Jarlmanns saga og Hermanns: A Translation.Scandinavian-Canadian Studies Journal / Études scandinaves au Canada 27: 50-104.
Jarlmanns saga og Hermanns |
The Saga of Jarlmann and Hermann |
|
1. |
1. Vilhjálmur hefir konungur heitið, er réð fyrir Frakklandi. Hann var höfðingi mikill. Hann hafði
fengið drottningu af dýrum ættum og átti við henni tvö börn. Son hans hét Hermann;
hann var mikill vexti og sterkur að afli, vænn að yfirliti, vinfastur og einþykkur.
Dóttir hans hét Herborg; hún var allra meyja fríðust, þeirra er menn höfðu séð í þær
mundir. Hún hafði numið allar kvenlegar listir, sem þá var títt að nema í þann tíð.
Faðir hennar unni henni mikið, og sat hún í einum ágætum turni innan borgar. Þar voru
til fengnar ágætar konur að þjóna henni, svo og hæverskir menn. Margir ríkir menn
héldu lönd og lén af konungi og voru honum lýðskyldugir.
|
1. There was a king called Vilhjálmur who ruled over France. He was a great sovereign.
He had married a queen of noble birth and had two children with her. His son was called
Hermann: he was of great stature and physically strong, handsome, loyal, and resolute.
His daughter was called Herborg: she was the most beautiful of all the maidens whom
people had seen in those days. She had acquired all the feminine arts that were customary
to learn at that time. Her father loved her greatly, and she spent her time inside
a fine tower in the city. Noble women were brought there to serve her, along with
courtly men. Many powerful men held land and fiefs granted by the king and were his
liegemen.
|
2. |
Roðgeir hét ríkur jarl í Frakklandi; hann var mikill vinur Vilhjálms konungs og hélt
mikið ríki af honum. Íþróttamaður mikill var hann og kunni allan riddaraskap, svo
og allar bóklistir, þær sem einn riddari skyldi kunna. Hann var ráðagerðamaður mikill,
og laut að honum mikill hluti landstjórnar sökum hans vitsmuna. Hann hafði átt eina
ágæta konu og við henni einn son, þann er hét Jarlmann. Hann var íþróttamaður hinn
mesti og líkur föður sínum upp á riddaraskap og vitsmuni. Hann kunni og allar tungur
að tala.
|
Roðgeir was a powerful earl in France. He was a great friend of King Vilhjálmur and
was granted authority over a large fief by him. He was a man of great talents and
was skilled in all those chivalric and learned arts that a knight ought to know. He
was a great strategist and a large portion of the governance of the land fell to him
on account of his wisdom. He had taken a fine wife and had one son with her, who was
called Jarlmann. He was extremely talented and similar to his father in chivalry and
wisdom. He could also speak every language.
|
3. |
2. Nú víkur þangað sögunni, að Hermann konungsson óx upp hjá föður sínum. Þótti föður
hans hann svo til vitsmuna kominn og aldurs, að honum sómdi að bera riddaravopn og
læra þess háttar listir. Því sendir hann með sveininn til Roðgeirs jarls, að hann
skyldi dubba hann til riddara og kenna honum allar listir og íþróttir, og fékk honum
sæmilegt föruneyti og svo mikið fé, að hann mátti sig ríklega halda. En sem Hermann
kemur til Roðgeirs jarls, fagnar jarlinn honum vel og leiðir hann í borgina og setur
hann sér hið næsta og gerir honum sóma sem mest má hann í öllu, og er svo sagt, að
hann lærði allar þær íþróttir, er jarlinn var fær honum að kenna, á litlum tíma, hvað
aðrir gátu trautt eða aldrei numið.
|
2. Now the story turns to Hermann, the king’s son, who grew up with his father. It seemed
to his father that he had acquired sufficient wisdom and years that it would be fitting
for him to bear the weapons of a knight and learn the arts of chivalry. Therefore,
he sent the boy to Earl Roðgeir along with instructions that he should dub him a knight
and teach him all arts and skills, and procured for Hermann a fine company and ample
money in order that he might maintain himself nobly. And when Hermann comes to Earl
Roðgeir, the earl welcomes him warmly and leads him into the city and places him right
next to himself and does him the greatest possible honour in all respects. And it
is said that within a short time he had learned all those skills which the earl was
capable of teaching him, those which others could learn only with difficulty or not
at all.
|
4. |
Konungsson og jarlsson voru að flestu mjög líkir; þeir voru og jafngamlir; þeir lögðu
félag og fóstbræðralag, og þóttu ei aðrir þeim samlíkir. Hermann konungsson var fríður sýnum, sterkur að afli og ákafur
í skaplyndi, djúpvitur og ör af peningum. Blíður og lítillátur var hann og vinsæll
af öllum.
|
The prince and the earl’s son were in most aspects very alike. They were also the
same age, and so they became companions and sworn brothers, no-one else being deemed
a match for them. Prince Hermann was handsome, physically strong and hot-tempered,
very wise, and generous with money. He was cheerful and modest and liked by all.
|
5. |
Jarlmann, fóstbróðir hans, var líkur honum um afl og íþróttir. Hann var djúpvitur
og ráðagerðamaður mikill; hann var skjótráður og sköruglegur, og varð það allt að
framgangi, sem hann ráðlagði, og eru þeir nú báðir fóstbræður með jarli langan tíma
í góðu yfirlæti.
|
Jarlmann, his sworn brother, was like him in strength and accomplishments. He was
very wise and a great strategist; he was decisive and commanding, and everything he
advised was put into effect. And now both the sworn brothers spent a long time with
the earl and were treated well.
|
6. |
3. Það segir nú þessu næst, að Vilhjálmur konungur tók sótt, er hann leiddi til bana.
Voru þá boð gerð Hermanni konungi, að hann skyldi heim koma og taka ríki eftir föður
sinn. En er hann heyrði þetta, segir hann fóstbróður sínum, hvar komið var, og biður
hann með sér fara. Því næst lyfta þeir ferð sinni og heim til borgarinnar, er konungur
hafði í setið. Roðgeir jarl fylgdi þeim á leið með miklu föruneyti. Síðan var Hermann
til konungs tekinn yfir öll þau ríki, sem faðir hans átti. Tók hann að sér fé og hirð
alla. En Roðgeir og hans fóstbróðir Jarlmann hélt stjórn og skipun landslaga.
|
3. Next the story tells us that King Vilhjálmur was struck down with an illness that
led to his death. Word was then sent to King Hermann that he should come home and
take charge of his father’s kingdom. On hearing this, he told his sworn brother what
had happened and asked him to accompany him. They then set out on their journey home
to the city from which the king had governed. Earl Roðgeir accompanied them on their
way with a great entourage. Hermann was afterwards taken as king over all the dominions
that his father had possessed. He took charge of the treasury and the whole court,
while Roðgeir and Hermann’s sworn brother Jarlmann undertook governance and administered
the laws of the land.
|
7. |
Eftir þetta fór jarl heim í ríki sitt og hafði samt lén af konungi eða þó meira, og
var þeirra vinátta hin mesta. Jarlmann var eftir hjá konungi, og leið svo fram um
stundir, að þeir juku ríki sitt á marga vegu og urðu mjög víðfrægir. Þóttu þá engir
þeim jafnfrægir.
|
After this the earl travelled home to his fief and held on behalf of the king the
same or perhaps even greater dominion than he had before, and they were the best of
friends. Jarlmann remained with the king, and as time went on, they extended his dominions
in many directions and became widely renowned. At that time none were thought to be
of equal renown.
|
8. |
4. Það bar til einn dag, að Hermann konungur sat í sinni höll og hirðin með honum; þá
var gleði mikil. Þá mælir konungur til sinna manna og spyr, hvar þeir vissu þann konung,
að hans líki væri eða meiri. Flestir sögðu, að sá mundi ei auðfundinn, og óx þar af
mikið tal um alla höllina. Konungur spyr Jarlmann, hvað hann segi til þessa: “Eða
hví ertu svo fátalaður hér um? Eða þykir þér ei hér um sem öðrum?”
|
4. It happened one day that King Hermann was sitting in his hall along with his court,
and there was great merriment on that occasion. Then the king spoke to his people
and asked where a king who was his equal or greater could be found. Most said that
such a man would not be easy to find, and talk of this kind spread throughout the
hall. The king asked Jarlmann what he might say to this: “And why are you so quiet
on this matter? Or does it not seem to you as it does to
the others?”
|
9. |
Jarlmann svarar: “Svo þykir mér sem öðrum um riddaraskap þinn og íþróttir og allan
höfðingsskap. En
veit ég þann hlut, sem yður skortir við margan þann, sem yður er ei jafntignar.”
|
Jarlmann replied: “I am of the same mind as others regarding your knightliness, your
skills, and all
your magnificence. But I know one thing that you lack compared with many a man who
is not as noble as you.”
|
10. |
“Hvað finnur þú til þessa?” segir konungur.
|
“What would that be?” said the king.
|
11. |
“Það,” sagði Jarlmann, “að þér hafið ei fengið yður drottningu, sem yðar tign sómir.
Er það besta gæfa að
fá gott kvonfang með ríkum mægðum og eiga sér eðalborna erfingja eftir sig til fjár
og ríkis. Er og mikill frami að mægjast við ágæta menn, þá honum má langgæður styrkur
að verða.”
|
“That you have not,” said Jarlmann, “got yourself a queen who befits your status.
It is the greatest good fortune to get
a good wife with powerful family ties and to have noble-born heirs to your wealth
and kingdom. It is also a great advantage for a king to marry into a noble family,
who will provide him with long-lasting support.”
|
12. |
Konungur spyr: “Hvar veistu þá mey eða konu, að mín sæmd vaxi við, þó ég fái hana?”
|
The king asked: “Where do you know of a maiden or a woman with whom my honour would
grow, should I
marry her?”
|
13. |
“Þér munuð nærri geta,” segir Jarlmann, “hver við yðar skap er, því fáir kunna þetta
fyrir annan að kjósa.”
|
“You would be better at guessing,” said Jarlmann, “who is to your liking, because
few are able to choose this for another.”
|
14. |
“Ei hefi ég þá konu séð,” segir konungur, “að við mitt geð sé eða fullræði að tign
og fé. En með því þú hefir hér orðum á komið,
þá muntu einhverja til nefna, er þér þyki saman draga.”
|
“I have not seen a woman,” said the king, “who is to my liking or would be my equal
in status and wealth. But since you have
brought this up, I suppose you will be able to name someone whom you think combines
these qualities.”
|
15. |
“Spurn hefi eg,” segir Jarlmann, “að konungur sá ræður fyrir Miklagarði, er Katalatus
heitir hinn mikli, en sumir kalla
hann Dag. Hann á dóttur, er Ríkilát heitir; hún er fríðari en allar aðrar konur og
meyjar og betur mennt en nokkur mey á allar listir” (þær þeim var títt að nema í þær
mundir). “Hún er svo góður læknir, að hún græðir allt heilt, sem lífs er von og hún
leggur sínar
höndur yfir. Á hinu vinstra handarbaki hennar er einn kross svo litur sem skærasta
gull, og með þessu merki var hún fædd. En ef þér fengjuð þessa mey, þætti mér yðar
vegur vaxa.”
|
“I have heard,” said Jarlmann, “that a king rules Constantinople by the name of Katalatus
the Great, though some call
him Dagur. He has a daughter called Ríkilát; she is more beautiful than all other
women and maidens and better educated than any other maiden in all arts” (those that
were customary for women to study in those times). “She is such a good healer that
she can heal anything as long as there is hope of life
and she lays her hands upon it. There is a mark on the back of her left hand, a cross,
the same colour as the brightest gold, with which she was born. And I think that if
you were to marry this maiden, your glory would grow.”
|
16. |
Þá mælti konungur: “Með því þú sagðir svo mikið af þessari mey, þá vil ég senda þig
að forvitnast, hvort
það er með sannindum sagt, sem af henni er talað, og ef þér virðast svo vitsmunir
hennar og annað athæfi, þá skaltu biðja hennar mér til handa.”
|
Then the king said, “since you had so much to say about this maiden, I want to send
you to investigate
whether what is said about her is true, and if her wisdom and other characteristics
seem to you to be such as they were described, you shall ask for her hand in marriage
on my behalf.”
|
17. |
Jarlmann segir: “Skyldur er ég að fara, sem þér bjóðið. En það kann ég yður að segja,
að farið hafa
þeir menn sjálfir hennar að biðja, að ei þykjast minni en þér, og þó ei fengið hennar,
en sumir ei kost að sjá hana eða við hana tala, og engum útlenskum manni er lofað
að koma í hennar höll, svo mikið er af henni haldið. En fara mun ég þessa ferð, ef
þér viljið, og ræður auðnan því, hvernig það gengur.”
|
Jarlmann said: “I am obliged to go, as you command. But I can tell you that men have
travelled to
seek her hand in person who do not consider themselves lesser men than you yourself,
and still not won her—and some did not even manage to see her or talk to her, and
no foreign man is permitted to enter her palace, so highly is she regarded. But I
will undertake this journey, if you desire it, and fate will decide how it turns out.”
|
18. |
5. Nú lætur Hermann konungur búa ferð Jarlmanns með miklum fékostnaði. Hann hafði fimm
skip úr landi, og var valið lið á þau, það sem reynt var að hreysti og harðfengi.
Hans skip voru glæsilega búin með gullofnum seglum og gylltum veðurvitum.
|
5. Now Hermann had arrangements made for Jarlmann’s journey, sparing no expense. He had
five ships with which to travel abroad, crewed with a select group who were tried
and tested in valour and adversity. His ships were splendidly equipped with gold-woven
sails and gilt weather-vanes.
|
19. |
En er þeir voru til búnir, gengur Jarlmann í turninn konungsdóttur; hún fagnar honum
vel og spurði, hvert hann býðst að fara. En hann segir hið ljósasta. Hún segir Ríkilát
vera þá greiðkeyptari en af henni væri sagt, ef að sending þyrfti við hana að hafa
aðeins, svo mörgum manni ágætum sem hún hefir frá vísað. “En vel þykir mér maðurinn
til fallinn að reka þetta erindi sakir þess, að mér þykir
þú góður drengur og að þú ert trúr mínum bróður og með eiðum við hann bundinn. Nú
vil ég fá þér eitt gull, en sá steinn, sem þar stendur í, hefir þá náttúru, að ef
þú dregur það á hönd konu og heldur um, svo orni, þá skal hún unna þeim, er þú vilt,
og varðar þá miklu, hversu sá vill venda, er með fer.”
|
And when they were ready, Jarlmann went to the princess’s tower. She welcomed him
and asked where he had volunteered to travel to, and he explained it to her. She says
that, considering how many noble men she has dismissed, it must be easier to acquire
Ríkilát than is rumoured if it is only necessary to send her a message. “But I think
the right man has been selected for this mission, because I consider you
to be a good man and because you are faithful to my brother and bound to him by oaths.
Now I want to give you a certain gold ring, and the stone with which it is set has
this power, that if you put it on a woman’s hand and hold onto it, so that it grows
warm, then she will love whomsoever you choose, and so what matters the most is how
he who has it wants things to turn out.”
|
20. |
Síðan kveður hann konungsdóttur og finnur svo konung, tekur svo orlof af honum til
ferða. Konungur fylgir honum til skipa með hirð sinni, og skilja með vinskap.
|
Jarlmann then takes his leave of the princess and goes to see the king and receives
permission from him to make the journey. The king accompanies him down to the ships
with his retinue, and they part amicably.
|
21. |
Sigldi Jarlmann í brott af Frakklandi með fríðu föruneyti. Hann hafði fimm skip, sem
fyrr segir; sigldi hann blíðan byr, sem leið liggur, og er fréttalaust um ferð hans,
þar til þeir koma í Miklagarð. Jarlmann leggur skipum sínum í eina leynihöfn og allnærri
borginni. Hann stígur á land einn frá mönnum sínum og segir þeim fyrir, að þeir bíði
hans þar um þrjár nætur og geri ekki vart við sig. Hann gengur heim til borgarinnar
í fátæklegum búnaði, og brugðið hefir hann yfirbragði sínu, sem væri hann með kranklegri
ásjónu. Hann skoðar setning borgarinnar og þykist skilja, hvar vera mun kastali konungsdóttur.
Síðan kom hann til þess höfuðmusteris, sem honum þótti líkast hún mundi til tíða ganga,
og sest hann þar fyrir kirkjudyr.
|
Jarlmann sails away from France with his fair company. He has five ships, as mentioned
previously. A fair wind attends him on his course, and there is nothing to be said
of his journey until they come to Constantinople. Jarlmann steers his ships into a
hidden cove quite close to the city. He disembarks alone and tells his men that they
should wait for him there for three nights and not make their presence known. He walks
into the city dressed in humble attire and having changed his appearance so as to
look sickly. He examines the layout of the city and reckons he understands where the
princess’s castle is. Then he comes to the principal temple, where it seems to him
most likely that she would go to attend mass, and he sits himself down there in front
of the church door.
|
22. |
Líður svo fram á daginn. Því næst sér hann opnast kastalann, og koma þar fyrst út
leikarar með allra handa hljóðfærum; þar næst herklæddir menn með vænum búnaði; hér
næst ganga kurteisir sveinar, berandi sér í höndum blómasamlega vöndu sætlega ilmandi
um alla borgina; hér næst ganga fjórir jarlar og tveir stívarðar með henni, berandi
gulllegar stengur. Á þeim ofan var einn glerhiminn; á honum var skrifuð öll himinsins
sköpun, sólar, tungls og himintunglanna gangur. Þar upp yfir var einn páfugl með miklum
meistaradóm gerður; hér undir gekk þessi sæmilega jómfrú með skínandi búnaði. Hennar
möttull var ofinn með svo miklum meistaradóm, að enginn meistari kunni skyn á, af
hverju það væna smíði var gert. Hennar klæðum héldu uppi fjórir margreifar. En þar
um kring gengu margar jómfrúr skrýddar með hinum besta búnaði. Þetta nálægðist skjótt
musterið, það sem Jarlmann stóð hjá. En sem hann sá jómfrúna komna gagnvart sér, kastar
hann sér fram fyrir hennar fætur, svo mælandi: “Miskunna þú mér, frú, fyrir guðs sakir.”
|
The day wears on. Then he sees the castle doors open, and first out come entertainers
with all kinds of instruments; after them armoured men with fine gear; next come courtly
boys, bearing in their hands bunches of flowers, which spread their sweet aroma throughout
the whole city; there follow four earls and, with the princess, two stewards bearing
golden poles. On top of them stood a glass canopy on which was inscribed the whole
structure of the heavens and the courses of the sun, the moon, and the stars. Up above
that was a peacock wrought with great craftsmanship, and under it walked this noble
maiden in her radiant apparel. Her mantle was woven with such great skill that no
craftsman understood what that beautiful artefact was made of. Four margraves held
up her train, and around her walked many other maidens, decked out with the finest
raiment. The procession quickly neared the temple that Jarlmann was standing beside.
And when he saw the maiden pass in front of him, he threw himself down before her
feet, saying “Pity me, lady, for God’s sake.”
|
23. |
“Hver ertu?” segir hún.
|
“Who are you?” she says.
|
24. |
Jarlmann segir: “Ég er einn útlenskur maður úr Norðurálfunni, krankur til yðar kominn,
mjög þurfandi
yðar lækningar við.”
|
Jarlmann says: “I am a foreigner, from the North, and have come to you sick, in great
need of your
healing.”
|
25. |
Hún mælti og brosti við: “Hvernig á ég að lækna þig, maður minn?” Hún kallar á aðra
jómfrú og talar svo til hennar: “Fylg þessum manni heim í minn kastala, þar sem eru
aðrir krankir menn.”
|
She answered, smiling: “How should I heal you, my good man?” She calls over another
maiden and speaks to her thus: “Accompany this man home to my castle, where the other
sick people are.”
|
26. |
Mærin gerir sem henni var boðið. En konungsdóttir stóð að tíðum, til þess að allar
voru úti. Síðan gengur hún í sinn kastala. Voru þá borð til reidd með hvítum dúkum
og dýrlegri fæðu, og sest jómfrúin svo undir borð. En sem þau voru ofan tekin, stendur
hún upp og gengur þangað, sem krankir menn voru inni. Þeir fagna henni vel. Hún spyr
nú eftir þeim manni, sem fyrir skemmstu hafði hana lækninga beðið. Hann stóð upp og
laut henni. Hún spurði, hversu hans sóttarferli væri háttað. En hann sagðist það ógerla vita og segir hún muni því næst geta, ef hún færi þreifandi
um sinn líkama.
|
The young lady does as she has been commanded, while the princess attended mass until
it was finished. Then she proceeded to her castle. Tables were then laid with white
cloths and sumptuous food, and that maiden sat down to dine. But when the tables had
been taken down, she stood up and went to where the sick people were. They welcomed
her warmly. She now asked for the man who had sought her healing just a short time
before. He stood up and bowed to her. She asked what sort of illness he had, but he
said that he did not entirely know and said that she would come closest to knowing
if she proceeded to examine his body.
|
27. |
Síðan lætur hún hann í afvikinn stað frá öðrum sjúkum mönnum og vill nú skoða og rannsaka
hans sjúkdóm, hvernig honum sé háttað. Síðan talar hún til hans: “Ég hefi hugsað um
hríð, og finn ég ei sótt í líkama þínum, nema svo sé henni háttað,
sem orðskviðurinn hljóðar, að ‘sá er ekki heill, sem hugurinn veikir,’ og hygg ég,
að svo muni vera.”
|
Then she shows him to a place away from the other sick people and now wants to observe
and investigate his illness and how it presents itself. Then she speaks to him: “I
have thought for a while, and I cannot find any illness in your body, unless it
is the kind of thing where, as the saying goes, ‘he is not whole, whom the mind weakens.’
And I think that this is the case here.”
|
28. |
“Frú mín,” segir hann, “rétt segir þú mitt sóttarferli, og vil ég nú biðja yður griða,
því ég er á yðru valdi,
en fjarri yðar landi fæddur, og hefi ég lengi hugsjúkur verið, hversu ég mætti yðar
fundi ná eða við yður tala. Er nú mikið mitt sóttarferli batnað, síðan ég sá yðvart
andlit og ég heyrði yðvart mál; því væntir mig, að svo muni fleira ganga um mitt erindi,
áður en við skiljumst að. En með yðru lofi vil ég tala mitt erindi.”
|
“My lady,” he says, “you have diagnosed my condition correctly, and I now want to
request your mercy, for
I am in your power and born far from your land, and I have been sick at heart for
a long time, considering how I might gain an audience with you or speak to you. My
condition has now improved considerably, since I saw your face and heard your speech.
I expect that my mission will have repercussions for many more, before we part ways.
And by your leave, I would like to explain my mission.”
|
29. |
Hún segir: “Hvert er þitt nafn eða kynferði? Eða í hverju landi ertu fæddur? Enginn
maður kom
hér sá fyrr, að mig þyrði svo að dára.”
|
She says “What is your name or ancestry? Or in what country were your born? No man
ever came
here before who dared to mock me like this.”
|
30. |
“Ei kom ég hér til þess, frú,” segir hann, “að dára yður. Mitt heiti er Jarlmann og
mitt fósturland hið lofsæla Frakkland. En
minn faðir er Roðgeir jarl hinn ríki. Minn lávarður heitir Hermann; konungur er hann
yfir Frakklandi, ungur og listugur, vaskur og vel menntur, og af hans forlagi kom
ég hingað. En sakir frægðar þeirrar, sem fer af fegurð yðar og vitsmunum, þá vil ég
fyrst vita, hver svör þér viljið til gefa, ef hann kæmi að biðja yðar sér til eiginkonu.”
|
“My lady, I did not come here,” he says, “to mock you. My name is Jarlmann and my
home the praiseworthy land of France. And
my father is Earl Roðgeir the Mighty. My lord is called Hermann. He is the King of
France, young and skilled, valiant and well-educated, and I came here because he sent
me. On account of the fame that spreads as a result of your beauty and wisdom, I want
first to know what sort of answer you might want to give, if he were to come here
to ask for your hand in marriage.”
|
31. |
En hún svarar: “Mikla forhugsan hefir þú haft í þinni för um okkarn fund, og mun ég
svo í ljósi láta
þetta efni fyrir þér sem ei þurfti til að taka. Er mér maður sá ókenndur að öllu,
svo að ég hefi ei nema spurn til hans. En þótt hann sé lofaður af öllum, þá hafa þó
komið sjálfir þeir menn þess erindis, að ég veit ei, hvort minni eru háttar en hann,
og hefir mér ei sýnst að giftast þeim. Eru þeir menn þó oss alkunnugir að mörgum góðum
hlutum.”
|
But she replies: “You have given a great deal of thought to our meeting in the course
of your journey,
but I will explain this matter to you, who need not have taken on this matter. I don’t
know that man at all: hearsay is all I have to go on about him. And even though he
is praised by everyone, men whom I do not know to be any lesser men than he is have
come here in person with the same intentions, and I have not seen fit to marry them,
even though those men are well known to me for many good things.”
|
32. |
“Spurt höfum vér það,” segir Jarlmann, “og þykir mörgum yður hafa það yfir sést, að
þér reynið svo hamingjuna að, þá hún býður
yður farsællega hluti. Því vant er að vita, hvað við tekur, ef góðu neitar.”
|
“So we have heard,” says Jarlmann, “and many think that you fail to take into consideration,
that you are putting Fortune,
who offers you an advantageous thing, to the test. Because it is difficult to know
what comes next, if you turn down something good.”
|
33. |
Jómfrúin svarar: “Endast mun okkar skraf hér um að sinni, en með því mér virðist þitt
orðalag vel og
skil, að þú ert maður vitur, þá megið þér dveljast hér nokkra stund og kenna mér Frakklands
vísu og segja mér tíðindi af því.”
|
The maiden replies: “Our conversation will now end for the time being, but since it
seems to me that you
are eloquent and I recognize that you are a wise man, you may remain here for a while
and teach me the ways of France, and tell me news of it.”
|
34. |
“Það viljum vér gjarnan, frú,” segir hann.
Nú situr Jarlmann í turninum konungsdóttur, og vitu það engir utan hennar trúnaðarmenn,
og jafnan talar hann um sitt erindi vegna síns fóstbróður, þegar hann fær tóm til,
og lofar Hermann konung sem mest hann má. Hefir hann nú tekið sæmilegan búnað og leynir
ekki sinni ásjónu fyrir konungsdóttur. Sýnist henni hann bæði vænn og vaskur, sköruglegur
og þar með hæverskur.
|
“I would be delighted to, my lady,” he says.
Now Jarlmann sits in the princess’s tower, and no one but her confidants know this.
He speaks frequently about his mission on behalf of his sworn brother, whenever he
has the opportunity, and praises King Hermann as much as he can. He has now donned
fine clothing and does not hide his face from the princess. He seems to her both handsome
and valiant, commanding and, moreover, courtly.
|
35. |
6. Eitt sinn talar frú Ríkilát til hans: “Seg mér nú satt, Jarlmann, er Hermann konungur
svo stór og fríður sem þú ert?”
|
6. On one occasion Lady Ríkilát speaks to him: “Tell me truthfully, Jarlmann, is King
Hermann as
tall and as handsome as you?”
|
36. |
Jarlmann segir: “Það er eftir því, sem von er, bæði vegna slektis og nafnbótar, að
hann ber svo mikið
yfir mig sem konungur ber yfir jarl að allri tign. En fegurð og karlmennsku ber hann
yfir alla þá menn, sem ég hefi séð.”
|
Jarlmann says: “As one would expect, judging by both his status and title, he towers
as greatly over
me as a king towers over an earl in every respect. And he surpasses every man that
I have seen in terms of being handsome and manly.”
|
37. |
Þá mælti frúin: “Muntu kunna að kasta upp á múrinn eitt líkneski eftir hans mynd mér
til skemmtunar?”
|
Then the lady said: “Would you be able to produce a likeness of him on the wall for
my amusement?”
|
38. |
“Ég skal við leita, frú,” segir hann. Hann tók sitt pincer og dregur eitt mannlíkan
eða líkneski eftir hans
mynd á múrinn með miklum hagleik og mjúkri list og biður frúna þar til að líta.
|
“I shall endeavour to do this, my lady,” he says. He took a drawing implement and
etches the image of a man or a likeness
on the wall with great skill and sensitive artistry, and asks the lady to look at
it.
|
39. |
En hún hyggur að og mælir: “Víst ertu mikill meistari, og ekki kann ég ætla, að nokkur
mundi sig öðruvís kjósa,
þó sjálfur ætti um að ráða.”
|
She considers it and says: “You are clearly a great master, and I cannot imagine that
anyone would want to look
any different, even if they were free to choose.”
|
40. |
“Meira mundi yður til finnast, ef þér sæjuð Hermann konung,” segir Jarlmann.
|
“You would feel more strongly if you were to see King Hermann,” says Jarlmann.
|
41. |
Nú hefir Jarlmann dvalist þar næstu þrjár nætur. Því næst talar hann við Ríkilát:
“Ég hefi nú dvalist hér með yður í góðu yfirlæti; vildi ég nú fá orlof að finna mína
menn, þá ég skilda við fyrir litlu, og vil ég nú ganga til konungs um mitt erindi,
hvað um það verða skal.”
|
By now Jarlmann has been staying there for three more nights. Then he talks to Ríkilát:
“I have now stayed here with you and been treated well; I would now like to have leave
to find my men, whom I parted with a little while ago, and I will now go to the king
regarding my mission, to see what is to become of it.”
|
42. |
“Vel hefir þú með oss verið,” segir hún, “og gott orlof skaltu af oss hafa. En engin
boð mun ég gera Hermann konungi um þetta
mál og engum konungi öðrum.”
|
“It has been good to have you here,” she says, “and you will go with my blessing.
Yet I will make no offers to King Hermann as regards
this matter, nor to any other king.”
|
43. |
Jarlmann segir: “Skilmála nokkurn muntu gera og lofa því að giftast eigi öðrum um
eitt ár, fyrr en
þér sjáið þennan mann, svo þér hafið yðar raun við, hvað fjarri er því, sem ég hefi
sagt yður.”
|
Jarlmann says: “You will surely agree to one thing: promise to marry nobody else for
the period of
one year, until you have seen this man, so you will know for yourself whether what
I have told you is far from the truth.”
|
44. |
“Mjúka tungu hefir þú, Jarlmann,” segir hún, “og með mikilli list hefir þú rekið og
flutt þíns herra erindi. En engum manni veðset
ég mig. En fyrir okkarn vinskap og þína æru vil ég þessu játa fyrir þér, ef ég er
sjálfráð.”
|
“You are silver-tongued, Jarlmann,” she says, “and you have pursued and advanced your
lord’s suit with great skill. But I will not
give myself as a pledge to any man. Yet on account of our friendship and your nobility
I will agree to this for you, if I am free to choose.”
|
45. |
“Frú,” segir hann, “ég vil nú ei framar beiða, og fáið mér yðar fingurgull, að þetta
skal standa stöðugt.”
|
“My lady,” said he, “I will ask no more of you now, so give me your gold ring, as
a token of surety.”
|
46. |
Hún gerir nú sem hann beiddi. Hann lætur nú sitt gull koma á hennar hönd og heldur
að, svo ornar, og biður hana að hyggja, hversu vandlát hamingjan væri, ef nokkur oftreystir
henni. Gefur hann henni síðan góðar kveðjur og snýr í brott. Hún bað hann vel lifa
og þótti sýnum mikið við hann að skilja.
|
Now she does as he asked, and he allows his ring to come into contact with her hand
and holds it there so that it grows warm, and asks her to consider how Fortune could
be hard to those who trust in her too much. Then he extends his fond farewells and
turns away. She wishes him well, and is noticeably affected by his departure.
|
47. |
En er hann kemur út af kastalanum, sá hann að höfnum sigla mikinn skipaflota og mjög
hermannlegan. Þau voru sex hundruð að tölu og fimm drómundar að auki, furðulega stórir. Jarlmann flýtti sér ekki úr
borginni, því að hann vildi fá vitund af, hvert erindi þessir eiga.
|
But when he came out of the castle, he saw a great fleet, equipped for battle, sailing
into the port. There were 600 ships in total, and five dromons as well, remarkably large. Jarlmann did not hurry out of the city, because he wanted
to get an idea of what their intentions might be.
|
48. |
Nú ber skipin að landi, og reisa þeir herbúðir sínar. En er þeir hafa um búið, gengur
Jarlmann til stranda, og sem hann er kominn nokkuð svo frá borginni, þá ríða í móti
honum tólf menn furðulega stórir. Hann heilsar upp á þá og spyr, hvaðan þeir séu.
En sá, sem fyrir þeim var, mælti: “Ég heiti Starkus.”
|
Now the ships make land, and they set up camp. And when things were in place, Jarlmann
walked to the beach, and when he had come a bit of a way from the city, twelve remarkably
large men ride towards him. He greets them and asks where they are from. And the one
who represented them spoke: “I am called Starkus.”
|
49. |
Jarlmann spyr: “Hver ræður þeim mikla skipaflota, er þar er nýkominn við land?”
|
Jarlmann asked: “Who controls the great fleet that has just come ashore?”
|
50. |
Starkus segir, að hann heiti Rómanus konungur, son Ródíans konungs af Púl. “Förum
vér þess erindis hingað að fá konungsdóttur, því mikil fregn gengur af hennar
listum og fegurð.”
|
“His name,” says Starkus, “is King Rómanus, son of King Ródían from Apulia. We have
travelled here in order to
get the princess, because word has travelled of her skills and beauty.”
|
51. |
Jarlmann sagði: “Ég vænti, að ykkur verði það ekki að erindi, því að hún er trúlofuð
öðrum manni áður.”
|
Jarlmann said: “I expect you will not succeed in that mission, because she is already
engaged to another
man.”
|
52. |
“Ekki mun það hefta ferð vora,” segir Starkus, “því að vér förum ekki héðan á brott,
fyrr en hún fylgir oss, þó hennar faðir vilji
það ekki, og ekki fær neinn maður því á móti staðið; svo höfum vér mikinn her, að
slíkt stoðar ekki.”
|
“That will not put a stop to our quest,” said Starkus, “because we will not leave
here without her accompanying us, even if her father is
against it, and no man will be able to prevent that. We have such a great army, that
it is no use trying.”
|
53. |
Þeir skilja að svo mæltu.
|
With this said, they part.
|
54. |
7. Það er nú því næst, að Miklagarðs konungur sat í sinni höll og hefir spurn af þeim mikla
her, sem nú er kominn yfir hans hafnir. Nú lúkast upp hallardyr, og ríða þar inn tólf
menn furðulega stórir og þó sem með sendimanna búning; þeir ríða fyrir konung. Sá
mælti, sem fyrir þeim var: “Enga kveðju eigum vér þér að bera, því að þeir eru þess
eigi maklegir, sem kristnir
kallast. Rómanus konungsson utan af Púl er hér kominn í yðrar hafnir; hann gerir yður
þau boð, að þér sendið honum yðra dóttur, svo framt sem þér viljið halda yðru ríki,
því að eigi viljum vér, að kristnir spenni svo væna jungfrú. En ef þér viljið nokkuð
í móti mæla, þá eru endaðir þínir lífdagar og allt yðvart ríki forráðið, því að vér
höfum bílagt yðrar hafnir og allt yðart fólk er griðalaust fyrir oss. Nú ger á góðan
úrskurð um vort mál, því að ei viljum vér lengi athafnarlausir, því að svo mikinn
her höfum vér hingað dregið, að engi von er yður hjálpar, þótt nokkur væri svo heimskur,
að við það vildi leita, því að vér höfum sex hundruð skipa og þar til fimm drómunda.
Er allt fólk í veröldu við mig hrætt.”
|
7. The next thing that happened was that the King of Constantinople is sitting in his
palace and receives word of the great army that has now arrived upon his shores. The
palace doors are opened and in ride twelve remarkably big men, and yet judging by
their clothes merely envoys. They ride up to the king. The one who represented them
said: “We are not obliged to bring you any greetings, because those who call themselves
Christians
are not worthy of them. Prince Rómanus of Apulia has come here to your shores. He
sends you this message, that you must send your daughter to him, assuming you want
to hold on to your kingdom, because we do not want Christians having such a beautiful
maiden in their grasp. But if you want to object, then your days are numbered, and
all your kingdom forfeit, because we have blockaded your harbours and your people
will receive no quarter from us. Now make a wise decision about our suit, because
we will not sit around for long, because we have brought so great an army here that
there is no hope of you receiving any help, even if anyone was foolhardy enough to
want to attempt to, given that we have got six hundred ships and five dromons as well.
Everyone in the whole world is afraid of me.”
|
55. |
Konungur svarar máli hans: “Hvorttveggja er, að þú ert mikill, enda flytur þú ákaflega
þín erindi. En ef þinn
herra er svo mikill sem þú segir, þá bíði hann morguns til svara, því að ég vil tala
við dóttur mína og vini um þetta mál. En fyrr skal ég deyja en ég gifti hana utan
hennar vilja.”
|
The king answers his request: “You are both large and state your purpose with vigour.
But if your lord is as mighty
as you say, then he will wait until tomorrow for an answer, for I want to discuss
this matter with my daughter and my friends. But I will die before I marry her off
against her will.”
|
56. |
Sendimenn fara nú á brott. En konungur situr eftir hryggur og ókátur og allir hans
menn, því að svo mikil ógn stóð af sendimönnum og þeirra heitum, að þeim þótti sér
lítil von friðar. Sendimenn fóru, til þess er þeir fundu Rómanus konungsson, og sögðu
honum, hver svör konungur hefði gefið. En hann varð ákaflega reiður, svo að réð um, hvort hann mundi halda vitinu.
|
The envoys depart, but the king and all his men remain behind, downcast and gloomy,
because the envoys and their words were so terrifying that there seemed little hope
of peace. The envoys went to meet Prince Rómanus, and they told him what answers the
king had given. He became so enraged that it was uncertain whether he would keep himself
in check.
|
57. |
8. Nú kallar konungur saman alla sína menn og leitar ráðs, hversu með skal fara, að flestum
þótti úr vöndu að ráða. Konungur spurði að dóttur sína, hversu hún vildi vera láta,
en hún kvaðst fyrr skyldu ganga út á bál en samþykkjast þessum fjanda, sem bæði væri
hundheiðinn og að öllu illa fallinn.
|
8. Now the king calls all his men together and seeks advice as to how the matter should
be dealt with, and most thought this was a difficult matter to solve. The king asked
his daughter how she wanted to have things, and she said that she would rather throw
herself on a pyre than consent to marry this fiend who was both a heathen dog and
unfit for anything.
|
58. |
Konungur bað þá sína menn búast við bardaga með slíkum styrk sem þeir kunna að fá.
Var á þessi nótt mikið brak í borginni og öllum nálægustum stöðum, svo vítt sem komast
mátti. Bjó hver sig og sinn hest, og biðu svo morguns.
|
Then the king asked his men to prepare for battle with such strength as they could
muster. That night there was a lot of hubbub in the city and all the neighbouring
places that were within reach. Each man readied himself and his horse, and then they
awaited morning.
|
59. |
Nú er að segja af heiðingjanum, að Rómanus konungsson vaknar snemma og vekur upp herinn
og biður þá herklæðast og ganga að borginni og brenna hana, en drepa hvert mannsbarn,
er þeir fá náð, og svo gerir nú allur herinn, blása í sína lúðra, stíga á sína hesta
og láta allhreystimannlega. Starkus tekur í hönd sér merki konungssonar, og eru nú
albúnir.
|
Now let us tell of the heathens: Prince Rómanus wakes up early and rouses the army
and tells them to arm themselves and march to the city and burn it and kill every
human being whom they can get hold of. The whole army now does as instructed, blowing
their horns, mounting their horses, and acting boldly. Starkus takes up the prince’s
standard, and they are now ready.
|
60. |
9. Þennan morgun snemma, sem sólin rýður, sáu menn úr borginni fimm skip sigla með gylltum
veðurvitum og gullstöfuðum seglum, og stefndu að Stólpasundum. Var höfnin upp lokin
fyrir þeim. Þeir lögðu í konungslægi og gengu á land vel fimm hundruð manna. Þeir létu leiða
af skipinu góða hesta og stigu á bak, riðu skyndilega til borgarinnar. Hafði konungur
þá skipað sínum mönnum til varnar, og voru læst öll borgarhlið. Jarlmann bað orlofs
á konungs fund til viðtals, og að því fengnu reið hann í borgina og gekk fyrir konung
og kvaddi hann virðulega. Konungur spyr, hvað manna hann væri.
|
9. Early that morning, as the sun rises, people saw from the city five ships sailing
with golden weather-vanes and gold-striped sails and heading into the Golden Horn.
The harbour was opened up for them. They docked in the royal berth and about five
hundred men disembarked. They had fine horses brought off the ship and mounted them,
riding in haste to the city. By then the king had set his men in defensive positions
and all the city gates were locked. Jarlmann asked for permission to speak with the
king, and when his request was accepted, he rode into the city and went before the
king and greeted him honourably. The king asked what his parentage was.
|
61. |
“Jarlmann heiti eg,” segir hann, “en ætt mín er á Frakklandi, og þar er ég barnfæddur.
En sá konungur sendi mig hingað,
er Hermann heitir. Hann stýrir öllum Frans og miklu ríki öðru. Hann vill fá yðra dóttur
Ríkilát, er lof ber allra meyja, þeirra er vér höfum spurn af. Vill hann þessa ráðs
vitja til yðars lands, ef þér viljið hér nokkurn kost á gera með hennar samþykki.”
|
“I am called Jarlmann,” he says, “and my family is from France, where I was brought
up. But I was sent here by a king
named Hermann. He rules the whole of France and a great realm besides. He wants to
marry your daughter Ríkilát, who is praised more highly than any other maiden whom
we have heard of. He wants to come to your land to make arrangements for this marriage,
if you decide to accept his proposal, with her consent.”
|
62. |
Konungur svarar: “Það var um stund, að oss þótti hennar gjaforð standa til góðs efnis,
en það veit nú
allt öðruvís við, því að hér er nú kominn einn blár berserkur og vill kúga hana af
oss með ógrynni hers og ógnar oss dauða.”
|
The king replies: “Not long ago, I believed she would be married to a fine man, but
now it is all looking
rather different, because a black berserker has now come here and wants to take her away from us by force using an
immense host, and he threatens us with death.”
|
63. |
Jarlmann segir: “Ekki stendur oss það fyrir ráðum, ef þér viljið oss nokkurn kost á gera, því að eigi hræðumst ég heiðingja, þó að þeir séu margir, því að jafnan selst
þeirra ofstopi illa.”
|
Jarlmann says: “That is not an issue if you are happy to accept our proposal, because
I am not afraid
of heathens, even if there are a lot of them, because their arrogance always turns
out badly.”
|
64. |
Konungur lætur nú kalla dóttur sína þangað, og þegar hún kemur, kennir hún Jarlmann
og hvort þeirra annað, þó konungur vissi það eigi; og varð hennar brjóst harðla fegið,
því að síðan þau skildu, gekk hennar hugur aldrei af Hermanni konungi.
|
The king now has his daughter called in, and when she comes, she recognizes Jarlmann,
and he her, though the king did not know that. And her heart was deeply relieved,
because ever since they had parted, she had thought constantly of King Hermann.
|
65. |
Konungur segir nú dóttur, í hvert efni komið var, og biður hana gefa skjótt ráð og
gott. En hún svarar: “Ég veit nú eigi, hvort góðu einu kemur við,” segir hún, “en
ólíkt þykir mér að eiga kristinn mann, þann sem vér höfum góða spurn af, en þann
bölvaða hund, sem ills eins er að von. En ef Jarlmann vill oss lið veita síns fóstbróður
vegna, þá mun ég þessu játa.”
|
The king now tells his daughter what the situation is and asks her to suggest at once
a sensible course of action. But she replies: “I do not know whether good alone will
come of this,” she says, “but it seems to me quite another matter to marry a Christian,
of whom we have heard
good reports, rather than that cursed dog, of whom only evil can be expected. If Jarlmann
wishes to offer us assistance on behalf of his sworn brother, I will agree to this.”
|
66. |
Jarlmann segir: “Viljið þér, frú, selja mér yðra trú til að vera eiginkona míns fóstbróður
og mér fylgja
heim í Frans, þá skal ég ganga í lið með föður þínum og glaður berjast við Rómanus.
En ef þér viljið ei svo gera, mun ég fara heim aftur til míns lands og engan hlut
í eiga með yður. En lofið mér því einu, sem þér viljið stöðugt halda.”
|
Jarlmann says: “If you will, my lady, give me your pledge to be the wife of my sworn
brother and accompany
me home to France, then I will join your father’s force and gladly fight Rómanus.
But if you do not want to do so, I will go back home to my country and take no part
in your dealings. But only make me a promise that you are sure you can keep.”
|
67. |
Þessu játar nú konungur og hans dóttir, og tekur Jarlmann handfestur að vitni alls
hersins. Og þegar í stað lætur Jarlmann lúka upp hliðunum - og ganga allir menn út
af borginni - og fylkja sínu liði á völlinn og blása síðan herblástur og bíða svo tilkomu heiðingja.
|
The king and his daughter now agree to this, and Jarlmann shakes hands on it with
the whole army as a witness. And straight away Jarlmann has the gates opened—every
man marching out of the city—and has his force arrayed on the plain and the war-trumpets
blown; and thus they await the arrival of the heathens.
|
68. |
10. Nú var ei langt að bíða, áður en blámennirnir geysast neðan frá skipunum með miklum
gný og vopnabraki. Rómanus konungsson var auðkenndur fyrir sakir vaxtar og vopnabúnings;
hann var öðrumegin blár sem hel, en öðrumegin fölur sem aska; hans augu voru gul sem
í ketti og svo hið sama tennur; hljóð hans var svo mikið, að dvergmála kvað í hverjum
hamri, er hann talar. Á sömu leið var Starkus, hans merkismaður. Margur annar var
þar mikill vexti, en illur kosti.
|
10. It was not long before the dark-skinned devils rushed down from the ships with a great
racket and din of arms. Prince Rómanus was easily recognizable on account of his size,
weapons, and armour; on one side he was as black as night, but as pale as ashes on
the other; his eyes were yellow like a cat’s, as were his teeth; his voice was so
loud that it echoed in every crag when he spoke. Starkus, his standard-bearer, was
the same. There were many other men there of great size, but nonetheless unpleasant
characters.
|
69. |
Síga nú saman fylkingar með miklum gný og vopnabraki. Jarlmann fylgdi svo konunginum,
að ekki mátti umkringja þá. Hann hafði skipað í vígskörð marga bogamenn að skjóta
á heiðingja, og voru þeir menn til þess valdir, sem vel kunnu að skjóta, en voru svo
gamlir, að þeir máttu eigi ganga í höggorrustu, og urðu þeir heiðingjum mjög skeinuhættir.
Jarlmann sækir nú fram djarflega með sínum mönnum og höggur bæði menn og hesta; þurfti
sá engi um sár að binda, sem hans sverð nam; og er hann kominn í miðjan her heiðingja,
svo að merki þeirra stóð á baki honum. Slíkt hið sama gerði Grikkjakonungur og fylgir
fram sínu merki, drepur allmargan mann, því hann var hinn besti riddari.
|
The two armies now clash with a great thundering and din of arms. Jarlmann accompanied
the king in order to ensure that the enemy could not surround them. He had arrayed
many archers on the battlements to shoot at the heathens and chosen those men who
knew how to shoot well, but were so old that that they could not engage in close combat,
and they caused a great deal of damage to the heathens. Jarlmann now presses boldly
forth with his men and strikes both men and horses; no one whom his sword touched
had cause to bandage his wounds; and he had reached the middle of the heathen army
so that their standard was behind him. The Greek king proceeded likewise and followed
his standard forward and killed a great many men, because he was an excellent knight.
|
70. |
Nú ríður fram Starkus hinn mikli, og honum í mót kemur merkismaður Grikkjakonungs.
Starkus leggur til hans með merkistönginni og þegar í gegnum hann og vegur hann upp
sem hæst mátti hann og lætur hann sprikla á oddinum. Þessu var nær staddur Grikkjakonungur
og hjó til Starkus og í sundur merkistöngina og fjórðunginn af skildinum, og hljóp
sverðið ofan á lærið, svo í beini stóð, og féllu á jörð bæði senn merkin, og varð
þá gnýr mikill. Starkus hjó á móti til konungs, og kom á hjálminn, og tók af fjórðunginn
og af konungi hið hægra eyrað. En höggið var svo þungt, að konungur hné í óvit fram
á söðulbogann. Í því kom Jarlmann að ríðandi og hjó til Starkus á hálsinn, svo að
af tók höfuðið og stökk yfir þrjá þá, sem næstir voru. Þetta sama högg tók höfuð af
hestinum, og var þá dyntur mikill, er Starkus féll til jarðar.
|
Now Starkus the great rode forth and the standard-bearer of the Greek king came towards
him. Starkus thrusts his standard-pole towards him and immediately runs him through
and lifts him up as high as he can and lets him flail about on the point. The Greek
king was nearby and dealt Starkus a blow, chopping the standard-pole in two and a
quarter off his shield, bringing the sword down on his thigh so that it got stuck
in the bone, and both standards fell to the ground at the same time and there was
a great boom. Starkus struck back at the king, hitting his helmet and taking off a
quarter of it and the king’s right ear. And the blow was so heavy that the king passed
out, falling forwards onto his saddlebow. At that moment Jarlmann came riding towards
them and struck Starkus on the neck so that his head came off and flew over the three
nearest men. This same blow took off the head of his horse, and then there was a great
crash when Starkus fell to the ground.
|
71. |
Rómanus konungsson ríður nú fram alldjarflega og gerir bæði að höggva og leggja, og
á lítilli stundu hefir hann drepið hundrað manna af liði Jarlmanns, og svo háan valköst
hlóð hann, að jafnhátt bar hans söðulboga á báðar hliðar, og engi maður vogar honum
á mót að ríða.
|
Prince Rómanus now rides forward very boldly, both striking and thrusting, and in
a short while he has killed a hundred of Jarlmann’s troops, with those he had slain
lying piled up so high on either side that they came up to his saddlebow, and no one
dared ride against him.
|
72. |
Jarlmann hafði sett eftir á skipum sínum sex hundruð manna, þá sem vaskastir voru,
og skyldu þeir koma í opna skjöldu heiðingjum. Rémund hét sá, sem fyrir þeim var,
hinn mesti kappi og frændi Jarlmanns. Og þá hann kom í bardagann, urðu heiðingjar
felmsfullir bæði af falli Starkus og af sókn Rémundar. Rémund hjó eitt mikið högg
til eins kappa, er Gibbon hét. Það högg kom þvert framan í hjálminn um þvert andlitið,
svo að sundur tekur höfuðið fyrir neðan augun, og féll hann dauður niður til jarðar.
Þetta hið mikla högg hræðast heiðingjar og þykjast til dauða dæmdir, ef nokkur verður
fyrir þeim. En hann gengur þegar djarflega fram og höggur á tvær hendur sér, drepur
svo margan mann, að ótal mátti heita.
|
Jarlmann had left behind on his ships six hundred of the most valiant men, who were
to attack the heathens when they were least prepared for it. The one who led them
was called Rémund, a great warrior and a relative of Jarlmann. And when he entered
the battle, the heathens became frightened, both on account of Starkus’ death and
Rémund’s assault. Rémund dealt a mighty blow to a warrior named Gibbon. That blow
landed right across the helmet and across his face so that his head split in two below
the eyes, and he fell dead to the ground. This great blow terrified the heathens and
they felt that they were doomed, should they meet any of these men on the battlefield.
Rémund, however, immediately goes boldly forth and deals blows on both sides, killing
an incalculable number of men.
|
73. |
Þetta getur að líta Rómanus konungsson, hversu mikinn skaða þessi maður gerir á hans
liði. Snýr hann nú í mót Rémundi og leggur til hans sínu digra spjóti; kemur lagið
í söðulbogann hinn fremra, svo hann klofnaði, en spjótið hljóp í brynjuna fyrir neðan
bringspalirnar og svo út um bakið. Nú hefir Rémund fengið sitt banasár. Nú er hann
svo vaskur, að hann höggur til konungssonar, og kom það á fótinn fyrir ofan ökklann
og tók í sundur með brynhosunni, svo að lítið loddi við, og féll Rémund þegar dauður
af hestinum. En Rómanus konungsson eirir nú engu og drepur nú allt það fyrir honum
verður, svo að hvorki stendur fyrir honum hjálmur né brynja. Þykir þeim vísast, að
hann muni drepa einn allt það lið, sem þar er saman komið.
|
Prince Rómanus can see how much damage this man is inflicting on his forces. He turns
towards Rémund and jabs his hefty spear at him; the blow strikes the front saddlebow,
splitting it, and his spear jabbed into the coat of mail below the ribs and then out
through the back. Rémund has now received a mortal wound. He is emboldened now to
such an extent that he strikes at the prince and hits him on his leg above the ankle,
slicing through both leg and greaves, so that it dangled by a thread, and Rémund fell
down at once, dead, from his horse. Now Prince Rómanus shows no mercy, killing every
living thing that gets in his way, so that neither helmet nor coat of mail can withstand
him. They felt certain that he would kill the entire troop that had gathered there
all by himself.
|
74. |
Þetta getur að líta Jarlmann, en þó átti hann ærið um að vera, því hann var einn kominn
í miðjan her heiðingja, svo að þeir voru bæði á bak og fyrir og á báðar hliðar. En
hann ruddi þeim frá sér með sínu sverði. Er nú höggvinn hans skjöldur og hjálmur;
blóðgar eru hans báðar hendur til axla; þó snýr hann nú þangað, sem konungsson var,
og fær eitt mikið spjót og skýtur til konungssonar. Það kemur í lærið, svo að í gegnum
gekk, og svo söðulfjölina, að meiri hlutur spjótsins hljóp inn í búk hestinum. Nú
höggur konungsson til Jarlmanns, svo af gekk blakan af hjálminum, en sverðið hljóp
niður á brynjuna, og af honum geirvörtuna hina hægri, svo að skein í bert holdið.
Nú sér Jarlmann, að engi er lífs von líkari en að hefna sín. Því höggur hann nú til
Rómanus og af nefbjörgina hjálminum og af honum nefið sjálfum; sverðið hljóp niður
í milli skjaldarins og brynjunnar, og af honum báðar hendurnar í olbogabótinni, en
sverðið nam staðar í söðulboganum, og steyptist Rómanus dauður til jarðar. En Grikkir
lustu upp miklu sigurópi; heiðingjar tóku að flýja til skipa sinna. En konungur og
Jarlmann elta þá, suma á kaf, en drepa suma á landi, svo nálega komst engi undan af
þessum mikla her.
|
Jarlmann could see this, but he had his hands full, because he had made it unaccompanied
into the middle of the heathen army so that they were both behind and in front and
on both sides of him. Nevertheless he cleared the way with his sword. His shield and
helmet were now battered; both his arms were bloody up to the shoulder. Regardless,
he turns to where the prince is and grabs a large spear and throws it at him. It hits
him in the thigh, going right through it and the saddle-board, and most of the spear
ended up lodged inside the body of the horse. Now the prince deals Jarlmann a blow,
so that he knocks the visor from his helmet, and his sword cuts down into the mailcoat,
taking off his right nipple and exposing raw flesh. Now Jarlmann sees that his best
hope of survival lies in avenging himself. Therefore, he deals Rómanus a blow, taking
off his helmet’s nose-guard as well as his nose. The sword sliced down in between
the shield and coat of mail and took off both his arms at the elbow, coming to a stop
in the pommel, and Rómanus fell dead to the ground. The Greeks raised great cries
of victory, and the heathens began to flee to their ships. But the king and Jarlmann
pursued them, chasing some into the sea and killing others on land, so that almost
nobody from this large army escaped.
|
75. |
Fara þeir nú síðan heim til borgarinnar og áttu fögrum sigri að hrósa og miklu herfangi.
Engi maður kom ósár heim, sá sem í þessum bardaga hafði verið, en svo mikill fjöldi
fallinn, að varla kom tölu á. Allir lofuðu Jarlmann fyrir sína hreysti. Ríkilát tók
að græða sár með mikilli list og kunnáttu og svo föður sinn og marga aðra, þá sem
mikils þurftu við. Nú er Jarlmann gróinn sára sinna, en látið hefir hann í þessum
bardaga hundrað sinna manna. Hefir hann nú konung á málstefnu og dóttur hans, heimtir
fram þau ummæli, sem honum voru lofuð, þá er hann gekk í lið með konungi; og er þá
ekki getið, að konungsdóttir hefði þá nokkur mótmæli um þetta.
|
They go now home to the city and they had a great victory to celebrate and a great
deal of booty. No man who had been in this battle came home without wounds, and so
many had been killed that it was almost impossible to count them. Everyone praised
Jarlmann for his bravery. Ríkilát began to heal his wounds using her great skill and
knowledge, and likewise for her father and many others who were in great need. Now
Jarlmann is healed of his wounds, but he has lost a hundred of his men in this battle.
He now holds a meeting with the king and his daughter and demands assurances from
them as regards what he was promised when he agreed to fight alongside the king. And
there is no mention of the princess having anything to say against this.
|
76. |
Konungur segir: “Svo mikið eigum vér þér að launa,” segir hann, “og mikill skaði er
oss, að slíkir menn vilja eigi hjá oss staðfestast. Eða hvar fyrir
annt þú þér eigi hins besta ríkis? Því að vel hefðir þú til unnið, þótt þú hefðir
átt hana sjálfa.”
|
The king says: “We owe you so much,” he says, “and it is a great harm to us, that
such men as you do not want to settle down here
with us. Why do you not desire the best fief for yourself? Because you would have
received the desired reward, had you wished to have her.”
|
77. |
Jarlmann segir: “Eigi fyrir þína dóttur né mikið ríki vil ég drottinssvikari heita.
En ósýnt þykir
mér, ef ég hefði ekki hér verið, hver þinnar dóttur hefði notið, og þykjumst ég því
vel til kominn, þó að haldinn sé skildagi við mig.”
|
Jarlmann says: “I wouldn’t be called a traitor for either your daughter or a large
fief. But it seems
unclear to me who would have married your daughter, had I not been here, and thus
I think that it’s for the best that I came, even though the agreed terms remain in
place as far as I’m concerned.”
|
78. |
En konungur segist ekki í móti mæla, ef dóttir hans vildi svo. En hún gefur þar já
til, því hún segist þeim manni best eiga að launa, “og mun þá eftir hið meira, ef
svo fer sem mig varir.”
|
And the king says he will not contradict his daughter if she wants it to be so. And
she agrees, because she said she had much to repay that man for, “and I think I will
end up owing him even more, if all goes as I suspect.”
|
79. |
Lauk svo þessari stefnu, að þetta var fullráðið, að frú Ríkilát skyldi fylgja Jarlmanni
heim í Frakkland, og sór hann henni sína trú, að hann skyldi henni hollur og hjálplegur,
hvers sem hún kynni með að þurfa.
|
This meeting ended with it being fully resolved that Lady Ríkilát should accompany
Jarlmann home to France, and he swore an oath to her that he would be true to her
and helpful in whatever she might require.
|
80. |
Lætur konungur nú búa ferð dóttur sinnar með miklu föruneyti í gulli og silfri og
mörgum dýrgripum, svo sem honum sómdi og báðum þeim mátti mest til heiðurs verða.
En þegar hennar ferð var fullbúin, vill Jarlmann eigi bíða lengur, því hann hafði
búið sig og sín skip. Leiddi konungur þá til strandar dóttur sína og fól hana honum
á hendur og kenndi henni mörg heilræði. Konungur gaf Jarlmanni sæmilegar gjafir og
öllum hans mönnum. Því næst gengu þeir á skip. Við þeirra skilnað var engi svo harður,
hvorki karl né kona, að vatni mætti halda, og grétu allir Ríkilát og þótti sem aldrei
mundi koma slík kona í Grikkland. Sigla þau nú í haf, þegar þeim gefur byr.
|
The king now organizes his daughter’s journey and provides her with a great retinue,
endowed with gold and silver and many treasures, as befitted his status and would
be of greatest honour to them both. And when her journey was fully prepared, Jarlmann
did not want to wait any longer, because he and his ships were fully prepared. The
king then led his daughter to the shore and handed her over to him and gave her a
great deal of wise advice. The king gave Jarlmann and all his men costly gifts. Then
they went on board. At their parting there was no person, neither man or woman, who
was so hard-hearted that they could hold back their tears, and all wept for Ríkilát
and thought that such a woman would never come to Greece again. They now sail out
to sea when the wind is favourable.
|
81. |
Látum þau nú sigla, sem þeim vel gegnir, en víkjum til heima í Frakklandi, hvað þar
hefir fram farið, síðan Jarlmann fór á brott.
|
We will now let them sail, as befits them, and let us head for home in France to find
out what has been going on there while Jarlmann has been away.
|
82. |
11. Það er sagt einhvern dag, sem Hermann konungur sat í sinni höll með hirð sinni, og
var þar þá gleði mikil, þá var lokið upp hallardyrum, og gengu þar inn tólf menn í
ríkulegum búningi. Þeir gengu fyrir konung. Sá sem fyrir þeim var kvaddi konung og
mælti síðan: “Vér erum sendimenn þess konungssonar, að ekki þykir meira til þín koma
en eins óbúins
spora; en spurt hefir hann, að þér eigið eina systur, er lof ber allra meyja fyrir
norðan Mundíufjöll. Nú ef þér viljið enga hneisu af honum fá, þá sendið honum yðra
systur, því að það er hans erindi, að hann vill hennar fá, og má þá vera með tillögum
góðra manna, að þér haldið ríkinu. En ef þér viljið eigi svo gera, þá hafið þér tapað
yðrum sóma, því að hann kemur hér á morgun með svo mikinn her, að yður er eigi lífs
von, nema þér látið hann einn öllu ráða.”
|
11. It is said that one day when King Hermann was sitting in his hall with his court,
and people were enjoying themselves, the hall doors opened, and twelve men came in
wearing fine clothing. They came before the king. Their leader greeted the king and
then said: “We are envoys of that prince, who is no more impressed by you than by
an unfinished
spur. He has heard that you have a sister who is praised most highly of all the maidens
north of the Alps. Now if you do not want to be humiliated by him, then send your
sister to him, because his intention is to have her, and then it may be that you get
to keep your kingdom, if good men intercede. But if you do not want to do this, then
your honour will be lost, because he is coming here tomorrow with such a big army
that there is no hope of you surviving, unless you cede complete control to him.”
|
83. |
Konungur leit til hans brosandi og mælti: “Hvert er nafn þitt, góður drengur? Eða
hvað heitir konungur sá, er mér gerir slíka
kosti?”
|
The king looked at him smiling and said: “What is your name, good sir? Or what is
that king called who presents me with such
a choice?”
|
84. |
Hann segir: “Minn lávarður heitir Ermanus, son Mundíans konungs af Svíþjóð hinni köldu.
Þar fellur
nægra gull en grjót, þar eru menn sterkir sem birnir, en grimmir sem ljón, svo fljótfættir
að þeir sigra mjóhunda á rás. Um allt Asía og svo um Eystrasalt eru allir menn við
oss hræddir. Ger nú skjótan úrskurð fyrir oss, því að ekki rýfst þér það ég segi.”
|
He said: “My lord is called Ermanus, son of King Mundían from Sweden the Cold. There
gold is
more abundant than gravel, and men there are as strong as bears and as vicious as
wolves, so fleet of foot that they defeat greyhounds in a race. Throughout Asia and likewise
across the Baltic Sea all men fear us. Now make a quick decision for us, because what
I say to you won’t fail to come to pass.”
|
85. |
Hermann konungur sagði þá: “Ef þú finnur Ermanus konungsson, þá mátt þú þetta segja
honum, að ég hefi ekki numið
að lúta nauðugur nokkrum manni, og ekkert já vil ég á hans boðskap gera. En ef hann
sækir oss heim, þá munum vér hans heima bíða, en ef hann kemst í brott héðan, þá mun
hann það sanna, að aldrei fór hann sér óþarfari ferð.”
|
King Hermann then said: “If you find Prince Ermanus, then you can tell him this, that
I have not taken to bowing
unwillingly to any man, and I will not grant his request. And if he visits us, then
we shall await him at home, and if he gets away from here, then he will have proof
that he never made a more unnecessary journey.”
|
86. |
“Ekki veit ég,” segir Landrés, “hvaðan þú dregur þá dul á þig, að þú svarar svo drembilega
slíks manns orðum, því
að mér sýnist menn þínir veiklegir og þó ekki margir, og mun þér annað sýnast, þá
þú sér hans mikla kappa.”
|
“I don’t know,” said Landrés, “how you came to be so ill-informed that you would answer
so arrogantly the words of
such a man, because your men seem weak and in short supply, and you will change your
mind when you see his great warriors.”
|
87. |
“Haf engi hót frammi,” segir Hermann konungur. “Séð hefi ég slíka menn mjöl sælda
og eta sjálfir sáðirnar.”
|
“Don’t make any more threats,” said King Hermann. “I have seen such men sift flour
and eat the seeds themselves.”
|
88. |
Þá snerist Landrés í brott og kvaddi ekki konung. Konungur talaði þá til sinna manna:
“Góðir drengir,” sagði hann, “vér höfum fengið ný tíðindi, og leggið nú til góð ráð,
hversu með skal fara að halda
vorri sæmd.”
|
Then Landrés turned away and did not say goodbye to the king. The king then spoke
with his men: “Good sirs,” he said, “we have received news so now give me some good
advice as to how I should proceed in
order to preserve our honour.”
|
89. |
En allir sögðust hans vilja og ráðum fylgja vilja. Hann segir svo: “Aldrei skal ég
á flótta leggja fyrir heiðingjum, heldur skulum vér ganga út af borginni
og berjast við þá með það lið, sem vér fáum, og megum vér skjótt af atburðum segja.
En ef oss tekst það eigi, megum vér halda aftur í borgina, læsa hana og láta hana
geyma vor; og mun oss snart koma mikið lið, ef vér gerum boð landsmönnum, og skulum
vér aldrei upp gefast, meðan vér getum borgina varið.”
|
Everyone said they wanted to follow his will and advice. He thus said: “I shall never
flee before heathens: rather we shall go out of the city and fight against
them with those troops whom we can get, and events will soon reveal to us the outcome.
And if we do not succeed, we can fall back into the city, lock it, and let it keep
us safe. Many troops will surely come swiftly to us if we send out a call to the people
of this country, and we will never surrender as long as we can defend the city.”
|
90. |
Voru nú þangað boð ger um alla nálæga staði. Kom þar hver maður, sem skildi mátti
valda, því að konungurinn var svo vinsæll, að allir vildu með honum bæði lifa og deyja.
Bjó hver sig og sín herklæði, sem best voru fengin.
|
A call to arms was now sent out to all the neighbouring regions. Every person who
could bear a shield came there, because the king was so popular that everyone wanted
both to live and to die alongside him. Each man prepared himself and got ready the
best armour that could be had.
|
91. |
12. Þetta sama kveld kom til höfuðborgarinnar Roðgeir jarl með hundrað riddara og vissi
enga von í þessu stríði. Konungur fagnaði honum vel. Varð konungur nú glaður við hans
komu og sagði honum til sinna vandræða og svo, hver svör hann hafði gefið sendimönnum,
og bað hann til leggja góð ráð, hversu með skyldi fara. En hann sagðist eigi kjörið
hafa öðruvís svör úr hans hálsi en þessi, “og er betra að falla með heiður en lifa
með skömm; og skal ég veita þér slíkt er ég
má. Mundi ég fjölmennari hafa verið, ef ég hefði vitað þetta fyrir. Var ég lengi hræddur
um það, að ég munda deyja inni á pallstrjám mínum sem kerlingar, og má mig það mikið
gleðja, þótt ég falli hér, ef þér yrði nokkuð lið að mér og mínum riddurum. Skulum
vér ganga út úr borginni á morgin með alla vora menn og gera þeim svo hart áhlaup,
að sá skal betra þykjast hafa, sem fjarri oss er, því að oft eru heiðingjar illir
í þrautum.”
|
12. That same evening Earl Roðgeir came to the capital with a hundred knights and knew
nothing of this strife. The king greeted him warmly, cheering up because of his arrival,
and told him about his troubles and also each answer that he had given to the envoys,
and asked him to proffer any good advice about how to proceed. Roðgeir said that he
would not have chosen to utter any other answers than these, “and it is better to
die with honour than live with shame. I will help you as much
as I can. I would have come with more men, if I had known about this in advance. For
a long time I feared that I would die in my bed like an old woman. It would please
me greatly, even if I should die here, if I and my knights could be of some help to
you. We will leave the city in the morning with all our men and attack them so fiercely,
that the further away from us a man is, the better off he will consider himself, because
heathens are often poor in a hard struggle.”
|
92. |
Síðan gengu þeir til drykkju og gerðu sig svo glaða sem þeir ætti ekki um að vera
og sváfu í náðum um nóttina. En þegar er dagur kom, skorti hvorki lúðragang né vopnabrak
í borginni. Gengu þeir þá út af staðnum og á slétta völlu og fylktu liði sínu og settu
upp merki sín. Þeir höfðu frítt lið og ekki mikið. Sjá þeir, hvar heiðingjar geysast
frá sjó neðan og höfðu svo mikinn her, að það var sem á ísmöl sæi. En þegar þeir finnast,
þá slær í hörðustu sókn af hvorumtveggja; mátti þar sjá mörg högg og stór og margan
dramblátan heiðingja úr söðli falla og svo hart niður koma, að þeir stóðu aldrei upp
síðan.
|
Afterwards they went to drink and enjoyed themselves as though they had nothing to
be concerned about and slept peacefully through the night. But as soon as day came,
there was no lack of either the sound of trumpets or the din of weapons in the city.
Then they went out from that place and onto the level field and arrayed their troops
and raised their banner. They had a fine troop, but not large. They see where the
heathens are surging up from the shore, and they had such a huge army that they were
like the grains of sand on a beach. When they came together, extremely hard fighting broke out from both sides. Many
mighty blows could be seen, as well as many haughty heathens falling out of their
saddles and coming down so hard that they never stood up again.
|
93. |
Landrés bar merki Ermanus konungssonar og ruddist um fast. Ermanus konungsson fylgdi
sjálfur merkinu og drap menn á tvær hendur sér, og þótti hann líkari tröllum en mennskum
mönnum. Roðgeir jarl reið fram karsklega. Háls lágur var á baki fylkingum heiðingja
öðrumegin; undir brekkunni hafði hann sett hundrað manna, og skyldu þeir koma heiðingjum
í opna skjöldu. Þeir höfðu merki og skyldu bera hátt, svo að sjá mætti upp yfir hálsinn,
og sýnt bil á milli merkjanna, og blása allir í lúðra, svo sjá megi merkin, en heyra
lúðrablásturinn, og hugðu þeir, að þar mundi undir mikill fjöldi hers. Þar var og
undir mikill fjöldi hesta og nauta, svo að heiðingjum skyldi sem mest sýnast tilsýndar.
|
Landrés bore the banner of Prince Ermanus and cleared the space around himself. Prince
Ermanus himself accompanied the banner and killed men on either side of himself. He
seemed more like a troll than a human being. Earl Roðgeir rode briskly forth. There
was a low ridge behind the heathen troops on the other side. Behind the hill he had
placed a hundred men, and the idea was that they would come at the heathens where
their guard was down. They had banners and would raise them high, so that they could
be seen over the ridge as well as wide gaps between the banners. Every man was to
blow a trumpet, so that the banners would be seen and the trumpets heard, and the
enemy would think that there must be a massive army back there. There were also a
large number of horses and cattle there, so that the heathens would think that the
host was extremely large based on appearances.
|
94. |
Nú ríður fram Roðgeir jarl og hans fóstri, Hermann konungur, og verða þar undan að
láta heiðingjar, þó fræknir þættu. Sneri Hermann nú á vinstra veg og drepur á lítilli
stundu meir en hundrað heiðingja. Roðgeir jarl snýr á móti Landrés; þá lagði Landrés
til hans með spjóti og hæfði í brjóst hestinum og upp í gegnum söðulbogann. Tók þá
skjöldurinn við, og var hann svo harður, að ekki festi á honum. Hann rétti upp hestinn,
svo hann stóð á eftri fótunum. En jarlinn stökk af baki og kom standandi niður. Hann
skaut sínu spjóti til Landrés, og kom í augað, því að hvergi var bert annars staðar,
og gekk út um hnakkann; var það hans bani. En Roðgeir jarl hljóp þegar á hest hans
og reið djarflega í mót heiðingjum.
|
Now Earl Roðgeir and his foster-son, King Hermann, rode forth, and the heathens had
to give way, though they seemed brave. Now Hermann turned to the left and killed a
hundred heathens in a short while. Earl Roðgeir turned to attack Landrés. Landrés
then lashed out at him with a spear, and it hit his horse in the breast, piercing
both it and the saddlebow. It then collided with the shield, but that was so hard
that the point was deflected. He made his horse rear so that it stood on its hind
legs. The earl, however, sprang down off his horse’s back and landed on his feet.
He launched his spear at Landrés, so that it hit him in the eye, because no other
spot was unprotected, and it came out the back of his neck. That was the death of
him. And Earl Roðgeir immediately mounted his horse and charged boldly into the heathens.
|
95. |
Í þessu bili komu bakjarlar upp á hólinn með liði sínu og gerðu mikið af sér, blésu í hvella lúðra, og sýndist
heiðingjum það lið svo mikið, að þeir örvæntu sér liðs og flýðu þegar til skipa. En
Ermanus kallar hátt og bað mannhunda ekki flýja að engri raun. Þeir voru og margir,
að ekki létu sem heyrðu, hvað hann sagði. Hann reiddist Roðgeiri jarli og lagði til hans með spjóti. En Roðgeir jarl hafði ærið um að vera, því að hann
hafði þá nýdrepið einn kappa. Lagið kom í millum herðanna og gekk út um brjóstið,
og vó hann upp og kastaði honum yfir hina næstu þrjá, svo að hvert bein brotnaði í
honum, er hann kom niður.
|
At that moment men arrived on the hilltop with the rear-attack troop and drew attention
to themselves, blowing in shrill trumpets. The heathens thought the host was so big
that they lost all hope of taking them on and immediately fled to the ships. But Ermanus
shouted loudly and ordered the scoundrels not to flee without having tested themselves.
There were many who pretended not to have heard what he said. He became furious with
Earl Roðgeir and drove his spear at him. Earl Roðgeir was fully occupied, having just
killed a noted warrior. The blow struck him between the shoulder blades and came out
through his chest, lifting him up and throwing him over the three nearest men, so
that every bone in his body broke when he hit the ground.
|
96. |
Þetta getur að líta Hermann konungur og verður nú ákaflega reiður og vill hefna síns
fóstra eða fá skjótan dauða. Ríður hann til móts við Ermanus konungsson, þar sem hann
brýst um, og þegar þeir til nást, höggur hvor til annars og klýfur hvor annars skjöld
að endilöngu. Sverð Ermanus konungssonar kom á lær Hermanni konungi, og var það mikið
sár, svo að í beini stóð. Hermann konungur hjó í mót Ermanus konungssyni um þvert
andlitið, svo í sundur tók höfuðið í einu, svo að í jörðu nam staðar. Þetta hið mikla
högg óttast allir heiðingjar, og flýja allir, hver sem því mátti við koma, sumir til
skipa, en sumir annarstaðar. En konungur rekur flóttann og drepur af slíkt, er hann
getur, og af öllum þeim fjölda komst ekki meira á brott en eitt skip, og voru þeir
þó illa leiknir. Venti konungur nú aftur miklum sigri og skiptir herfangi miklu með
sínum mönnum. En þá er hann kom heim frá bardaganum, þá hafði hann eigi meira en hundrað
menn, þá sem liðfærir voru, og voru þeir þó mjög sárir.
|
King Hermann was able to see that and became now exceedingly angry and wanted to avenge
his foster-father or die a quick death. He charged over to where Prince Ermanus was
fighting as hard as he could, and when they came together, each lashed out at the
other, and they split each other’s shields from top to bottom. Prince Ermanus’ sword
struck King Hermann in the thigh, and the wound was so deep that it stuck in the bone.
King Hermann struck Prince Ermanus across the face, splitting his head in a single
cut, and the sword came to a stop in the ground. All the heathens were terrified upon
seeing this great blow, and those who could, fled, some to the ships and others elsewhere.
But the king pursued those who were fleeing and killed those whom he could, and out
of all of them not more than a single ship got away, and even they were the worse
for wear. The king now turned back having won a great victory and divided the large
amount of booty among his men. Yet when he came home from the battle, he had no more
than a hundred men who were in a decent state, and they were nevertheless severely
wounded.
|
97. |
13. Þá var eigi langt að bíða, áður Jarlmann kom heim með frú Ríkilát, og varð konungurinn
við það furðu glaður og fagnaði þeim með mikilli gleði og blíðu. Sagði hvor öðrum
slíkt, er gerst hafði, og þótti hvorumtveggja mikils verð annars frægð. Þakkaði konungur
Jarlmanni með mörgum fögrum orðum sína festarkonu Ríkilát. Tekur hún að græða sár
konungs og þeirra manna, sem mest þurftu. Sáu menn brátt, að hún var afbragð annarra
kvenna bæði til vænleiks og visku; því felldu allir góðan hug til hennar. Hún gerði
sér alla góða menn að vinum; hún var blíð og lítillát við alla.
|
13. There was not long to wait before Jarlmann came home with Lady Ríkilát, and the king
was overjoyed and welcomed them with great happiness and affection. They told each
other what had happened, and each of them thought highly of how the other had distinguished
himself. The king thanked Jarlmann with many fine words for his bride-to-be, Ríkilát.
She set to work healing the king’s wounds as well as those of the men who most required
attention. People soon saw that she surpassed other women, both in beauty and wisdom.
For this reason everybody warmed to her. She befriended all the good people and was
gentle and humble with everyone.
|
98. |
Nú er Hermann konungur gróinn sára sinna, en svo mikil mannfæð orðin í hans ríki,
að hann þóttist eigi mega halda sitt brúðlaup með fullri sæmd, fyrr en hann hafði
gert sínum vinum boð og búist svo við sem honum þætti vel sóma, og sendir hann nú
sína menn víða í brott að kaupa þeim föng, sem þurfti, og bjóða þeim til, sem hann
vildi koma láta. En nokkru síðar en þeir voru brott farnir, gerðist Hermann konungur
nokkuð ókátur, og fór svo fram nokkra stund, og undruðust allir það. Nú kemur frú
Ríkilát að máli við Jarlmann og mælir svo til hans: “Góði vinur,” sagði hún, “hvað
mun valda konungur er svo óglaður?”
|
King Hermann’s wounds had now healed, but the population of the kingdom was so greatly
depleted that he did not think he could hold his wedding feast with full honour before
he had invited his friends and made such preparations as would confer distinction
upon himself. He now sends his men far and wide to buy the necessary provisions and
to invite those whom he wanted to have present. And some time after they had set out,
King Hermann became somewhat dejected and remained thus for a while, and everyone
wondered about this. Lady Ríkilát now came to speak with Jarlmann and said the following
to him: “Good friend,” she said, “what can be making the king so unhappy?”
|
99. |
“Þér munuð það vita, frú,” sagði hann, “því að ég hefi ei hann að spurt. Eða hvers
getið þér til?” segir hann.
|
“You ought to know that, my lady,” he said, “because I haven’t asked him. What is
your guess?” he said.
|
100. |
“Ei vildi eg, að af mér stæði,” sagði hún.
|
“I don’t want it to be because of me,” she said.
|
101. |
“Með yðru lofi, frú,” segir hann, “þá mun ég eftir spyrja og vita, ef ég kann vís
verða, hvað honum stendur fyrir gleði.”
|
“With your permission, my lady,” he said, “I shall enquire and find out whether I
can ascertain what is standing in the way of
his happiness.”
|
102. |
“Alls er ég ófús um það,” sagði hún, “því að illt mun af standa, ef svo fer sem mig
grunar.”
|
“I am far from happy about this,” she said, “because it will turn out badly if it
goes as I suspect.”
|
103. |
Jarlmann gengur nú fyrir konung, og ganga þeir á málstefnu. Jarlmann talar þá til
konungs: “Seg mér, kæri vin, hvað veldur þinni miklu ógleði, er þér hafið fengið?
Ertu reiður
manni nokkrum? Eða þykist þú ekki svo giftur sem þú vildir? Eða kemur nokkuð til mín
af þessu máli, þá skal ég gjarna um bæta, ef ég má.”
|
Jarlmann now goes before the king, and they have a conversation. Jarlmann says to
the king: “Tell me, dear friend, what is the cause of this great sadness which has
taken hold
of you? Are you angry with somebody? Or is your planned marriage not to your liking?
Or if this matter is in any way related to me, then I’ll gladly make reparations,
if I can.”
|
104. |
Konungur svarar máli hans: “Góður vin,” segir hann, “það tregar mig að segja, en þó
með því að þú spyr eftir, þá vil ég eigi leyna þig,
hvað mér býr í skapi: Konan líst mér ágæta vel, og eigi kjósi ég öðruvís, ef ég mætti
njóta. En nú uggir mig, að hún unni þér betur en mér, og munt þú fífla hana fyrir
mér.”
|
The king responds to his entreaties: “Good friend,” he says, “it grieves me to say
so, but since you ask, I don’t want to hide from you what I have
on my mind. I am extremely happy with this woman and I would not choose any other,
putting my satisfaction first. But now I fear that she loves you more than me, and
that you will lure her away from me.”
|
105. |
Þá svarar Jarlmann: “Það er satt, sem mælt er,” segir hann, “að ‘hvarkvæm er ástin.’
Hún kveikir það jafnan í mannsins brjósti, sem honum má mest
angur að verða. Og er slíkt ólíkleg ætlan, að ég mundi svíkja yður hér í yðru landi,
því að það kann ég segja yður, að kost átti ég að fá hennar, þá ég var út í Grikklandi,
að frænda ráði, og vildi ég þá ekki heita drottinssvikari heldur en nú. En ég má þetta
böl skjótt bæta. Ég skal mig af þínum garði skilja og aldrei koma þér til skapraunar
fyrir hennar augu.”
|
Then Jarlmann answers: “It is true what they say,” he says, “that ‘love pervades everything.’
It always kindles those feelings in a man’s heart
which can cause him the most grief. And it is a pretty unrealistic scenario that I
would betray you here in your country, because I can tell you this, that I had the
opportunity to get her when I was away in Greece, on the advice of her kinsmen, and
I did not want to be called a traitor to my master any more then than now. And I can
quickly ease your distress. I shall leave your residence and never trouble you in
her presence.”
|
106. |
“Það er mér óbætilegur skaði,” segir konungur, “að missa þína náveru.”
|
“It is an irreparable loss for me,” says the king, “to lose you.”
|
107. |
“Fyrir öllu því má eigi svo vera,” segir Jarlmann.
|
“Considering everything, it cannot be otherwise,” says Jarlmann.
|
108. |
Skilja þeir nú sitt mál. Kallar Jarlmann á sína menn og biður þá taka sína hesta og
búast á brott sem skjótast máttu þeir. Hann gengur fyrir Ríkilát og biður hana orlofs
að fara heim í sitt ríki. Hún bað hann vel fara, og gat hún ekki fleira við hann mælt
fyrir harmi. Hann gekk fyrir konung og kvaddi hann og reið síðan á brott með alla
sína menn, og kunnu því allir illa, og léttu þeir ei, fyrr en hann kom heim í sitt
ríki. Urðu menn honum fegnir. Tók hann sitt ríki og settist um kyrrt.
|
They now ended their conversation. Jarlmann called his men and asked them to fetch
their horses and get ready to leave as quickly as they could. He went to Ríkilát and
asked her permission to go home to his fief. She wished him a safe journey and could
not say anything else to him on account of her sorrow. He went before the king and
took his leave and then rode away with all his men, and everyone felt unhappy, and
they did not stop until he came home to his fief. People were overjoyed to see him.
He took charge of his fief and settled in.
|
109. |
14. Það bar nú þessu næst til tíðinda, að til hirðar Hermanns konungs komu tólf menn;
þeir voru allir í svörtum kuflum; þeir höfðu síða höttu. Þeir gengu fyrir konung og
kvöddu hann. Konungur spurði, hvað mönnum þeir væri. Þeir sögðust Kuflunga heita og
komnir vestan af Afríka og sögðust vera smiðir og nefndu margar borgir og kastala,
er þeir höfðu smíðað, og mörg tíðindi kunnu þeir að segja. Þótti konungi skemmtan
mikil að hverju þeirra orði. Konungur spurði, hvort þeir vildu smíða sér eina höll,
svo mikla sem honum þætti hófleg að drekka í sitt brúðlaup. En þeir sögðu, að það
skyldi með hans forsjá vera. Voru þeim þá fengnir þrælar og þjónustumenn; tóku þeir
til hallarsmíðisins; þeir voru bæði hagir og fljótsmíðir. Sá konungur, að þeir voru
miklir meistarar; þeir voru víðförlir og forvitnir. Mörgum var forvitni á að vita,
hvaða mönnum þeir voru. En konungi þótti allt sem þeir töluðu fyrir honum. Ríkilát
var jafnan ókát, síðan Jarlmann fór á brott, og lét þó sem minnst á sér finna.
|
14. Now the next noteworthy thing that happened was that twelve men came to the court
of King Hermann. They were all wearing black cowled cloaks with low-hanging hoods.
They went before the king and greeted him. The king asked who they were. They said
that they were called the Kuflungar and had come from Africa in the West and that they were craftsmen, naming many cities
and castles that they had built. They were able to give news of many things. The king
enjoyed listening to them. He asked whether they would build him a hall, so big that
he would think it fitting to hold his wedding in. They said that his wish was their
command. Then slaves and servants were found for them, and they began building the
hall. They were both skilled and swift in their work. The king saw that they were
true master-craftsmen: they were widely travelled and inquisitive. Many people were
curious about who they really were. But the king believed everything they told him.
Ríkilát was always unhappy after Jarlmann had left, but did not let it show at all.
|
110. |
Líður nú svo, að höllin er búin fyrir jól. Setur konungur nú brúðlaup sitt og sendir
boð Jarlmanni, fóstbróður sínum. En hann vill ekki koma hið fyrsta kveld veislunnar.
Konungur kallar Kuflunga til sín og þakkaði þeim smíðina, biður þá sjálfa kjósa sér
laun fyrir. En þeir sögðust nóg hafa fé, en báðu konung veita sér þá virðingu að gefa
þeim að drekka í brúðlaupinu í konungshöllinni. En með því að konungur sá, að þeir
voru hæverskir og kunnu vel að þjóna, veitti hann þeim það.
|
And it comes to pass that the hall is finished before Yule. The king now sets a date
for his wedding and sends an invitation to Jarlmann, his sworn brother, but Jarlmann
does not want to come to the first evening of the feast. Now the king summoned the
Kuflungs and thanked them for their work, asking them to choose their reward. They
said that they had plenty of money, but asked the king to honour them by allowing
them to serve him his drink at the wedding in the royal hall. And since the king could
see that they were courtly men and knew well how to serve, he granted them that.
|
111. |
Tólf hundruð manna sátu inni í konungshöllu og að auki brúðurin og hennar frúr. Þeir
bera mönnum svo ákaflega drykk, að af töfrum þeirra fellur hver maður niður sofinn
í sínu rúmi. En menn brúðgumans og brúðarinnar og allir menn í höllinni vakna eigi,
fyrr en sól skín á alla glugga í borginni, og var þá horfin brúðurin úr höllinni og
allir Kuflungar, en hallargólfið í sundur og kominn upp kolblár sjór.
|
Twelve hundred people sat inside the royal hall, along with the bride and her ladies.
The Kuflungs were so excessive at bringing everyone drink that, through their magic,
everyone fell down asleep in their place. And neither the bridegroom nor the bride’s
parties, nor anyone else in the hall, woke before the sun was shining down upon all
the windows in the city, and by that time the bride had disappeared from the hall
along with all the Kuflungs, and the hall floor had cracked, and up through it had
come coal-black seawater.
|
112. |
Nú hlaupa menn upp, og er nú mikið kall og þys um alla borgina og víðar annarstaðar,
og finnst ekki til hennar. Eigi finna sporhunda þeirra för, og hvorki völvur né vísindamenn
kunnu nokkuð til hennar að spyrja. Var hennar svo leitað allan þann mánuð, og fannst
hún hvergi. Þótti þetta mörgum mikil tíðindi, og voru ýmsar getur um það hafðar, hvað
af henni mundi orðið hafa. Sumir hugðu hún mundi numin í brott af tröllum, sumir ætluðu,
að galdrar mundu hafa sótt hana, sumir ætluðu hún mundi hafa sokkið í jörðina, sem
hallargólfið hefði sundur sprungið, og mundu Kuflungar verið hafa úr undirheimum og
árar fjandans.
|
Now everyone leapt up, and a great hue and cry was raised throughout the whole city
and far beyond, but Ríkilát was nowhere to be found. Tracker-dogs cannot find their
path, and neither sybils nor sages were able to get any news of her. She was sought
in this way for a whole month, but was not found. People thought this a major development,
and various theories arose as to what might have become of her. Some thought that
she must have been abducted by trolls; some that she had been compelled by magic;
and others thought that she must have sunk into the earth where the hall floor had
broken apart, and that the Kuflungs must have been from the Underworld and servants
of the Devil.
|
113. |
Þetta fékk Hermanni konungi svo, að hann gáði ekki ríkis síns, og lagðist hann í rekkju
af harmi. Mátti svo að kveða, að allir stæði þar í sorg og gráti. Þetta frétti Jarlmann,
og þótti honum úr vöndu að ráða, býr sig og sína menn og reið til Vernissuborgar,
kom þar snemma morgins og gekk í það loft, er konungur var inni, og talaði svo til
hans: “Bæði er hér,” segir hann, “að mjúkt hold er spennt,” segir hann, “enda sofið
þér nú lengi.”
|
All this affected Hermann so much that he neglected his kingdom and took to his bed
out of sorrow. It is fair to say that everyone there was overwhelmed with sorrow and
weeping. Jarlmann heard about this, and it seemed to him a difficult matter to solve.
He prepared himself and his men and rode to Vernissuborg, arriving there early in
the morning, and went to the upper room, where the king was, and said this to him:
“It may well be that this is also the place where soft bodies are embraced,” he says,
“but you’re certainly sleeping late.”
|
114. |
Konungur kenndi mál hans og sagði: “Góður vin, eigi skaltu spotta mig. Legg mér heldur
góð ráð, því að ég er þurftugur
þeirra.”
|
The king recognized his voice and said: “Dear friend, don’t mock me. Instead, give
me some good advice, because I am in need
of it.”
|
115. |
“Eigi mun svo illa til hafa borið,” segir Jarlmann, “að þú hafir misst Ríkilát, þótt
eigi fíflda ég hana frá þér.”
|
“Things needn’t have turned out so badly,” said Jarlmann, “considering that you seem
to have lost Ríkilát, even though I didn’t seduce her away
from you.”
|
116. |
“Því var misráðið, fóstbróðir,” segir konungur, “og fyrirgef þú mér það.”
|
“That was all a mistake, my sworn brother,” says the king, “and forgive me for that.”
|
117. |
“Allt er annað tiltækilegra,” segir Jarlmann, “en að syrgja orðinn skaða. Rís heldur
upp, og gefum síðan góð ráð, ef við kunnum.
En ekki mundi Ríkilát í brott, ef ég hefði hér verið.”
|
“Anything is preferable,” says Jarlmann, “to crying over spilt milk. So get up, and
we will come up with a good plan, if we
can. But Ríkilát wouldn’t be gone if I’d been here too.”
|
118. |
Ganga síðan inn í höllina. Tekur nú konungur að hressast, og taka síðan tal með sér.
|
Then they go into the hall. The king starts to cheer up, and they start to converse.
|
119. |
15. Litlu síðar lætur Jarlmann búa eitt skip og hefir þar á ellefu manna, og skyldu þeir
þjóna til skips, sem kænastir voru til segls og stjórnar, en þrjátigir skyldu vera
hans sporgöngumenn. Gull og silfur skorti þar ei og allar gersemar, svo að enginn
kunni marka tal. Hann talaði við Hermann konung: “Nú mun ég fara að leita eftir Ríkilát,
hvort sem ég get hana fundið eða eigi. En til
þess máttu ætla, að nær sem ég geri þér boð, þá kom þú til mín með svo marga menn
sem ég kveð á og fé sem ég vil hafa, og ætlið svo til, að þar liggi við bæði hennar
líf og mitt, ef þér komið eigi í nefndan tíma.”
|
15. Not long after, Jarlmann had a ship prepared with a crew of eleven men, and those
who were chosen were the most skilful in sailing and navigating. In addition he took
thirty men to assist him when needed. They had gold and silver and many kinds of jewels
in such abundance that no one could count them. Jarlmann then spoke to King Hermann:
“Now I will go to search for Ríkilát, to see whether I can find her or not. You can
be sure that as soon as I send you word, you should come to me with as many men as
I request and as much wealth as I require, and bear in mind that both her life and
mine will be at stake if you don’t turn up at the appointed time.”
|
120. |
Eftir það skildust þeir fóstbræður, og sigldi Jarlmann í haf. Hann hafði valið með
sér brott af landinu þá menn, sem vaskastir eru. Sigla þeir nú leið sína ávallt, þegar
byr gefur, og fara svo land af landi, og hefir Jarlmann forsögn á ferð þeirra, og
er ekki getið um þeirra ferðir, hvað til tíðinda yrði, fyrr en um haustið. Þá voru
þeir komnir út á Serkland hið mikla. Þar réð sá konungur fyrir, sem að Rúdent hét.
Hann var svo gamall, að engi maður í því landi mundi nær hann hafði konungdóm tekið. Hann átti einn son, og var frilluson konungs, því
að konungur var ógiftur. Nú kallar Jarlmann saman sína menn og talar svo til þeirra:
“Góðir drengir,” segir hann, “nú er þar komið, að mér þykir á liggja, að þér farið
mínum ráðum fram. Skulu þér nú
breyta nafni mínu og kalla mig Austvestan, en hvað sem ég segi af ferðum vorum eða
tíðindum úr öðrum löndum, þá skuluð þér það sanna. Látið mig fyrir svörum vera, hvers
sem spurt er, en ef uppvíst verður, af hverju landi að vér erum, þá er það bani vor
allra.”
|
After that the sworn brothers parted, and Jarlmann sailed out to sea. He had chosen
all the most valiant men to accompany him on his journey. They now sailed, wind permitting,
without stopping and travelled thus from land to land, with Jarlmann giving instructions
for their journey. Nothing is mentioned about what happened on their travels until
autumn, by which time they had arrived at Serkland the Great. A king named Rúdent
ruled there. He was so old that there was no one in that land who remembered when
he had taken power. He had one son, by a concubine, because he was unmarried. Now
Jarlmann calls his companions together and addresses them thus: “My good men,” he
says, “now we are at the point where I think it is essential that you proceed according
to
my orders. You must now change my name and call me Austvestan, and whatever I say about our travels or about news from other countries, you must
corroborate. Leave all the questions to me, whatever they ask about—and if where we
are really from becomes known, then we are all done for.”
|
121. |
Þeir lofuðu allir á sína trú að gera sem hann bauð. Síðan gengur Jarlmann heim til borgarinnar með þrítuganda mann. Hann gengur fyrir konung við tólf, en aðrir
kompánar stóðu úti og geymdu þeirra vopna. Hann kvaddi konung hæversklega; hann þurfti
ekki túlk fyrir sér. Konungur tók vel kveðju hans ok spurði, hvað manna hann væri.
Hann sagðist Austvestan heita: “Ég er fjarlægur yðru landi fæddur; ég á bróður, er
heitir Norðsunnan. Við höfum tekið
nafn af iðju okkarri, því að við höfum farið um allan heim, annar austur, en annar
vestur. Við höfum farið víða og þess heit strengt að þjóna þeim einum konungi, sem
okkur þykir allan höfðingskap hafa og engan hlut á skorta og okkur er svo eftirlátur,
að við megum engan hlut að finna. Nú höfum við spurt til yðrar tignar, og hafa allir
eitt um það mælt, að engi sé yðar líki. Því vildi ég dveljast hér hjá yður, þangað
til er minn bróðir kemur, því að ég hefi nóg fé að leggja fyrir mig og mína menn.”
|
They all solemnly vowed to do as he asked. Afterwards Jarlmann headed to the city
as one of thirty men. He went before the king with twelve, and his other companions
waited outside and looked after their weapons. He greeted the king courteously: he
had no need of an interpreter. The king received his greeting well and asked who he
was. He said that he was called Austvestan: “I was born far from your land. I have
a brother, who is called Norðsunnan. Our names
come from our labour, because we have travelled throughout the whole world, one the
east and the other the west. We have travelled far and wide and vowed to serve only
the king who seems to us to display the qualities of a perfect ruler, with no defect,
and who is so generous to us that we can find no fault. We have now heard about your
glory, and everyone has said the same, that there is no man like you. So I would like
to remain here with you until my brother arrives, since I have enough money to see
to myself and my men.”
|
122. |
Konungur svarar máli hans: “Velkominn skaltu hjá mér, svo lengi sem þig lystir að
dveljast hér. Hversu marga menn
hefir þú?”
|
The king replies to his speech: “You will be welcome here with me as long as you desire
to remain here. How many men
do you have?”
|
123. |
“Vér erum fjörutigir,” segir hann, “með eitt skip.”
|
“Forty altogether,” he says, “with one ship.”
|
124. |
Konungur kallaði sína menn, að þeir skyldu taka hans skip og upp setja og hirða reiðann
vandlega, en skipaði þeim sæmilega steinhöll að hirða í sína peninga og sjálfir í
að liggja. Hann skipaði þeim sæmileg sæti í sinni höll; sína menn lætur hann úr sætum
ganga fyrir þeim. Nú færa þeir heim sinn varning og tjalda sína höll og búast um sæmilega.
|
The king called his men, saying that they should take his ship, draw it ashore and
take good care of it. He also arranged a stone hall where they could store their money
as well as sleep. He arranged fine seats for them in his own hall, and had his own
men give up their seats to them. Now they take their wares home and decked out their
hall with tapestries and arranged it beautifully.
|
125. |
Næsta dag eftir gengur Austvestan fyrir konung og kvaddi hann virðulega og þakkaði
honum fyrir góðar viðtökur. “Vildi ég gjarna þiggja, að þér kæmuð í mína höll í dag
með svo marga menn sem þér
viljið, og hún tekur, og sjáið vorn fararblóma.”
|
The following day Austvestan went before the king and greeted him respectfully and
thanked him for the warm reception. “I would be honoured if you would come to my hall
today with as many people as you
wish and as it can accommodate, and so see how splendidly our expedition has been
decked out.”
|
126. |
Konungur játaði honum þessu, og lætur Austvestan búa sitt borð sæmilega. Kemur konungur
þar með sína menn. Rís þar upp hin sæmilegasta veisla. Austvestan gengur nú brott
og með honum hans fjórir sveinar, koma inn aftur og bera stórar töskur fullar af gulli
og gersemum. Hann gengur að þeim manni, sem sat við hallardyr, og gefur honum sverð
gott og einn mikinn gullhring; öðrum gaf hann hjálm og brynju, og öllum gefur hann
sæmilegar gjafir, sem þar voru inni, og engi maður þá minna af honum en þrjú pund
gulls. Konungi gefur hann einn skjöld, þann sem eigi kostaði minna en hundrað punda
gulls. En áður konungur gengur á brott af veislunni, býður hann Austvestan þriggja
nátta veislu með öllum sínum mönnum heim í konungsgarð.
|
The king agreed to this, and Austvestan had his table fittingly decked out. The king
came there with his men, and the most splendid feast began. Austvestan now left, along
with his four young servants, and they came back in with huge bags full of gold and
jewels. He went up to the man who sat by the hall doors and gave him a good sword
and one large gold ring. To the next he gave a helmet and mailcoat, and to all who
were there he gave wonderful gifts, and no one received less from him than three pounds
of gold. To the king he gave a certain shield, which did not cost less than one hundred
pounds of gold. And before the king left the feast, he invited Austvestan along with
all his men to a three-night feast at his home in the palace.
|
127. |
Austvestan fer nú til þeirrar veislu með sínum mönnum, og er þar mikill fagnafundur.
Gefur konungur honum sæmilegar gjafir, svo að miklu voru þær meira verðs en hann hafði
áður gefið, og öllum hans mönnum gaf hann nokkuð. En hinn síðasta dag veislunnar stóð
Austvestan upp og beiddi konung orlofs að tala sitt erindi, en konungur beiddi þegar
hljóðs.
|
Austvestan then went to that feast with his men, and there was a joyous encounter
there. The king gave him wondrous gifts, such that they were worth much more than
those Austvestan had previously given, and he gave something to each one of Austvestanʼs
men. And on the last day of the feast, Austvestan stood up and asked the king for
permission to explain what had brought him there, and the king immediately called
for silence.
|
128. |
16. Austvestan hóf svo sitt mál: “Þakka viljum vér konungi allan sóma, sem hann gerir
oss, og mun ég því lýsa, að ég
hefi nú farið um allan heiminn og sótt heim höfðingja og kannað þeirra siðu, og mun
ég það mæla, að ég hefi engan slíkan fundið sem þennan höfðingja, er ég hefi nú heimsótt,
og af því að mér líkar hér vel, þá vildi ég, að engi maður hlyti hér illt af mér.
Þó má ei illt varast, nema viti, og vil ég segja yður löst á mér: ég er svo forvitinn
maður, að ég vildi allt vita, en ef ég verð nokkurs vís, þá má ég engu leyna, og verð
ég allt að segja. Ég stend upp um nætur, og geng ég að forvitnast, hvað menn tala,
ef ég kann nokkurs vís verða. Því má hver maður varast að tala ekki fleira, en hirða
ei, hve nær upp kemur.”
|
16. Austvestan began to speak: “We want to thank the king for all the honour that he has
shown us, and I want to let
it be known that I have now travelled throughout the whole world and visited rulers
and become familiar with their ways, and I must say that I have never met anyone like
this ruler who I am visiting now. And because I like it here, I do not want to do
wrong by anyone. However, precaution is hardest in ignorance, and I want to admit
to you one of my faults. I am so curious that I want to know everything, and if I
come to learn of something, I am not capable of concealing it and will say everything.
I get up in the night and walk about in order to pry into people’s conversations and
see whether I can learn something. For that reason every man must take care not to
say more than he cares to come up in discussion.”
|
129. |
Konungur segir, að þetta mun margan henda, þótt eigi segi svo fyrir. “Og við mundir
þú vara, ef að meira væri.”
|
The king said that this is pertinent advice for many a man, even had they not been
previously warned. “And you will warn us, if something more comes of this.”
|
130. |
Slítur nú veislunni. Er Austvestan nú með konungi í góðum kærleika, og er hann nú
svo vinsæll maður, að allir vilja svo sitja og standa sem hann vill, og líður svo
veturinn fram til jóla.
|
The feast now comes to an end. Austvestan and the king are now on very friendly terms,
and he is such a popular man that everybody is at his beck and call, and the winter
passes until Yule arrives.
|
131. |
Hið fyrsta kveld jóla var sæmileg veisla og mikill drykkjuskapur. Er Austvestan á
gangi þessa nátt, sem hann var vanur. Hann gengur nú undir eitt loft og heyrir, að
þar talast við þrír riddarar. Einn mælti svo: “Gott mun hér að öðrum jólum,” segir
hann.
|
On the first evening of Yule there was a magnificent feast and much drinking. Austvestan
was out and about that night, as was his custom. He was walking in a loft space and
heard three knights talking to each other. One spoke thus: “It will be good here next
Yule,” he said.
|
132. |
“Því þá betra en nú?” sagði annar. “Mér þykir jafnan til sanns að ætla um það.”
|
“Why better then than now?” said the second, “I reckon in truth that people always
think that.”
|
133. |
“Víst mun þá meira við haft,” segir hann, “að konungur heldur sitt brúðlaup.”
|
“It will certainly be a grander affair then,” he said, “because the king will be celebrating
his wedding.”
|
134. |
“Hvort talar þú drukkinn,” segir hann, “eða hversu víkja við orð þín? Eða hver er
sú kona, sem hann ætlar að fá sér?”
|
“Are you drunk?” he said, “or what are you getting at with these words of yours? Who
is this woman whom he intends
to marry?”
|
135. |
Riddarinn segir, sem áður hafði þagað: “Talið ekki svo margt,” sagði hann, “þið vitið
ekki, nema Austvestan sé nær og heyri til, hvað þið talið.”
|
The knight now spoke, the one who had been silent up till then: “Don’t talk so much,”
he said, “you don’t know whether Austvestan is nearby and listening in on what you
say.”
|
136. |
“Það má ei vera,” segir hann, “því að ég sá, að hann gekk að sofa, áður vér fórum
hingað. Þið verðið að segja mér,” segir hann, “nokkuð af þessu efni, því að vér höfum
trúlofað, að hver skal með öðrum vita alla
þá hluti, sem við bera.”
|
“There’s no chance of that,” he said, “because I saw him go to sleep before we came
here. You have to tell me,” he said, “something about this matter, because we have
sworn that each of us shall share what
we learn with the others.”
|
137. |
“Hefir þú ekki frétt,” segir hann, “að konungur sendi Kuflunga að sækja Ríkilát hina
vænu? Hún er svo fögur, að gull er
á henni allt handarbakið, og þá er hún kom heim, varð konungur henni feginn og vildi
þegar gera brúðlaup til hennar. Hún bað fresta til þriðju jóla, og kvaðst hún þá skyldi
vel una. Þá vildi konungur kyssa hana, en hún kveðst það mundi veita honum, ef hann
gerði þá bæn, sem hún beiddi. Hann spurði, hver sú væri. En hún bað hann láta drepa
alla Kuflunga fyrir augum sér, svo hún sæi á, og það veitti konungur henni.”
|
“Have you not heard,” he said, “that the king sent the Kuflungs to fetch Ríkilát the
Beautiful? She is so fair that
the back of her hand is completely golden, and when she came to live here, the king
was extremely glad to see her and wanted to organize a wedding immediately. She asked
that it be put off until the third Yule, and said that she would then be happy to
proceed. The king then wanted to kiss her, but she said that she would allow him that
if he would grant a request which she made. He asked what that was, and she asked
him to have all of the Kuflungs killed before her very eyes, so that she might look
on, and the king granted her that.”
|
138. |
“Hvar er þessi mey geymd?” sögðu hinir.
|
“Where is this maiden hidden away?” the others said.
|
139. |
“Það er oss bannað að segja,” sagði hann.
|
“It is forbidden for us to say that,” he said.
|
140. |
“Til hefir þú látið hið meira,” sögðu hinir.
|
“You’ve said a lot more up to this point,” the others said.
|
141. |
“Veist þú eigi,” sagði hann, “að konungur á sér móðursystur, sem heitir Þorbjörg hin
digra? Hún býr í fjallinu Baldak,
er norðast er á Serklandi. Henni þjóna mörg tröll. Þar er geymd Ríkilát í einum glersal;
skal hún þaðan ei koma, fyrr en hún er sótt á brúðbekk.”
|
“Do you not know,” he said, “that the king has an aunt, his mother’s sister, who is
called Þorbjörg the Stout?
She lives on the mountain named Baldak, which is in the northernmost part of Serkland.
Many trolls serve her. Ríkilát is kept there in a glass chamber. She won’t leave that
place until she is brought to her wedding.”
|
142. |
“Mikið þótti mér konungurinn til vinna að kyssa hana, eða hvað mundi henni til ganga,
að hún vildi svo gera? Og undur þótti mér, að hann vann það til, svo mikla gersemi
sem þeir sóttu honum.”
|
“I think the king achieved a great thing in kissing her, but what was in it for her
that she wanted to do this? It seems amazing to me that he did what he did after they
had fetched such a great treasure for him.”
|
143. |
“Því gerði hann svo,” segir hinn, “að hann þóttist nóga hafa slíka, en hún óttaðist, að þeir mundu þekkja, ef nokkur af
hennar liði kæmi til hjálpar henni.”
|
“He did so,” says the other, “because he thought that he had enough such men, but
she feared that they would recognize
at once if any of her friends came to her aid.”
|
144. |
Austvestan skellur nú upp og hlær og gengur í brott; en þeir urðu mjög hræddir, og
segir sá, sem þagað hafði, að nú væri betur ótalað, en riddari svarar: “Austvestan
er svo góður drengur,” segir hann, “því hann lætur sem hann muni ekki þekkja oss,
en vér skulum eigi sjálfir frá segja.”
|
Austvestan now howled and laughed and went away, but they were really frightened,
and the one who had remained silent said that such things would have been better left
unsaid, but the knight responded: “Austvestan is such a good fellow,” he said, “that
he will act as if he doesn’t know us, and we should say nothing of it ourselves.”
|
145. |
Fóru þeir nú að sofa, og leið svo þessi nótt.
|
They now went to sleep, and the night drew on.
|
146. |
17. Næsta morgun var Austvestan snemma á fótum og kvaddi konung á málstefnu og mælti svo
til hans: “Ég hefi fengið nokkur ný tíðindi í nótt,” segir hann, “að þér eigið yður
festarmey og hér mun niður komin Ríkilát hin fagra, er þeir leita
um alla Norðurálfuna, en hennar festarmann kvað vera sprunginn af harmi.”
|
17. The next morning Austvestan got up early and asked to speak to the king and said the
following to him: “I have heard some news during the night,” he says, “that a woman
is betrothed to you, and Ríkilát the Beautiful must have come down here,
she whom everybody searches for in the North, and the man she was betrothed to is
said to be overwhelmed with grief.”
|
147. |
“Hver hefir þér þetta sagt?” segir konungur.
|
“Who has told you this?” said the king.
|
148. |
“Eigi kenndi ég þá menn,” sagði hann, “en heyrði ég, að þeir töluðu, og eigi vissu
þeir, hvar ég var.”
|
“I didnʼt know those men,” he said, “but I heard them when they spoke and they didnʼt
know that I was there.”
|
149. |
“Hér hefi ég mikið við lagt,” segir konungur, “ef nokkur segði þetta, að sá skyldi engu fyrir týna nema lífinu.
En nú bið ég þig,
að þú hafir sem minnst orð um þetta.”
|
“I have promised serious consequences,” said the king, “if someone should speak of
this, and that person should lose his life straight away.
And now I ask you to be as discrete as possible about this.”
|
150. |
“Það má ég vel gera,” segir Austvestan, “því að ég hefi nú mína forvitni í ljós látna
fyrir yður.”
|
“I can certainly do that,” said Austvestan, “since now I have been open to you about
my curiosity.”
|
151. |
Og skildu þeir nú sitt tal að sinni.
|
And that was the end of their conversation for the time being.
|
152. |
En litlu síðar talar Austvestan við konung: “Mikil forvitni er mér á,” segir hann,
“að sjá yðra festarmey, og mundi ég mikið til gefa.”
|
But a short while later Austvestan speaks to the king: “I’m very curious,” he says,
“to meet your betrothed, and I would give a lot to make that come to pass.”
|
153. |
En konungur svarar: “Það má ei gerast,” segir hann, “utan með miklum fékostnaði, því
að Þorbjörg kemur eigi af sínu ríki með minna kostnað
en hálfa lest gulls.”
|
The king answers: “That cannot happen,” he says, “unless a great deal of money is
paid, because Þorbjörg does not leave her realm for
less than half a ship’s load of gold.”
|
154. |
En Austvestan svarar og segist allt vilja til leggja, “því að ég hefi nóg fé.”
|
Austevestan answers and says that he is willing to pay any amount, “because I have
plenty of money.”
|
155. |
Konungur segir: “Fyrir okkarn vinskap mun ég þetta veita þér, og gerum ekki orð á
fyrir öðrum mönnum.”
|
The king says: “On account of our friendship I will grant you this, but let us not
mention this to
other men.”
|
156. |
Austvestan sagði svo vera skyldu.
|
Austvestan says that it will be so.
|
157. |
Hverfur konungur nú á brott nokkra daga. En þá hann kemur heim, gengur Austvestan
á mót honum og öll hirðin; fögnuðu honum vel. Hinn átta dag jóla bað konungurinn alla
sína menn gera sig glaða og káta og hafa það til skemmtunar, sem hver vill, “en við
Austvestan munum fara tveir saman, og forvitnast engi um okkur.”
|
The king is now gone for several days. When he comes home, Austvestan and all the
court goes to meet him, greeting him warmly. And on the eighth day of Yule the king
asks all his men to be glad and cheerful and enjoy whatever entertainment they want,
“but the two of us, that is Austvestan and myself, will be going on a journey, and
nobody should enquire about us.”
|
158. |
Þessu lofuðu þeir. Gengu þeir tveir á brott frá öðrum. Vissi engi, hvert þeir fóru.
Þeir gengu fram í einn dal mikinn. Voru það stuttir vellir. Þar var reist eitt silkitjald
á einum hól. Þangað gengu þeir. Risti konungur þar um reit. Síðan blés hann í eina
silfurpípu litla. Þá opnuðust hólar þeir, sem þar voru nærri og svo víðar annarstaðar.
Koma þar út álfar ok dvergar ok önnur illkvíkindi. Það sótti þangað að, sem þeir voru
á vellinum, ok í sinn reit hver þjóð. En gekk konungur út ok þeytti sína pípu. Þá
opnuðust gljúfur ok hamrar. Komu þar út bergrisar og tröllkonur og margur ófríður
þurs. Þetta kemur og allt þar niður, sem þeir eru. Enn blæs konungur í sínu pípu.
Stundu síðar sjá þeir opnast fjallið Kaldbak, og kemur þar út svo mikill fjöldi trölla og illþýðis, að þar var eigi jafnmargt fyrir.
Þar fylgdi með ein kvinna nokkuð stór og hæversk. Aldrei sá hann slíka fyrr, því að
hennar hæð tók langt upp hjá fjallinu. Hún hafði eina gullfesti sér í hendi. Þar var
við festur einn glersalur. Hann rennur með henni á hjólum. Þau nálægjast skjótt þangað í dalinn. Þorbjörg leiðir glersalinn upp á reitinn, þann sem konungur
var fyrir. Konungur gekk út og heilsaði frændkonu sinni. Hún leiddi glersalinn inn
í tjaldið. Nú sér Ríkilát Jarlmann, og þekkir hvort annað; batnar hér nú sýnt í skapi.
|
They promised not to. Then the two of them left the others. Nobody knew where they
were going. They went to a wide valley, where there were narrow plains. A silk tent
was pitched there upon a hillock. They went up to it, and the king marked out squares
around it. Then he blew into a small silver pipe and the hillocks close by and in
many other places around opened up. Elves and dwarves and other evil beings came out.
These beings came up to where they stood on the plain, and each being went to its
respective square. Then the king walked out and blew into his pipe, and the chasms
and crags opened up. Mountain giants and trollwomen and many a hostile ogre came out.
Each and every one of them came down to where they stood. Once again the king blew
into his pipe. Shortly afterwards they saw that the mountain Kaldbak opened, and out
from there a great crowd of trolls and evil types came, even more than were already
there. A woman, large and noble-looking, accompanied them. He had never seen anyone
like her, because she reached a fair way up the mountainside. She had a golden chain
in her hand. Attached to it was a glass chamber. It rolled alongside her on wheels.
They approached rapidly to where they were in the valley. Þorbjörg led the glass chamber
up into the square that the king stood in front of. The king stepped out and greeted
his kinswoman, and she drew the glass chamber into the tent. At this point Ríkilát
saw Jarlmann, and each recognized the other. Their moods now improved visibly.
|
159. |
Konungur mælir nú til Austvestans: “Sé nú, góður vinur,” segir hann, “mína festarmey.
Hvar sást þú aðra slíka fyrr?”
|
The king now spoke to Austvestan: “Look now, good friend,” he said, “upon my betrothed.
Have you ever seen her like?”
|
160. |
“Nei, herra,” sagði hann, “hún finnst ekki; slík heyrir yður vel.”
|
“No, lord,” he said: “she is incomparable. Such a woman well befits you.”
|
161. |
Konungur talar nú við frú Ríkilát: “Mín unnasta,” segir hann, “hversu líst yður á
þennan mann, sem hér stendur hjá mér?”
|
The king now spoke to Lady Ríkilát: “My beloved,” he said, “what do you think of this
man who stands beside me?”
|
162. |
Hún svarar brosandi: “Minn elskhugi,” segir hún, “slíka kjöra ég yður marga.”
|
She answered, smiling. “My darling,” she said, “I would choose for you to have many
such men.”
|
163. |
Nú gladdist konungur, er hans frú er svo blíð.
|
Now the king was happy that his wife was so affectionate.
|
164. |
18. Þorbjörg settist nú niður á einn stól og biður, að sitt fólk skyldi hafa nokkuð til
gamans. Standa þá upp álfar og allt smáfólk og slógu allra handa dansleika, hvert
eftir sinni lýðsku, og þykir þeim mikil skemmtan. Litlu síðar biður Þorbjörg, að þeir
skulu afklæðast og glíma, sem til þess eru færir. En þótt margir léti treglega við,
þá varð þó hver að fara sem hún skipaði; en þau föll, er þar komu í, voru svo stór,
að öll jörðin skalf. Þótti þeim Austvestan við því búið, að fjöllin mundu ofan hrjóta
á þá. En er af var lokið glímunum, kallar Þorbjörg og bað þá menn upp standa, sem
áður höfðu setið, og dansa og launa svo hinum, sem áður höfðu vel skemmt. Var þá dans
upp tekinn.
|
18. Þorbjörg now sat down in her seat and asked her people to entertain themselves. Then
all the elves and little people stood up and broke into many dances, according to
their customs, and they thought it was great fun. A little later Þorbjörg asked those
who could to remove their clothes and wrestle. And though many were reluctant, everybody
ended up doing as she commanded. The wrestling-throws that followed were so fierce
that all the earth trembled. Austvestan and Rúdent thought that the mountains were
on the point of tumbling down on them. But when the wrestling was finished Þorbjörg
called out and asked the men who had been sitting to stand up and dance and thus reward
those others who had previously entertained them. So then the dance was joined.
|
165. |
Konungur mælti þá til Austvestans: “Nú vil ég, að við förum heim að sinni; fullverið
höfum við hér.”
|
The king then spoke to Austvestan: “Now I would like for us to go home at once, as
we have been here long enough.”
|
166. |
Austvestan svarar: “Ekki hafa kveðið enn hinir bestu mennirnir.”
|
Austvestan answered: “The best men are yet to recite.”
|
167. |
“Lítið ætla ég að um batni héðan af,” segir konungur.
|
“I think there is little benefit to be gained from staying here longer,” said the
king.
|
168. |
Kom þá upp hljóð mikið. Konungur bað þá heim fara. En Austvestan kveðst það ekki vilja.
Taka nú konurnar að kveða; þykir Austvestan nú sýnt versna, en bíður þó þess af er
lokið. Þá spurði Þorbjörg, hvort þar skyldi staðar nema. En þeir, sem fyrir gleðinni
gengu, sögðu farið það, sem þeir ætti til. Þeir sögðu það mikið bæta, ef dansmóðirin
Þorbjörg vildi nokkra skemmtan sýna. En hún kveðst lengi af hafa lagt. Kveðst hún
þó ei vilja synja þeim þess að heyra sín fögru hljóð. Var þá hljóð gefið, en hún kvað
bæði hátt og hvellt, svo að dvergmála kvað í hverjum hamri, og kvað þetta upp á þeirra
vísu:
|
Then there was a loud noise. The king asked that they might go home. But Austvestan
said that he did not want to. Then the women began to chant. Austvestan thought that
things were clearly taking a turn for the worse, but waited for it all to be over.
Then Þorbjörg asked whether they should bring this to a close. And those who had been
providing the entertainment said that their repertoire was finished. They said it
would be a great boon if the mother of the dance, Þorbjörg, would entertain them somehow.
She said that she had given up on that a long time ago, but also that she did not
want to deny them the possibility of hearing her beautiful singing. Then there was
silence, and she spoke loudly and in a high pitch, so that her voice echoed off every
crag, and this was the verse she spoke:
|
169. |
“Brúsi átti byggð í helli,
oft var hann síð á ferli.” |
“In a cave was Brúsi lord,
often wandered he abroad.” |
170. |
Konungur bað þá heim fara, en Austvestan sagðist vilja bíða leiksloka. Gaf þá Þorbjörg
hin hæverska upp að kveða, og lutu henni þá allir. Því næst er tekið til hringbrots.
Stóð konungur þá upp og kveðst ekki vilja bíða lengur. Austvestan fylgdi þá konungi
og kvað þó mikið fyrir að skilja við svo góða gleði. Heyra þeir á bak sér aftur dynur
og dynki og ógurleg hljóð, en jörðin skalf undir þeim sem á þræði léki, svo að þeir
urðu að styðja sig með spjótsköftum sínum, og léttu ei, fyrr en þeir komu heim til
borgarinnar, og vissu ekki, hvað af leikslokum varð.
|
The king asked that they go home, but Austvestan said that he wanted to await the
end of the games. Then the noble Þorbjörg stopped reciting, and everybody bowed to
her. Following this the hringbrot began. The king then stood up and said that he did not want to wait around any longer. Austvestan
then accompanied the king, but said that it was a great shame to leave behind such
merriment. They hear behind them a crashing and banging and a terrifying sound, and
the earth shook beneath them, as if it were dangling by a thread, so that they had
to support themselves upon their spear-shafts. This did not stop until they got back
to the city, and they did not know how the games came to an end.
|
171. |
19. Litlu síðar en þeir voru heim komnir, gerðist Austvestan svo óglaður, en það undruðust
allir, og fór því fram nokkra stund.
|
19. A little after they had returned home, Austvestan became so sad that everybody wondered
about it, and the situation remained like this for a while.
|
172. |
Eitt sinn kallar konungur Austvestan til sín og mælir svo til hans: “Góði vinur,”
segir hann, “hvað er þér að angri eða ógleði? Eða þykir yður nokkrir hlutir að við
oss eða vora
menn? Eða eru þeir nokkrir hlutir, að ég má svo gera yður vel líki?”
|
On one occasion, the king summons Austvestan into his presence and speaks to him as
follows: “Dear friend,” he says, “what is it that grieves you or makes you so unhappy?
Is it something that we or our
men have done? Or is there something that I could do that would please you?”
|
173. |
“Einskis má ég yður kunna né yðra menn,” segir Austvestan, “en mun undir yður komið,
hvort ég fæ mína gleði aftur eða ei og ef þér gefið mér orlof
til að segja.”
|
“I cannot rebuke you or your men for anything,” says Austvestan, “but it is in your
hands whether I should be happy again or not, if you would permit
me to speak of it.”
|
174. |
Konungur segist þar orlof til gefa.
|
The king says that he gives his permission.
|
175. |
Austvestan sagði þá: “Það er yður að segja, síðan næst ég sá yðra framkvæmdar og frændkonu Þorbjörgu, hefi ég enga ró beðið hvorki nótt né dag. Hana eina hefi
ég svo af konum séð, að mínu skapi gengur næst, og ef þér vilduð unna mér þann heiður
að gifta mér hana, mundi ég þér aldrei bregðast.”
|
Austvestan then said: “I must tell you that ever since I saw your outstanding kinswoman,
Þorbjörg, I have
had no peace of mind night or day. She alone, of all the women I have seen, is most
pleasing to me, and if you would grant me the honour of giving her in marriage to
me, I would never fail you.”
|
176. |
“Hætt þú, Austvestan,” sagði hann, “og tal ei svo. Það er ei mennsks manns náttúra
að eiga við hana eða standast hennar
áfang.”
|
“Stop, Austvestan,” he said, “and do not speak so. It is not in the nature of mere
men to get involved with her
or endure her embrace.”
|
177. |
“Þar mun ég þó til voga,” segir Austvestan, “ef ég á kosti, og væri yður það ei mótþykkilegt,
að þér ræðið þetta og mætti ég fá
að tala við hana. En nú vil ég yður biðja fyrir okkarn kærleik að ræða þetta erindi
við hana minna vegna.”
|
“Nevertheless I will risk it,” says Austvestan, “if I should have the chance, and
I hope it is not displeasing for you to broach this
matter and that I should get to discuss it with her. So now I want to ask you, for
the sake of our affection, to discuss my intentions with her on my behalf.”
|
178. |
Konungur þagði nokkra stund og mælti síðan: “Illt er það að vita, Austvestan,” segir
hann, “að þú skalt sjálfur vilja tala þér höfuðbana. En þótt hér gengi til mikill
hluti míns
ríkis og slíkt sem ég kann, þá fæ ég eigi fyrir séð, hvort ég fæ hér nokkrar lyktar
eða eigi á gert. En fyrir okkarn vinskap mun ég við leita, að þitt mál takist, hvernig
sem mér veitir.”
|
The king was silent for a time and then spoke: “It pains me to know, Austvestan,”
he says, “that you want to talk yourself into certain death. Even if, however, I should
muster
up the lionʼs share of my influence and do all I can, still I cannot foresee whether
I can bring this about or not. But for the sake of our friendship I will try to ensure
that your cause is successful, however it turns out for me.”
|
179. |
“Það vil ég gjarna þiggja,” segir Austvestan.
|
“I will gladly accept that,” says Austvestan.
|
180. |
Slitu þeir þá sínu tali.
|
They now ended their conversation.
|
181. |
En litlu síðar mælti konungur við Austvestan: “Nú skaltu geyma borgarinnar, meðan
ég er á brott, en ekki er ég skemur á brott en
þrjár vikur.”
|
And a little later the king spoke to Austvestan: “Now you must take charge of the
city while I am away, and I will be absent for at
least three weeks.”
|
182. |
Austvestan segist það gjarna vilja og gerir nú hóflega glaðan. En konungur hvarf í
brott. Líða nú langir tímar af. Enginn veit, hvað af honum er orðið. En að nefndum
tíma kemur konungur heim. Gengur Austvestan á móti honum og öll hirðin og fögnuðu
honum vel. Síðan tóku þeir tal með sér, konungur og Austvestan, og spurði hann þá,
hversu hans mál hefði gengið.
|
Austvestan says that he would gladly do that and now becomes reasonably happy. The
king disappeared off somewhere. A long time now passes. Nobody knows what has become
of him. But at the appointed time the king comes home. Austvestan goes to meet him,
as do all the court, and they greeted him warmly. Then the king and Austvestan spoke
with each other, and the latter asked the king how it had gone.
|
183. |
En konungur segir: “Síðan er við skildum, hefi ég margan dag á knjám staðið og mjúklega
vakið þitt erindi
fyrir minni frændkonu, og mjög tregt hefir mér gengið, en nú er svo komið, að við
höfum fengið hennar jáyrði, og hefi ég fengið ykkur og gefið það næsta hertugadæmi,
sem í mínu landi er, að auk þess, sem hún hefir áður, og skulu okkar brúðlaup vera
undir eins.”
|
The king says: “Since we parted I have many a day grovelled and meekly pleaded your
case before my
kinswoman, and it has been very difficult for me, but finally it has come about that
we have gotten her to agree. And I have gotten for you and given to you the second
greatest dukedom in my land, in addition to what she already has, and our weddings
will be on the same day.”
|
184. |
Austvestan þakkar honum með mörgum fögrum orðum, og reis þann sama dag mikil veisla
upp, og var Austvestan þá glaður og gaf öllum mönnum góðar gjafir.
|
Austvestan thanks him with many kind words, and the same day a great feast was held,
and Austvestan was then happy and gave fine gifts to everybody.
|
185. |
Leið nú svo veturinn, að veðráttu tók að hægja. Þá segir Austvestan konungi, að hann
vill senda eftir sínum bróður Norðsunnan. Konungur bað hann svo gera. Býr hann nú
sitt skip og sendir brott sína menn þrettán saman með bréfum og boðskap til síns fóstbróður,
að hann skyldi þar koma nærri veturnóttum. Fara þeir og fram koma, fundu konung í
Vernissuborg og færðu honum bréf síns bróður vegna. Þau eru svo ger, að þar greina
öll tíðindi um hans ferð. Varð hann því harðla feginn, og þegar lét hann búa ferð
sína með miklum fékostnaði og háttaði svo á allan hátt sem Jarlmann hafði honum fyrir
sagt, bæði um mannfjölda og annað; siglir nú, þegar honum gefur, og létta ei, fyrr
en þeir koma út í Serkland, og var þá vika til vetrar.
|
Winter now passed, and milder weather came. Then Austvestan said to the king that
he wanted to send for his brother, Norðsunnan. The king asked him to do so. He now
prepared his ship and sent thirteen of his men away with letters and an invitation
to his sworn brother, saying that he should come shortly before winter. They travelled
away and proceeded to where they found the king in Vernissuborg and gave him the letter
on behalf of his brother. They were composed in such a way that they gave a full account
of his expedition. He then cheered up greatly and started at once to prepare his journey,
with no expense spared, and arranged everything according to Jarlmann’s instructions,
both with regards to the number of men and everything else. Now they set sail, as
soon as they got a wind, and did not stop until they came to Serkland, and then it
was one week before winter.
|
186. |
20. Austvestan gengur á mót sínum fóstbróður og fagnar honum vel, segir honum nú, hvar
komið er. Síðan ganga þeir fyrir konung og kvöddu hann virðulega. Segir Austvestan
konungi, að þar sé kominn hans bróðir Norðsunnan. Konungur fagnaði honum vel og setti
hann sér hið næsta. Þótti öllum meira vert um hann en Austvestan. Hann gerði og veislur,
gaf gull og silfur vel tvenn slík sem hans fóstbróðir hafði áður gefið, og af þessu
varð hann vinsæll og báðir þeir af öllum mönnum.
|
20. Austvestan goes to meet his sworn brother and welcomes him warmly, telling him now
how things stand. They then go before the king and greet him respectfully. Austvestan
says to the king that his brother Norðsunnan has arrived. The king greets him warmly
and seats him next to himself. Everyone thought that he was more distinguished than
Austvestan. He also arranged feasts and gave over twice as much gold and silver as
his sworn brother had given before, and because of this he became popular, as both
of them were, among all the people.
|
187. |
Líður svo veturinn fram til jóla. Er þá viðbúningur mikill í borginni, tjaldaðar hallir,
en breiddur kögur á stræti og búin til hljóðfæri í hverjum turni. Hið fyrsta kveld
jóla skipaði konungur höfðingjum í sæti, svo hverjum það, sem gera átti eða þjóna.
Norðsunnan skyldi þjóna konungi sjálfum. Ródían konungsson skenkti Austvestan. En
þeirra menn skenktu og geymdu kjallara; þeir höfðu vald yfir öllum konungs féhirslum.
Síðan settust menn undir drykkjuborð og drukku með mikilli skemmtan allra handa vín
og annan góðan drykk.
|
Winter passes in this way until Yule came. Then many preparations are made in the
city: halls decked out and carpets laid out on the streets and musical instruments
made ready in each tower. On the first evening of Yule the king arranged seats for
the nobles, according to each manʼs obligations or duties. Norðsunnan was to serve
the king himself. Prince Ródían served drinks to Austvestan. And their men served
drinks and minded the cellars: they had authority over all the king’s coffers. Then
people sat down at the tables and greatly enjoyed partaking of all kinds of wine and
other fine drink.
|
188. |
21. Um kveldið lukust upp hallardyr, og komu þar inn allra handa leikarar með hörpum og
gígjum og alls handa hljóðfærum. Þar næst kom inn stór maður og þar eftir ein stór
kona. Hún hafði einn stóran höfuðdúk sveipað að sínu andliti. Hann var svo stór og
langur, að fimm álna féll niður hvorumegin, svo tók niður á hennar kné. Þetta er brúðarefnið
Jarlmanns. Hún hafði einn stóran gullhring á sinni hendi; þar lék ein gullfestur við;
þar er við fastur einn glersalur. Hann rennur laus á hjólum inn í höllina. En er hún
fer um hallardyr, slær hún sér, svo að brakaði við, og blótaði þeim, sem gerði svo
litlar dyr, að þar “máttu ei svo nertugar kvinnur inn ganga sem ég er,” segir hún.
Hún opnar nú glersalinn, og er frú Ríkilát út tekin og á bekk sett og
sæmilegar jungfrúr þar umkring. En henni næst settist Þorbjörg með sínu föruneyti,
og sýndist mönnum mikill munur þeirra yfirlita, og mátti svo að kveða, að engi sat
þar óhræddur inni fyrir ógn þeirri, sem af henni stóð. En Austvestan sýndi á sér gleði
mikla, svo sem hann hugði gott til sín, og gekk þessi veisla vel fram með miklum skörungskap
og allt til þess, að brúðurina skyldi til sængur leiða. Gekk þá óspart áfengur drykkur.
Fóru þá út alls kyns leikarar og létu ganga sín hljóðfæri, svo gall i hverjum turni
um alla borgina.
|
21. During the evening the hall doors opened, and all kinds of entertainers entered with
harps and fiddles and a variety of musical instruments. They were followed by a large
man and then a large woman. She had covered her face with a large head-dress. It was
so big and long that it hung down five ells on both sides, before reaching her knees.
This was Jarlmann’s bride-to-be. She had a large gold ring on her hand. A gold chain
dangled from it, and attached to it was a glass chamber. It ran freely on wheels into
the hall. When she came through the doorway, she collided with it so that the frame
creaked, and she cursed the people who made doors so small that “women as lovely as
I may not enter” (she says). She now opened the glass chamber, and lady Ríkilát was
taken out and
placed on a bench with beautiful maidens all around. But next to her sat Þorbjörg
with her entourage, and people thought there was a great difference in their appearances,
and it is true to say that nobody sat in that hall unaffected by the terror that she
evoked. Austvestan, however, appeared very cheerful, as if he was pleased with his
lot, and this banquet proceeded well with all lavishness until it was time for the
bride to be led to bed. Then strong drinks flowed freely. All kinds of musicians then
came out and played their instruments, so that music resounded off each tower throughout
all the city.
|
189. |
22. Nú hefir Norðsunnan alla ráðagerð fyrir liði þeirra. Heldur hann nú mikla sýslu. Tuttugu
sína menn lætur hann flota sínum skipum og reisa viðu, snúa stofnum frá landi og búa
svo um allt sem skjótt þyrfti til taka. Aðra tuttugu hefir hann heima í borginni.
Þeir opna konungsins féhirslur og bera ut gull og gersemar, en einir tuttugu með tóku
og báru til strandar og hlóðu sín skip. En hinir fjórðu tuttugu fóru með sjónum og
meiddu öll skip, svo að ekki eitt var sjófært.
|
22. Norðsunnan now reveals all his plans to their troops. He has a lot of work to do.
He has twenty of his men launch his ships and raise the masts, turning the prows away
from the land and preparing everything as if great haste would be necessary. Another
twenty he has back in the city. They open the king’s coffers and take out the gold
and treasures, and another twenty men take it with them, carry it to the shore and
load it on their ships. The fourth group of twenty go along the coast and sabotage
all the ships so that not one was sea-worthy.
|
190. |
Nú er Þorbjörg út leidd í það loft, sem sterkast var í staðnum, og því næst afklædd.
Leggst hún í eina veglega sæng, svo vel mátti í hvíla einn keisari. Er nú frú Ríkilát
út leidd í sitt svefnloft, og því næst kemur konungurinn þar og með honum Norðsunnan.
Því næst sest konungur á rekkjustokkinn, en Norðsunnan dregur af honum klæðin. Þá
gekk allt fólk á brott. En Norðsunnan tekur eina gullskál með gott vín og skenkti
konungi. En yfir hans sæng hangir eitt sverð, svo góður gripur, að eigi fannst vildari,
og það eina beit á Rúdent konung. Og það sama sverð setur hann á háls konunginum,
svo að af tók höfuðið, og steypti honum fram úr sænginni, en tekur frú Ríkilát upp
í silkiserk og gengur út með hana snúðugt. En þar úti fyrir eru hans men, tuttugu.
Fær hann þeim frúna í hendur og biður þá skunda til skips. En hann snýr annan veg
í borgina, þangað sem hann vænti síns fóstbróður.
|
Þorbjörg is now led away to the most secure upper chamber in that place and then undressed.
She lies down on a bed so splendid that an emperor might well rest in it. Now Lady
Ríkilát is led out into her bed-chamber, and then the king comes there accompanied
by Norðsunnan. Then the king sits down on the edge of the bed, and Norðsunnan undresses
him. Then everybody leaves. But Norðsunnan takes a gold bowl with fine wine and serves
the king. Above his bed hangs a sword, a treasure so great that no finer one could
be found, and it alone could cut King Rúdent. And he swings that same sword against
the neck of the king, so that it takes his head off, and he throws it out of the bed
and picks up Lady Ríkilát in her silken shift and rushes out with her. Twenty of his
men are there outside. He hands the lady over to them and asks them to hurry to the
ship. He, however, goes in the other direction into the city, to where he hopes to
find his sworn brother.
|
191. |
23. Nú er þar til að taka, að Austvestan kemur til sinnar sængur og hans brúður liggur
þar fyrir. Hann sest á hennar sængurstokk, en svo hefir hann frá sagt, að honum hefði
þá helst gefið á að líta og efast í, hvort hann skyldi niður leggjast eða ei. En hans
fóstbróðir hafði látið hans sverð við hans sængurstokk. Ródían dregur af honum hans
klæði og snýr síðan á brott og setur lás fyrir loftið svo sterkan, að hann mátti eigi
upp brjóta. Nú snýst Austvestan að sinni brúði og hefir sitt sverð til reiðu og leggur
fyrir hennar brjóst svo hart, að sverðið stóð í hryggnum. Hann ætlar nú að kasta sér
fram úr sænginni, en hún grípur eftir honum og fær náð um hans báða fætur, þar sem
þeir voru mjóstir, grenjar nú með ógurlegum látum, að allir hugðu, að fjandinn mundi
laus orðinn. Ródían snýr aftur og lýkur upp loftinu sem skjótast, ella hefði það loft
aldrei orðið upp lokið.
|
23. Now we take the story up where Austvestan comes to his bed and his bride is lying
there before him. He sits down on the edge of her bed, and as he tells it, at that
point he had the best opportunity to look upon her and doubted whether he should lie
down or not. His sworn brother had, however, left his sword by his edge of bed. Ródían
undresses him and then leaves and locks the chamber so securely that it could not
be forced open. Now Austvestan turns towards his bride with his sword drawn and drives
it so hard into her chest that it came out through her back. He now intends to leap
out of the bed, but she grabs after him and is able to catch hold of him by the narrowest
part of both his legs, letting off howls of a terrible nature, so that everyone thought
that the devil must have gotten loose. Ródían returns and unlocks the chamber as quickly
as he can; otherwise it would have been impossible to get out.
|
192. |
Nú sem hann lítur inn í dyrnar, kemur Norðsunnan þar að með sitt sverð og setur á
hans hrygg, svo hann tók sundur í miðju, og snarar síðan inn í loftið; sér nú, að
Þorbjörg veifar hans fóstbróður um sig, en hann heldur um meðalkafla sverðsins, er
stóð í gegnum hana. Hann skilur nú, hverjum hann skal lið veita, og höggur nú til
Þorbjargar og af henni báðar hendurnar í olbogabótum, grípur síðan sinn fóstbróður
og kastar hann á bak sér, hleypur út af loftinu og þar ofan fyrir múrinn, sem hann
kom að, og kom standandi niður, og þótti mönnum sem þrítugt mundi ofan fyrir. Nú snýr
hann til skipa sinna, og eru þeir albúnir. Gengur hann þegar út á skip, og slá þeir
sínum seglum við. En Jarlmann liggur í öngviti, og er nú við leitað að næra hann.
Svo fast hafði brúðurin Þorbjörg lagt hendur sínar að hans fótum, að hennar fingur
varð í brott að skera, áður þeir losnuðu, en holdið var undan gengið allt að beini,
og víða var hans búkur blár. En þó tekur hann að nærast og Ríkilát að gleðjast, og
er þeim nú allra hæginda leitað.
|
Now when he looks in through the door, Norðsunnan approaches with his sword and swings
it at his back so that he is sliced in two. Then Norðsunnan hurries into the chamber.
He now sees that Þorbjörg is swinging his sworn brother around, but he is holding
on to the haft of his sword, which is stuck in her. He now realizes how he can be
of use and hacks at Þorbjörg, cutting off both her arms at the elbow. Then he grabs
his sworn brother and throws him on his back, darts out of the chamber and over the
wall that he comes to, landing down below on his feet. People thought that it must
have been a significant drop. He now heads for his ships, and they are all ready. He boards at once, and they set
sail. But Jarlmann lies there unconscious, and attempts are made to revive him. The
bride Þorbjörg had gripped onto his feet so tightly that they had to cut through her
fingers in order to prise them off, and beneath the flesh had been stripped down to
the bone, and his body was black and blue in many places. Nevertheless he starts to
recover, and this cheers Ríkilát, and everything possible is done to make them comfortable.
|
193. |
Látum þau sigla sem þau kunna, en segjum, hvað til ber heima í borginni.
|
Let us leave them to sail, as they know how, and rather tell of what is happening
back in the city.
|
194. |
24. Nú er þar til að taka, að af léttir þeim miklu hljóðum, sem heyra til Þorbjargar. Þá hlaupa menn til loftanna og forvitnast, hvað þar fer fram, og finna
þar í loftinu brúðgumann dauðan, en í brott brúðina. En þar sem Þorbjörg var inni,
fundu þeir dauðan Ródían konungsson og svo Þorbjörgu, en í brott brúðgumann. Eigi
fundu þeir Austvestan né Norðsunnan og engan af þeirra hálfu. Þóttust þeir skilja,
í hver brögð að þeir eru komnir. Hlaupa þeir til skipa með vopnum og sjá nú, hvar
þeir sigla, hrinda fram skipum og róa frá landi. Því næst fyllti undir þeim skipin.
Þeir flýttu sér að landi, en þó fleiri, að þar drukknuðu. Skildi nú þar með þeim.
|
24. Now we take the story up when the great racket made by Þorbjörg began to abate. People
then ran to the chamber and found out what had gone on there. They found the bridegroom
dead in the chamber and the bride gone. In Þorbjörgʼs chamber they found both Prince
Ródían and Þorbjörg dead, but the bridegroom gone. They did not find Austvestan or
Norðsunnan or any of their men. Now they started to understand the deceptions which
they had been subjected to. They ran to the ships with their weapons and saw where
the others were sailing off. They launched their ships and rowed away from land. Then
all at once their ships filled with water. They hurried back towards land, but the
greater part of them drowned there. And so we leave them.
|
195. |
Sigla þeir fóstbræður og létta eigi fyrr en þeir komu heim í Frakklandi. Verða allir
menn þeim fegnir. Lét Hermann þá búast við brúðlaupi sínu. Vantaði þá engi tilföng,
þau sem til þurfti. En að veislunni settri og fólk allt saman komið, þá kvaddi Hermann
konungur þings, og á því þingi stóð hann upp og hóf svo mál sitt, að hann sagði frá,
hversu Jarlmann hafði honum trúlega fylgd veitt og hversu hann hafði sitt líf í hættu
lagt fyrir hann og hvað hann vann til að vinna aftur hans festarmey. Því lýsti hann
fyrir öllum mönnum, að hann vildi gifta Jarlmanni Herborgu systur sína og með henni
helming af ríki sínu og slíka nafnbót sem hann vildi sjálfur hafa. En Jarlmann þakkaði
honum vel með mörgum fögrum orðum. Reis þar nú upp hin dýrlegasta veisla, og eru þessi
hjón saman púsuð af ágætum kennimönnum. En það gull, sem þar var offrað, var svo mikið,
að engi kunni að telja marka tali. En síðan ganga þeir til drykkju. Urðu menn glaðir
og kátir. En svo sterka vörðu héldu þeir á sér, að þeim mátti ekki granda. Stóð sú
veisla fullan mánuð, og að þeirri veislu gaf Hermann konungur Jarlmanni hertugadæmi
og allan þann sóma, sem hann mátti honum veita. Líður nú þessi veisla, og voru allir
með sæmilegum gjöfum brott leiddir. Lofuðu allir menn þá fóstbræður og sögðu, að engi
maður mundi drengilegar farið hafa í jafnmiklum mannraunum sem Jarlmann. Þessu næst
fer hann til Treveríaborgar og settist að sínu ríki. Tókust ástir með þeim frú Herborgu.
Þau áttu þrjú börn, einn son, er Roðgeir hét, og tvær dætur, er ei eru nefndar. En
þá Jarlmann hafði á samt verið tíu vetur með sinni frú, gerði hann sæmilega veislu
og bauð til sín fóstbróður sínum og hans frú Ríkilát. En að þeirri veislu gerði hann
opinbert fyrir Hermanni konungi og hans frú og öllum hans vinum, að hann vill ganga
í stein. Segist hann heitið hafa, þá hann var út í Serklandi í mestum mannraunum,
sína frú og sínar dætur í klaustur gefa, ef það væri hennar vilji; en hún játar þessu.
En sinn son fær hann sínum fóstbróður og biður hann að halda hann til ríkis eftir
sig. Þessu verða allir menn mjög ófegnir. En Jarlmann segir, að hann var þá svo gamall,
að honum var mál guði að þjóna, “og var mér þá það í hug, er við Þorbjörg hin digra
áttumst við, því að ég hefi hvorki
samur orðið til afls né hugar né neinnar visku.”
|
The sworn brothers sailed on and did not stop until they arrived home in France. Everybody
was happy to see them. Hermann then made preparations for his wedding feast. None
of the necessary supplies were lacking. And at the beginning of the feast, when all
the people had gathered, King Hermann called everyone together and at that gathering
he stood up and delivered a speech, telling how Jarlmann had followed him faithfully
and put his life in danger for him and what he had accomplished in order to get his
betrothed back. He then announced before everybody that he wanted to give his sister,
Herborg, in marriage to Jarlmann and with her half his kingdom and whatever title
Jarlmann wanted to have. Jarlmann thanked him most eloquently. A most splendid banquet
now began, and the couples were married by most learned men. And so much gold was
lavished there that it was impossible to count. And then they started drinking. People
became merry and cheerful. But they exercised so much control over themselves that
no harm could come to them. The banquet lasted for a full month, and during it King
Hermann gave Jarlmann a dukedom and all the honour that could be granted. This banquet
now came to an end, and everyone was sent on their way with fine gifts. Everybody
praised the sworn brothers and said that no other man would have performed so valiantly
in such dire straits as Jarlmann had. Following this he went to Treveríaborg and settled
down in his fief. Lady Herborg and he fell in love. They had three children: a son,
who was called Roðgeir, and two daughters, who are not named. And when Jarlmann had
been with his wife for ten years, he arranged a fine banquet and invited his sworn
brother and his wife Ríkilát. At that banquet he announced in front of King Hermann
and his wife and all his friends that he wanted to retire to a life of seclusion.
He said he had promised, when he was in Serkland in the greatest peril, to give his
wife and daughters to a convent, if his wife would consent, and she did. He took his
son, however, to his sworn brother and asked Hermann to grant him his fief after him.
Everybody was very unhappy about this. But Jarlmann said that he was so old that it
was time for him to serve God, “and it occurred to me already, when I was dealing
with Þorbjörg the Stout, because
I have never been the same since with regard to strength or spirit or wisdom.”
|
196. |
Verður nú svo að vera sem Jarlmann vill, þó að mönnum þætti mikið við hann að skilja.
Þeir fóstbræður skilja nú með miklum kærleika. Fór konungur heim og hans systurson
með honum. En Jarlmann fyllir sína ætlun, sem áður var fram sögð. Þykir mönnum sem
hann muni góður maður verið hafa. En Hermann konungur stýrði sínu ríki bæði vel og
lengi. Hann átti við frú Ríkilát tvo sonu; hét annar Vilhjálmur, en annar Rígarð,
og segja menn, að sá Rígarð hafi verið faðir Konráðs, er fór til Ormalands, og er
það trúlegt, að Ríkilát muni nokkurn góðan mann eftir sig leiða. En er þau voru gömul
orðin, Hermann konungur og Ríkilát, skiptu þau þá ríki sínu með sonum sínum, en þau
fóru út í Jórsalaheim og enduðu þar ævi sína, og höfum vér ekki heyrt, hver þeirra
ævilok urðu.
|
Everything was done as Jarlmann wanted, even though the people were grieved to see
him go.
The sworn brothers now parted with great affection. The king went home and his nephew
with him. And thus Jarlmann fulfilled his previously-stated intention. He is thought
to have been a good man. And King Hermann governed his kingdom both well and for a
long time. He had two sons with Lady Ríkilát: one was called Vilhjálmur and the other
Rígarð, and people say that Rígarð was the father of Konráður, who travelled to Ormaland, and it is easy to believe that Ríkilát would have given birth to such a good man.
When they got old, King Hermann and Ríkilát divided the kingdom between their sons
and travelled to Jerusalem and ended their lives there, and we have not heard how
they died.
|
197. |
Og endast hér þessi saga með góðum endalyktum.
|
And on this happy note, this saga ends.
|