þætti vínið ljúffengt og ekki ólíkt góðu portvíni á bragðið. En hann gætti að því um leið, að gamli maðurinn tæmdi ekki sitt staup, heldur dreypti aðeins lítillega á því, eins og maður, sem býst við að sitja lengi að drykkju.
Hrólfur emptied the glass in an instant and said that he found the wine delicious and not unlike good port wine in flavour. At the same time he noticed that the old man did not empty his glass, but rather only sipped at it, like someone who expects that they will be drinking for a long time.
243.
„Mér hefir jafnan orð gott af þessu víni og drekk aldrei annað,“ sagði karlinn og hagræddi sér í stólnum. „Það hefir aldrei gjört mig ölvaðan, hversu mikið sem ég hefi drukkið af því, en það hefir fært yfir mig værð á kvöldin, svo að mér hefir gengið vel að sofna. Og lík áhrif býst ég við að það hafi á þig, því að þú ert þreyttur. Þú ættir að leggja þig aftur á bak í legubekkinn og láta fara vel um þig. Þú getur talað við mig fyrir því. Og ef þig kynni að syfja, þá sofnaðu, rétt eins og þú værir heima hjá þér. Konan, sem þú fluttir hingað, fer ekki heim aftur en fyrr en í dögun, og hún lætur þig vita, þegar hún vill leggja af stað.“
“This wine always agrees with me,” said the man, and settled into the chair. “It’s never made me drunk, no matter how much I’ve had, but it’s calmed me down in the evenings, so I’ve fallen asleep easier. And I expect it’ll have a similar effect on you because you’re tired. You should lie down on the sofa and relax. You can talk to me before you do. And if you feel sleepy, then sleep, just as if you were at home. The woman you drove here will not go home until dawn, and she’ll let you know when she wants to set off.”
244.
Hvort sem það var áhrifum vínsins að kenna eða hitanum í herberginu, eða hljóðfæraslættinum, þá fannst Hrólfi allt í einu að svefn sækja á sig, og lét því ekki segja sér það tvisvar að leggjast aftur á bak í legubekkinn. En í sömu andránni heyrði hann hinar þungu stundur og hringlið í járnhlekkjunum, sem hann hafði heyrt, meðan hann stóð við í danssalnum. Og fannst honum nú hann heyra það miklu glöggvara en þá, rétt eins og stunurnar og hringlið væri í næsta herbergi undir loftinu.
Whether it was because of the wine or the heat in the room or the music, Hrólfur found himself drowsy all of a sudden, and so he did not have to be told twice to lie down on the sofa. That same moment, though, he heard the heavy groans and the rattling of iron chains that he had heard while he was standing in the ballroom. Now he thought that he heard it much more clearly than before, as if the groans and the rattling were in the next room under the floor.
245.
„Hvaða stunur eru þetta?“ sagði Hrólfur og hálfsettist upp um leið.
“What are these groans?” said Hrólfur, and instantly sat halfway up.
246.
„Það er másið í dansfólkinu,“ sagði karlinn og mjakaði stólnum ofurlítið nær legubekknum, „það herðir dansinn meir og meir og fer að gjörast mótt.“
“That’s the panting of the dancers,” said the man, and moved his chair a little toward the sofa, “they’re dancing harder and harder and running out of breath.”
247.
„Nei, það er ekki hávaðinn í dansfólkinu, sem ég á við. Ég heyri líka hringl í járnhlekkjum.“
“No, it’s not the noise of dancers that I mean. I’m also hearing the rattling of iron chains.”
248.
„Nú skil ég,“ sagði karlinn og dró borðið ögn nær sér. „Þú heyrir til varðhundsins, sem bundinn er með járnkeðju í kjallaranum. Það þótti ekki óhult, að láta hann vera lausan í nótt, af því að gestir voru komnir. Hann kann nú illa við sig, greyið, hristir hlekkina og stynur þungan eins og þeir, sem sviptir eru frelsinu.“
“Now I understand,” said the man and pushed the table a bit closer to him. “You’re hearing the guard dog, which is tied with an iron chain in the basement. It was not thought to be safe to leave him loose tonight because guests were coming. He doesn’t like it, poor wretch, and so he rattles his chain and groans heavily like those whose freedom is taken away from them.”
249.
„En hver er þessi kona á tréfætinum, sem ég flutti hingað í kvöld?“ sagði Hrólfur og hallaði sér aftur út af legubekknum. Hann fann að hann var að verða verulega syfjaður. „Það er spurning, sem ég ætlaði einmitt að fara að leggja fyrir þig, því að það eru meiri líkindi til þess að þú þekkir hana en ég,“ sagði karlinn.
“But who’s this woman with the wooden leg, that I drove here earlier this evening?” said Hrólfur, and again lay back down on the sofa. He felt like he was becoming really drowsy.“That’s exactly what I was going to ask you, because it’s more likely that you know her than I,” said the man.
250.
„Ég hefi aldrei séð hana fyrr en í kvöld, og veit ekki einu sinni hvað hún heitir.“
“I’ve never seen her until this evening, and I don’t even know her name.”
251.
„Ég veit ekki heldur, hvað hún heitir, og hefi aðeins séð hana einu sinni áður.“
“I don’t know her name either, and I’ve only seen her once before.”
252.
„Ert þú þó ekki húsráðandi hér?“ spurði Hrólfur.
“So you aren’t the host here?” asked Hrólfur.
253.
„Nei, ég er hér gestkominn, og hefi dvalið hér rúman sólarhring.“
“No, I’m a guest here, and have only been here for a day and a night.”
254.
„Og hver er hér þá húsráðandi?“ spurði Hrólfur, og honum fannst að tungan drafa í sér eins og í dauðadrukknum manni.
“Who’s the host here, then?” asked Hrólfur, who felt like he was mumbling as if he were dead drunk.
255.
„Þó að þér þyki það ef til vill næsta kynlegt,“ sagði karlinn og mjakaði stólnum ofurlítið nær legubekknum, „þá er það þó dagsatt, að ég hefi ekki meiri hugmynd um það en þú, hver hér er húsráðandi.“
“You might find it odd,” said the man and moved his chair a little toward the sofa, “that I truly have no more idea than you who is the host here.”
256.
Aftur heyrðust hinar þungu stunur og hringlið í járnhlekkjunum undir gólfinu, ennþá glöggvara en áður. Hrólf langaði til að rísa upp af legubekknum, en hann fann að hann gat það enhvern veginn ekki, því að hann var að verða algjörlega magnlaus, og svefninn var að síga í brjóstið á honum.
Again came the heavy groans and the rattling of iron chains under the floor, this time even more clearly than before. Hrólfur wanted to get up from the sofa but found that he could barely move, and he was drifting off to sleep.
257.
„En grunur minn er sá,“ sagði karlinn, og Hrólfi heyrðist hann tala eins og úti á þekju, og rödd hans líkjast hljómi í dimmri dómkirkjuklukku í margra mílna fjarlægð, „grunur minn er sá, að konan á tréfætinum hafi stofnað til dansleiksins hér í kvöld. Og ég efast ekki um, að hún hefir stofnað til hans í góðum tilgangi. Því að þótt dansinn í sjálfu sér sé mjög fáfengileg skemmtun, þá má beita honum til góðs í einstökum tilfellum. ‚Tilgangurinn helgar meðalið,‘ segja Kristmunkarnir.“
“But my impression is this,” said the man, and Hrólfur heard him speak as if from under a blanket, and his voice resembled the deep sound of a cathedral bell many miles away. “My impression is that the woman with the wooden leg has organized the dance here this evening. And I don’t doubt that she’s organized it with good intentions. Because even though dance is, in itself, a very vain sort of entertainment, it can be used for good in exceptional cases. ‘The end justifies the means,’ say the Jesuits.”
258.
Hrólfur heyrði óljóst síðustu orðin í gegnum svefninn, — þau eins og dóu út í fjarlægð. Og um leið var eins og hljóðfæraslátturinn niðri færðist hægt og hægt fjær, — yrði alltaf lægri og veikari, — eins og tónarnir liðu titrandi í burtu í þýðum vindblæ og dæi að lokum út í fjarska, eins og síðasta andvarp deyjandi ungbarns.
Hrólfur heard the last words only faintly through his sleep; it was as if they faded into the distance. And at the same time, it was as if the music downstairs was slowly moving further and further away—becoming weaker and more distant all the time—as if the tones were being carried away by a mild breeze and then finally faded into the distance, like the last sigh of a dying baby.
259.
Hrólfur var nú sofnaður og dró þungt andann.
Hrólfur was now asleep, and breathing heavily.
260.
Síðar um nóttina varð hann þess óljóst var í gegnum svefninn, að einhverjir voru að tala saman í lágum hljóðum skammt frá honum, en hann heyrði ekki nein orðaskil. Honum fannst líka að einhver koma við hann og þreifa í vösunum á treyjunni hans. Svo var eins og hann væri tekinn á loft og lagður hægt niður aftur. En hann vaknaði þó ekki til fulls við það, og leið undir eins út af aftur í sama þunga, draumlausa svefnmókið og áður.
Later during the night, he was faintly aware that people were talking in low voices nearby, but he could not make out the words. He also thought he felt someone touching him and feeling in the pockets of his jacket. Then, it was as if he was lifted into the air and slowly laid down again. This woke him up, though not fully, and then he quickly fell back asleep, in the same heavy, dreamless doze as before.
261.
Þegar hann vaknaði fyrir fullt og allt, var kominn glóbjartur dagur. Hann hafði allmikinn höfuðverk og fann til dofa í útlimunum. Hann lá nú á hörðu gólfinu, og hatturinn hans var undir höfðinu á honum. Gamli maðurinn var allur í burtu, legubekkurinn horfinn, og eins stóllinn og borðið, en hurðin var í hálfa gátt, og rétt fyrir innan þröskuldinn lá vindill, sem brunninn var næstum til hálfs.
When he finally truly woke up, it was a bright day. He had a tremendous headache and his limbs felt numb. He was now lying on the hard floor with his hat under his head. The old man was utterly gone, the sofa had vanished—and the chair and the table as well—but the door was open just a crack, and right on the threshold lay a cigar which had been smoked almost halfway.
262.
Hrólfur sá strax, að hér var ekki allt með felldu, og að á hann hafði verið leikið. Þóttist hann alveg viss um, að sterkt svefnlyf hefði af ásettu ráði verið sett í vínið, sem hann drakk um nóttina, og að tilgangurinn hefði verið sá, að stela hestunum frá honum. En þegar hann komst á fætur og horfði út um herbergisgluggann, sá hann undir eins, að hestarnir voru í sama stað og hann hafði skilið við þá, og vagninn líka. — Hann gekk nú ofan af loftinu og litaðist um í húsinu, en engan mann sá hann þar neins staðar. Öll herbergin voru auð og tóm, og í danssalnum sást ekki svo mikið sem einn kertisstúfur, né jafnvel minnstu merki þess, að þar hefði logað á kertum um nóttina.
Hrólfur saw right away that not everything was as it seemed, and that he had been played. He felt absolutely certain that a strong sleeping drug had been added on purpose to the wine he drank the previous night, with the aim of stealing his horses. But when he rose to his feet and looked out of the window, he saw at once that the horses were in the same place he had left them, and the carriage, too. He then went downstairs and looked around the house, but he did not see anyone anywhere. All the rooms were empty and bare, and there was nothing to be seen: not the end of a candle, not even the least sign that candles had been burning there during the night.
263.
Allt þetta þótti Hrólfi mjög undarlegt. En þá fyrst brá honum verulega í brún, þegar hann kom út í garðinn til hestanna, því að þeir voru nú í einu svitalöðri og leirugir um leggina, og hengdu niður höfuðin að þreytu og þorsta. Það leyndi sér ekki, að þeir höfðu verið keyrðir langan veg og illan um nóttina, og verið barðir áfram miskunnarlaust.
Hrólfur thought that all of this was very strange. But he stopped dead in his tracks when he went out to the yard to the horses, as they were all lathered up, their legs covered in mud, and their heads hanging down from thirst and exhaustion. It was clear that they had been driven hard and far the previous night, and that they had been whipped mercilessly.
264.
Þessi meðferð á hestunum fannst Hrólfi alveg ófyrirgefanleg, því hann tók mjög sárt til skepnanna. Og honum þótti illt að geta ekki á einhvern hátt hefnt sín á illþýðinu, sem hafði gjört honum svo mikla skapraun. En hann sá engan veg til þess að svo stöddu.
This treatment of the horses was absolutely unforgivable to Hrólfur, because he cared so deeply for the animals. And he felt bad that he could not in any way take revenge on those who had done him wrong. But he saw no way to do it at the time.
265.
Þegar hann var búinn að setja hestana fyrir vagninn og var í þann veginn að stíga upp í vagnstjórasætið, tók hann eftir því, að í öðrum treyjuvasanum hans var einhver smáböggull, sem hann átti ekki von á að væri þar. Hann tók nú böggulinn upp úr vasanum og sá, að þetta voru samanvafðir tíu fimmdala seðlar, og hvítt pappírsblað utan um þá. — Hrólfur rak nú upp stór augu og varð alveg forviða, en þó ekki svo mjög, sökum þess að peningaupphæðin var svo stór, heldur vegna hins, að á blaðinu stóðu nokkur orð skrifuð með rauðum blýant, og að þessi orð voru á íslenzku, og voru á þessa leið:
When he had hitched the horses to the carriage and was just climbing into the driver’s bench, he found a small package that he hadn’t noticed before in one of his jacket pockets. He took the package out of his pocket and saw that it was a roll of ten five-dollar bills wrapped in a white sheet of paper. Hrólfur’s eyes widened in amazement, not so much because the amount was so high, but rather because a few words were written on the sheet with a red pencil, and these words were in Icelandic and read as follows:
266.
„Kæri landi! — Ég neyddist til að taka traustataki á hestunum þínum. Ég vona, að þú fyrirgefir mér það og þiggir þessa fáu dali, sem ég legg hér innan í, eins og ofurlitla þóknun fyrir fyrirhöfn þína og hestanna. Ég skal taka það fram, að þú hefir í nótt verið verkfæri í góðra manna höndum til að framkvæma gott og þarft verk. Þú getur því haft rólega samvizku, hvað það áhrærir. — Vinsamlegast, — Konan á tréfætinum.“
“My dear compatriot! I had to resort to borrowing your horses without permission. I hope you’ll forgive me and accept these few dollars I’ve attached as meagre compensation for your trouble and your horses. I want to emphasize that they were needed by good people for a good cause. So you can have a clear conscience, as far as that’s concerned. Kind regards, The woman with the wooden leg.”
267.
Áður en Hrólfur las miðann, hafði hann ásett sér að láta lögregluna vita um æfintýrið, sem hann hafði ratað í þessa nótt. En nú afréð hann að gjöra það ekki, bæði vegna þess, að honum hafði verið vel borguð fyrirhöfn hans, en þó sérstaklega af þeirri ástæðu, að íslenzk kona átti hér hlut að máli. Samt fannst honum allar líkur benda til þess, að kona þessi, sem eins vel gat hafa verið karlmaður í kvenmannsfötum, væri á einn eða annan hátt viðriðin vondan félagsskap, — væri ef til vill háttstandandi meðlimur einhvers ræningjafélags, því að hann gat ómögulega trúað því, að fólkið, sem hann sá þar um nóttina, hefði framkvæmt gott og þarft verk á meðan hann svaf, að minnsta kosti fannst honum meðferðin á hestunum ekki benda á það. Og svo mundi hann glöggt eftir hinum þungu stunum og hringlinu í járnhlekkjunum, sem hann hafði við og við heyrt þar í húsinu um nóttina. Eitthvað var kynlegt við það, fannst honum, þó að gamli maðurinn hefði að vísu reynt að telja honum trú um, að það væri allt af völdum varðhundsins.
Before Hrólfur read the note, he had been determined to let the police know about the adventure he had encountered the previous night. But now he decided not to do so, both because he had been paid well for his trouble, and especially because an Icelandic woman had played a role in the matter. At the same time, he felt that everything indicated that the woman, who could just as well have been a man in women’s clothes, was in one way or another involved with the wrong sort of people—she was perhaps a high-ranking member of some criminal gang—as he could hardly believe that the people he had seen there during the night had carried out work in the name of a good cause while he was sleeping; at least, he did not think the treatment of the horses pointed to that. And he also clearly remembered the heavy groans and the rattling of iron chains that he had heard many times in the house during the night. There was something peculiar about that, he thought, even though the old man had certainly tried to persuade him that it was all because of the guard dog.
268.
Hrólfur ók svo heim til sín og hvíldi sig og hestana þann dag.
Hrólfur then drove home, and both he and his horses rested that day.
269.
En í kvöldblöðunum í Halifax var getið um það, að rússnesk lystiskúta, sem um nokkra undanfarna daga hafði legið þar við eina bryggjuna, hefði lagt skyndilega af stað út fjörðinn þá um morguninn. Hafði varðmaður einn tekið eftir því, að luktum vagni hafði tvívegis verið ekið fram bryggjuna seinni hluta næturinnar, og sá hann í hvort tveggja skiptið, að nokkrir menn fóru um borð á skútunni. — Blöðin gátu þess, að þetta hefði að líkindum ekki vakið neina verulega eftirtekt, hefði ekki pólskur maður, sem margir héldu að væri útlagi eða flóttamaður, horfið á dullarfullan hátt frá heimili sínu þar í borginni, tveimur dögum áður. Þótti sumum ekki ólíklegt, að hin skyndilega brottför skútunnar stafaði á einhvern hátt frá hvarfi Pólverjans.
In the evening newspapers in Halifax it was mentioned that a Russian yacht, which had been docked at one of the wharves there, had abruptly sailed out of the bay that morning. One watchman noticed a closed carriage being driven twice onto the wharf late that night, and both times he saw that several people boarded the yacht. The papers said that this would in all likelihood not have attracted any real attention if a Polish man, who many thought was an exile or a refugee, had not mysteriously disappeared from his home in the city two days earlier. Some did not consider it unlikely that the abrupt departure of the yacht was in some way connected to the disappearance of the Pole.
270.
En Hrólfur setti hvort tveggja í samband við æfintýrið, sem hann rataði í um nóttina í húsinu fyrir sunnar hólinn. — En hvorki hann, né nokkur annar, fékk að vita hið sanna um það með neinni vissu, því að skútan með öllu sem á henni var fórst tveimur dögum síðar við hina illræmdu Sableeyju.
Hrólfur, on the other hand, connected both to the adventure that he had encountered the previous night in the house south of the hill. But neither he nor anyone else ever learned the truth about it with any certainty because the yacht was lost with everything on board two days later off the infamous Sable Island.
271.
Þess skal getið Hrólfi til heiðurs, að hann gaf einni líknarstofnuninni í Halifax alla þá peninga, sem konan á tréfætinum hafði látið í vasa hans.
To Hrólfur’s credit, it must be said that he gave all the money that the woman with the wooden leg put in his pocket to a charity in Halifax.
272.
Nú hefir verið sagt frá því, hvernig það atvikaðist, að Hrólfur varð ökumaður. En af gildum en ónefndum ástæðum verður ekki að sinni getið um fleiri af æfintýrum þeim, sem hann rataði í, og eru þó mjög þeirra mjög eftirtektarverð og furðuleg, einkum þau, sem eru í sambandi við Leyndarmál Gyðingastúlkunnar og Gulu líkkistuna. Og verður ef til vill sagt frá því einhvern tíma síðar.
Now the story about how Hrólfur became a driver has been told. For good but unnamed reasons, nothing more of the adventures he encountered is told, and yet many of them are quite remarkable and strange, especially those connected to The Mystery of the Jewish Girl and The Yellow Coffin. Perhaps these stories will be told some time later.